Skipulagsnefnd

158. fundur 08. apríl 2011 kl. 09:19 - 09:19 Eldri-fundur

158 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 7. apríl 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson, Karel Rafnsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1008014 - Arnarholt - Deiliskipulag frístundabyggðar
 Auglýsingatíma deiliskipulags að Arnarholti er lokið. Athugasemdir bárust frá Tómasi Inga Olrich og ákveðið að taka þær til greina að flestu leyti.
Skipulagsmörk verði lagfærð og sett þau sömu og lóðamörk.
Byggingarreitum verði breytt þannig að syðri mörk þeirra verði hvergi nær landamerkjum Festarkletts en 25 m.
Rotþró verði færð til móts við lóðamörk 1 og 2.
Staðfest er að einungis verði heimilað að byggja eitt frístundahús á hverri lóð og eitt aðstöðuhús.
Varðandi aðkomu að lóðum þá hefur þegar verið staðfest deiliskipulag sem gerir ráð fyrir aðkomu frá Knarrarbergsvegi að lóðum norðan við Arnarholt.
Samkvæmt deiliskipulagi Arnarholts er ekki gert ráð fyrir akvegi sunnan við Arnarholt.   


2.  1104004 - Komma - umsókn um byggingarreit fyrir kaplaskjól
 Vilberg Jónsson óskar eftir lítilsháttar breytingu á byggingarreit fyrir kaplaskjól að Kommu. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna.   


3.  1104005 - Merkigil - umsókn um byggingarreit fyrir vélageymslu
 Sæmundur Sigtryggsson óskar eftir samþykki fyrir byggingarreit fyrir vélageymslu að Merkigili. Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.   


4.  1103007 - Umsókn um rekstrarleyfi skv. gististaðaflokki II
 Sýslumaður óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi sumarhúss í landi þverár.
Erindinu vísað til sveitarstjórnar.   


5.  1010011 - Höskuldsstaðir breyting á íbúðasvæði íS15
 Kynningu skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag á reit íS15 að Höskuldsstöðum er lokið.
Ein athugasemd barst frá Ingólfi Sigurðssyni þess efnis að breikka byggingarreiti á skipulaginu. ákveðið að koma til móts við þessa athugasemd með því breikka íbúðarsvæðið á aðalskipulagi um allt að 10 m með samþykki landeiganda. þá var ákveðið að setja inn í skipulagslýsinguna að nefna skuli götuna á deiliskipulagsuppdrætti og gefa húsum númer.   


6.  1006018 - Breyting á aðalskipulagi. Syðri-Varðgjá, umsókn um að skilgreining landsspildu verði breytt úr íbúðarhúsabyggð í verslunar og þjónustusvæði
 Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi að Syðri-Varðgjá hefur verið kynnt og engar athugasemdir borist. ákveðið að óska samþykkis Skipulagsstofnunar til að auglýsa breytinguna.   


7.  0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
 Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku hefur verið auglýst og nokkuð margar athugasemdir og umsagnir hafa borist.
Farið var yfir svör við athugasemdum og sveitarstjóra falið að ljúka svörum fyrir næsta fund sem verður n.k. mánudag kl. 17.   


8.  1103006 - óskað eftir því að íbúðasvæði í landi Eyrarlands verði nefnt ósland
 Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að íbúðarsvæði íS8, sunnan við Leifsstaðaveg, verði nefnt ósland.

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:25

Getum við bætt efni síðunnar?