Skipulagsnefnd

167. fundur 23. september 2011 kl. 14:59 - 14:59 Eldri-fundur

167 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, sunnudaginn 11. september 2011 og hófst hann kl. 09:00.
Fundinn sátu: árni Kristjánsson, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Farin var vettvangsferð upp á hálendið með félögum úr jeppaklúbbnum 4x4, Eyjafjörður. Frá jeppaklúbbnum voru Elías þorsteinsson, Grétar Ingvarsson, Grétar Ingvarsson, Stefán Stefánsson og Vésteinn Finnsson og óku þór á þrem jeppum.


Dagskrá:

1.  1001007 - Hálendisvegir og slóðar
 Farið var upp Eyjafjarðardal og þegar komið var upp á hálendið var stefnan tekin í vestur. Ekið var norður að Berglandi, aftur til baka og vestur að Grána. þá var farið vestur í Skagafjarðarsýslu og ekið suður að Laugafelli. Frá Laugafelli var stefnan tekin austur og þegar komið var að mörkum Eyjafjarðarsýslu og þingeyjarsýslu var stefnan tekin í norður að Landakoti. Frá Landakoti var ekið í vestur þar til komið var að leiðinni niður í Eyjafjarðardal. þá var stefnan tekin niður dalinn og til byggða.
ákveðið að fjalla um hálendisvegina á næsta fundi skipulagsnefndar.
   

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   18:00

Getum við bætt efni síðunnar?