Skipulagsnefnd

172. fundur 25. nóvember 2011 kl. 14:22 - 14:22 Eldri-fundur

172 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 24. nóvember 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1111031 - Fjárhagsáætlun skipulagsnefndar 2012
 Gerð var fjárhagsáætlun skipulagsnefndar fyrir árið 2012.
Skipulagsnefnd leggur til að keypt verði áskrift að kortasjá með aðgangi að loftmyndum, áætlaður árlegur kostnaður kr. 300.000- og aðkeypt vinna vegna hennar kr. 200.000-. Fyrirhuguð er endurskoðun á ákveðnum þáttum í aðalskipulagi, áætlaður kostnaður vegna þess kr. 1.000.000-.
   

2.  1111028 - ósk um breytingu á aðalskipulagsuppdrætti fyrir Syðra-Laugaland efra
 Kristín Kolbeinsdóttir óskar eftir breytingu á aðalskipulagsuppdrætti fyrir Syðra-Laugaland efra þannig að þjónustusvæði sem merkt er þS6 verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði. ætlunin er að reka matsölustað að Syðra-Laugalandi efra.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyta aðalskipulagi í samræmi við ósk umsækjanda. Um óverulega breytingu er að ræða því hún hefur ekki áhrif á stórt svæði og lítil áhrif á einstaka aðila. Meðferð verði því í samræmi við 2. mgr 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
   

3.  1009016 - Setning reglna um umferð hesta- og hjólamanna
 Fjallað var um reglur um umferð vélhjóla um göngu- og reiðleiðina yfir Bíldsárskarð. Meirihluti nefndarinnar hefur áhuga á að umferð vélhjóla verði leyfð tvo dagparta í hverri viku til reynslu í eitt ár.
Afgreiðslu frestað og ákveðið að bera hugmyndina undir fjallskilanefnd, landeigendur og sveitarstjórn þingeyjarsveitar og fleiri ef þurfa þykir.
   

4.  1111002 - Landsskipulagsstefna 2012-2024

 Lagt fram til kynningar.
   

5.  1110016 - Frumvarpsdrög til breytinga á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum

 Lagt fram til kynningar.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:00

Getum við bætt efni síðunnar?