Skipulagsnefnd

198. fundur 26. apríl 2013 kl. 08:39 - 08:39 Eldri-fundur

198. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 18. apríl 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Við upphaf fundar var farin vettvangsferð i þverárnámu.

Dagskrá:

1.  1303014 - Einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar
 Lokið er skoðanakönnun um hvert sé einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar. Fjörutíu og fimm svör bárust og völdu 37 Kerlingu, en önnur fjöll fengu 1-3 atkvæði. Skipulagsnefnd tekur undir með íbúum og leggur til að Kerling verði einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar. Kerling er 1.538 m að hæð og sést víða að, enda hæsta fjall á Norðurlandi.
   
2.  1209013 - Gilsá II, óskað eftir leyfi fyrir sumarhúsi
 Vísað er til bókunar skipulagsnefndar frá 185. fundi nefndarinnar en þar er samþykkt að heimila Kristjáni B. Garðarssyni að staðsetja 50 m² sumarhús í landi sínu að Gilsá II í samræmi við afstöðumynd frá Búgarði dags. 11.09.2012.
Nú óskar Kristján eftir að húsið verði staðsett annars staðar á landinu í samræmi við yfirlitsmynd frá Búgarði dags. 05.04.2013.
Skipulagsnefnd getur fallist á að byggingarreitur verði færður á svipaðan stað og kemur fram á uppdrætti, en gæta þarf að gildandi fjarlægðarmörkum 150 m frá húsum bújarðar og 50 m frá ánni. Lögð er áhersla að skerða tún sem minnst. óskað er eftir nýjum uppdrætti áður en erindið verður afgreitt.
   
3.  1304010 - þverárnáma deiliskipulag
 Gerð var forsögn að deiliskipulagsgerð vegna þverárnámu.
Ekki er gerð krafa um skipulagslýsingu þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi og matsskýrslu, með fyrirvara um afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
   
4.  1303020 - Munkaþverá - malarnám
 Gerð var forsögn að deiliskipulagsgerð vegna Munkaþverárnámu.
Ekki er gerð krafa um skipulagslýsingu þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi og fyrirliggjandi tilkynningu til Skipulagsstofnunar, með fyrirvara um afgreiðslu hennar.
   
5.  1304013 - ES15-Torfur, norðan Skjóldalsár, framkvæmdaleyfi
 Níels Helgason óskar eftir framkvæmdaleyfi til efnistöku norðan Skjóldalsár til þriggja ára allt að 5.000 m³.
Erindið samþykkt og framkvæmdaleyfi verði í samræmi við greinargerð með aðalskipulagi, umhverfisskýrslu og leyfi Fiskistofu.
   
6.  1304012 - ES25-Stokkahlaðir, framkvæmdaleyfi
 Rafn Helgason óskar eftir framkvæmdaleyfi til efnistöku að Stokkahlöðum til þriggja ára allt að 5.000 m³.
óskað er eftir tímasettri frágangsáætlun á þeim hluta námunnar sem ekki verður unnið í þannig að umfang námunnar verði sem minnst.
Lokaafgreiðslu frestað.
   
7.  1304008 - Beiðni um umsögn - Aðalskipulagsbreyting hjá Ak. á þremur þáttum
 Akureyrarbær hefur óskað umsagnar um skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytinga á þrem þáttum í aðalskipulagi Akureyrar. Skipulagsnefnd vísar til fyrri umsagnar um reiðleiðir á Akureyri. Að öðru leyti gerir skipulagsnefnd ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar.
   
8.  1304007 - Skipulagsmál varðandi grunnskóla í deiliskipulagi
 Lagt fram til kynningar.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30

Getum við bætt efni síðunnar?