Skipulagsnefnd

184. fundur 14. september 2012 kl. 08:37 - 08:37 Eldri-fundur

184. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 13. september 2012 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson Formaður, Emilía Baldursdóttir Aðalmaður, Sigurður Eiríksson Aðalmaður, Jón Stefánsson Aðalmaður, Sigurður Hólmar Kristjánsson Aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1208018 - örlygsstaðir - ósk um nafnabreytingu
 Eigendur örlygsstaða óska eftir að breyta nafni húss þeirra í þórustaði 9. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nafnbreytinguna.
   
2.  1208016 - Torfufell - umsókn um byggingarreit
 Sigfríður Angantýsdóttir óskar eftir heimild fyrir byggingarreit fyrir hesthús á frístundalandi sínu að Torfufelli.
ákveðið að senda erindið í grenndarkynningu.
   
3.  1209012 - Hlíðarhagi - lóð undir frístundahús
 Formlegt erindi hefur ekki borist. Málinu frestað.
   
4.  1209011 - Kolgrímastaðir - umsókn vegna aðstöðuhúss
 Formlegt erindi hefur ekki borist. Málinu frestað.
   
5.  1208009 - Ytri-Hóll II - umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku
 Gögn vantar. Málinu frestað.
   
6.  1206003 - Grund II. óskað eftir skipulagsbreytingu á sumarbústaðalandi
 Jón og Sighvatur eigendur tveggja landskika að Grund II, sumarbústaðalands óska eftir heimild til að skipta hvorum skika um sig í tvennt.
Skipulagsnefnd samþykkir landskiptin fyrir sitt leyti, en bendir á að sú samþykkt þýðir ekki að verið sé að samþykkja bygginu sumarhúsa á landinu. Hyggist landeigendur byggja fleiri sumarhús á landinu, til viðbótar því sem fyrir er, þarf að sækja um heimild til að deiliskipuleggja svæðið í heild sinni.
   
7.  1209013 - Gilsá II, óskað eftir leyfi fyrir sumarhúsi
 Kristján B. Garðarsson óskar eftir heimild til að staðsetja um 50 m² sumarhús á landi sínu að Gilsá II. Málsetningar vantar á meðfylgjandi uppdrátt.
Erindinu frestað.
   
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05

Getum við bætt efni síðunnar?