Skipulagsnefnd

180. fundur 04. júní 2012 kl. 13:17 - 13:17 Eldri-fundur

180. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 10. maí 2012 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson Formaður, Emilía Baldursdóttir Aðalmaður, Sigurður Eiríksson Aðalmaður, Jón Stefánsson Aðalmaður, Sigurður Hólmar Kristjánsson Aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  1204011 - Stækkun á fjósi, Grund I, Eyjafirði
 Ljósaborg ehf. óskar eftir leyfi til að byggja við fjós að Grund. Umsóknin samþykkt með fyrirvara um undanþágu Umhverfisráðuneytis vegna nálægðar frá Eyjafjarðarbraut vestri.
   
2.  1204009 - Umsókn um nafnabreytingu á lóð í landi Espihóls í Espilund
 Kristinn V. Jónsson og ásta G. Sveinsdóttir óska eftir heimild til að breyta nafni íbúðarhúss þeirra að Espihóli í Espilund. Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
   
3.  1204010 - Umsókn um nafnabreytingu úr Espihóll 1 í Espigerði
 Valgerður Jónsson og Rúnar ísleifsson óska eftir heimild til að breyta nafni íbúðarhúss þeirra úr Espihóli 1 í Espigerði. Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
   
4.  1205016 - Fuglaskoðunarhús við Kristnestjörn
 Hrafnagilsskóli óskar eftir að fá að afhenda Eyjafjarðarsveit fuglaskoðunarhús og að það verði staðsett vestan við Kristnestjörn samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti. Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, enda liggi fyrir skriflegt leyfi landeigenda.
   
5.  1205018 - Borgarhóll - landskipti
 Brynjar Freyr Stefánsson óskar eftir samþykki fyrir landskiptum úr dánabúi Borgarhóls 2. Erindinu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
   
6.  1205019 - Víðigerði 2, frístundahús
 Frestað.
   
7.  1104016 - Reiðvegur - Héraðsleið 2, framkvæmdaleyfi
 Fjallað var um endanlegar breytingar á Héraðsleið 2, en verkið hefur tekið nokkrum breytingum vegna mjög erfið lands.
Skipulagsnefnd samþykkir legu reiðleiðarinnar í samræmi við blað nr. 6. Meðferð verði í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
   
8.  1009016 - Setning reglna um umferð hesta- og hjólamanna
 Fjallað var um tillögu um umferð vélhjóla á reiðveginum yfir Bíldsárskarð í samræmi við bókun nefndarinnar frá 24. nóv. 2011.
Borist hafa umsagnir landeiganda, umhverfinefndar, fjallskilanefndar og þingeyjarsveitar auk ýmissa annarra. Flestar umsagnir voru neikvæðar.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til að umferð vélknúinna ökutækja verði bönnuð yfir Bíldsárskarð.
Sigurður Eiríksson óskar eftir að bókað verði að hann telji ekki lagastoð fyrir umræddri afgreiðslu.
   
9.  0902014 - Endurnýjun byggðalínu - Blöndulína 3
 Sagt var frá fundi sem fulltrúar Eyjafjarðarsveitar og Akureyrarbæjar sátu með nefnd á vegum Alþingis um háspennulínur og háspennustrengi.
ákveðið að semja greinargerð til að senda til nefndarinnar.
   
10.  1205022 - ósk um efnistöku til einkanota
 Eiríkur Helgason að Ytra-Gili og Finnur Aðalbjörnsson óska eftir leyfi til efnistöku úr áreyrum við bakka Eyjafjarðarár í landi Ytra-Gils.
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi skal ekki leyfa efnistöku á þessum stað fyrr en efnistökusvæðið hefur jafnað sig eftir mikla efnistöku undanfarin ár. Auk þess er efnistaka verði ekki heimiluð í farvegi árinnar frá 1. maí til loka október.
Erindinu hafnað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15

Getum við bætt efni síðunnar?