Skipulagsnefnd

205. fundur 14. ágúst 2013 kl. 13:25 - 13:25 Eldri-fundur

205. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 8. ágúst 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Emilía Baldursdóttir, Jón Stefánsson, Anna Guðmundsdóttir varamaður og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, skipulagsfulltrúi.

 

Dagskrá:

1.  1102018 - áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
 Skipulagsnefnd samþykkir erindi Vilbergs Jónssonar um að í viðauka við aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar sem samþykkt hefur verið að auglýsa verði texta vegna verslunar- og þjónustusvæðis Vþ13 breytt þannig að aftan við textann: ”á Stokkahlöðum (Vþ13) er bílapartasala, vélaverktaka og lítið vélaverkstæði.” komi textinn:
þar verði enn fremur heimilt að reisa allt að tveim byggingum norðan ár undir geymslu- og þjónustuhúsnæði.
   
2.  1306027 - Norðurorka, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitulögn milli Finnastaða og Miklagarðs
 Norðurorka sækir um framkvæmdaleyfi vegna hitaveitulagnar milli Finnastaða og Miklagarðs.
Umsókn er samþykkt enda verði verkið og frágangur unninn í nánu samráði við landeigendur.
   
3.  1306030 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi Hestakletts ehf skv. gististaðaflokki 1
 Sýslumaðurinn á Akureyri óskar eftir umsögn vegna umsóknar Hestakletts vegna heimagistingar að Uppsölum.
Um er að ræða bændagistingu sem samræmist skipulagi og gerir skipulagsnefnd ekki athugasemdir.
   
4.  1307002 - Beiðni um umsögn á skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags fyrir Kjarnaskóg og Hamra á Akureyri
 Lagt fram til kynningar.
   
5.  1307010 - Espiholt - beiðni um breytingu á lóðamörkum
 Landeigendur Espihóls og leigjendur lands að Espiholti óska eftir breytingum á lóðarmörkum Espiholts í samræmi við uppdrátt frá því í júní 2013. Lóðin stækkar úr 1 ha. í 2,3 ha., en landið er holt sem búið er að planta skógi í.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
   
6.  1307011 - Syðra-Dalsgerði - beiðni um stofnun lóðar og byggingar frístundahúss
 Eigendur Syðra-Dalsgerðis óska eftir leyfi til að stofna lóð og byggja frístundahús í samræmi við tvær teikningar frá Búgarði, önnur dags. 22.09.2011 og breytt 11.04.2013 og hin dags. 12.04.2013.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið í samræmi við 1. tl. 57. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
   
7.  1308001 - Austurhlíð frístundahús
 Erindinu frestað.
   
8.  1308002 - Komma - lóð undir sumarhús
 Erindinu frestað.
   
9.  1308003 - Smáhýsi við Jólagarðinn
 Benedikt Grétarsson óskar eftir leyfi til að setja niður smáhýsi, eplakofa, á lóð Jólagarðsins í samræmi við afstöðumynd.
Erindið samþykkt.
   
10.  1304010 - þverárnáma deiliskipulag
 Umfjöllun frestað.
   
11.  1308011 - Brúnahlíð 1 - beiðni um leyfi fyrir geymslugám
 Eigendur Brúnahlíðar 1 óska eftir leyfi til að setja geymslugám á lóð sína.
ákveðið að setja málið í grenndarkynningu.
   
12.  1307009 - Kynning á breytingu á Aðalskipulagi Ak. 2005-2018, Kjarni, Hamrar og Gata sólarinnar
 Lagt fram til kynningar.
   


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10

Getum við bætt efni síðunnar?