Skipulagsnefnd

201. fundur 14. maí 2013 kl. 09:56 - 09:56 Eldri-fundur

201. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 13. maí 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Jónas Vigfússon og Anna Guðmundsdóttir varamaður.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1102018 - áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
 Unnið við endurskoðun og næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 23. maí.
   
2.  1209013 - Gilsá II, óskað eftir leyfi fyrir sumarhúsi
 Kristján B. Garðarsson óskar heimildar til að staðsetja 50,8 m² sumarhús á reit skv. nýrri afstöðumynd frá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, dags. í apríl 2013. Jafnframt óskar hann eftir að sú lóð sem samþykkt var af skipulagsnefnd fyrr í vetur í landi Gilsár II verði látin halda sér alveg óháð þessu erindi.
Skipulagsnefnd heimilar flutning á byggingarreit í samræmi við nýjan uppdrátt enda falli fyrri byggingarreitur úr gildi því Aðalskipulag heimilar ekki fleiri en tvær byggingarlóðir á jörð án tengsla við búrekstur.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?