Skipulagsnefnd

166. fundur 23. september 2011 kl. 14:56 - 14:56 Eldri-fundur

166 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn Ráðhúsinu Akureyri, föstudaginn 2. september 2011 og hófst hann kl. 13:00.
Fundinn sátu: árni Kristjánsson, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.


Dagskrá:

1.  0902014 - Endurnýjun byggðalínu - Blöndulína 3
 Isavia boðaði til fundar um raflínumál í Eyjafirði. á fundinn mættu fulltrúar Akureyrarbæjar, Isavia og Víðir Gíslason áhugamaður, auk fulltrúa Eyjafjarðarsveitar.
Víðir kynnti ýmsar upplýsingar um rafstrengi og öryggismál flugvalla og lýsti áhyggjum sínum vegna fyrirætlana um að leggja háspennulínu þvert yfir Eyjafjörð.
Fundarmenn voru sammála um að skoða þyrfti vel alla möguleika áður en ákvörðun um flutningsleið verður valin.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   14:30

Getum við bætt efni síðunnar?