Skipulagsnefnd

186. fundur 26. október 2012 kl. 09:49 - 09:49 Eldri-fundur

186. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 25. október 2012 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson Formaður, Emilía Baldursdóttir Aðalmaður, Sigurður Eiríksson Aðalmaður, Jón Stefánsson Aðalmaður, Sigurður Hólmar Kristjánsson Aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
 Lagt fram til kynningar.
   
2.  1101011 - Stígur milli Reykárhverfis og Akureyrar
 Fjallað var um tillögu að skipulagslýsingu fyrir stíg frá Hrafnagilshverfi til Akureyrar.
Skipulagslýsingin samþykkt til kynningar.
   
3.  1210012 - Reykhús - umsókn um leyfi til sandtöku
 Páll Ingvarsson óskar eftir heimild til efnistöku úr sandeyrum Eyjafjarðarár í landi Reykhúsa. í ljósi skilyrða sem koma fram í greinargerð aðalskipulags er sveitarstjóra falið að boða landeigendur efnistökusvæða nr. ES14, og ES27a,b,c og d á fund til að ræða stofnun efnistökusamlags.
Erindinu frestað.
   
4.  1210013 - Ytri-Tjarnir; umsókn um lóð fyrir íbúðarhús
 Benjamín Baldursson og Hulda Jónsdóttir óska eftir heimild fyrir lóð undir íbúðarhús að Ytri-Tjörnum í samræmi við teikningu frá Búgarði dags. 11. október 2012.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið, enda verði gengið að skilyrðum eigenda elsta íbúðarhússins að Ytri-Tjörnum um að samráð verði haft við þá um hugsanlegar girðingar og gróður á vesturmörkum nýrrar lóðar.
   
5.  1209011 - Kolgrímastaðir - umsókn vegna aðstöðuhúss
 Bjarki Skjaldarson óskar eftir heimild til að staðsetja aðstöðuhús við Kolgrímastaði.
Skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi í 2 ár.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?