Skipulagsnefnd

208. fundur 27. september 2013 kl. 09:37 - 09:37 Eldri-fundur

208. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 26. september 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu: Elmar Sigurgeirsson, Emilía Baldursdóttir, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, skipulagsfulltrúi.


Dagskrá:

1. 1210012 - Reykhús - umsókn um leyfi til sandtöku
 í tengslum við efnistöku í landi Reykhúsa var á fundi skipulagsnefndar 25. október 2012 samþykkt að láta reyna á hugmynd um að stofna efnistökusamlag á efnistökusvæðum ES14 og ES27 A, B, C og D. Fundað hefur verið um málið og er það niðurstaða meirihluta landeigenda að halda sig við óbreytt ástand að mestu leyti þannig að hver landeigandi sjái um sitt land og beri kostnað og arð af því. þó láti landeigendur á þessu svæði hvern annan vita af fyrirhuguðum umsóknum þannig að hægt sé að stýra notkun þannig að einungis ein efnistaka eigi sér stað í einu á vesturbakkanum. í því sambandi var rætt um að passa upp á framkvæmdatímann ef horfur eru á fleiri umsóknum um framkvæmdaleyfi. þar sem hugmynd um efnistökusamlag náði ekki fram að ganga að þessu sinni áskilur skipulagsnefnd sér rétt til að setja nánari reglur um leyfi til efnistöku.
Erindið um efnistöku úr landi Reykhúsa er fallið úr gildi.
 
    
2. 1309018 - öngulsstaðir I og III - breytt landnotkun
 Jóhannes Geir Sigurgeirsson sækir um að mörkuð verði sér lóð utan um Gamla bæinn á öngulsstöðum, í samræmi við teikn. frá Búgarði dags. 11.09.2013. Lóðin muni síðan eftir breytingar tilheyra öngulstöðum III, en ekki I eins og er í dag. Einnig verði vegur á milli húsa niður á flatann færður undir öngulsstaði III í stað I nú en eftir sem áður verði vegurinn opinn til umferðar fyrir alla eigendur engjanna neðan við öngulsstaði.
Jafnframt óskar Jóhannes eftir því að tvær spildur neðan Eyjafjarðarbrautar eystri sem nú tilheyra öngulsstöðum I verði sameinaðar öngulsstöðum III.
Breytingarnar stuðla að því að gera jörðina betri til búskapar. Skipulagsnefnd samþykkir bæði erindin.
 
    
3. 1212008 - Syðri-Varðgjá, umsókn um stofnun lóðar
 óskað er eftir að úthlutað verði landnúmerum á tveim svæðum ofan og neðan lóðar sem nefnist Vogar 3, landnr. 152803.
á fundi skipulagsnefndar 6. desember 2012 var tekið fyrir erindi um að sameina þessi tvö svæði fyrrnefndri lóð. Erindinu var hafnað því skipulagsnefnd samþykkti ekki að lóðin nái út í lónið sem skilgreint er sem strandsvæði í flokki A. Með sömu rökum hafnar skipulagsnefnd að strandsvæðið fái sérstakt landnúmer en samþykkir að svæðið ofan lóðar fái sérstakt landnúmer. 
 
    
4. 1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
 Tillaga um Svæðisskipulag Eyjafjarðar hefur verið auglýst og bárust athugasemdir frá þrem aðilum. Svæðisskipulagsnefnd samþykkti afgreiðslu athugasemdanna með sérstakri bókun á fundi nefndarinnar 9. sept. s.l.
Skipulagsnefnd samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og leggur til að skipulagið verði samþykkt eins og það er eftir seinustu breytingar.
 
    
5. 1008014 - Arnarholt - Deiliskipulag frístundabyggðar
Búið er að afgreiða deiliskipulag vegna Arnarholts, en gildistaka skipulagsins var ekki auglýst í Stjórnartíðindum innan lögboðins frests og því er samþykkt að auglýsa skipulagið aftur.
 
    
6. 1309011 - Friðlýsing hluta Glerárdals sem fólkvangs
 Lagt fram til kynningar.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?