Skipulagsnefnd

26. fundur 11. desember 2006 kl. 21:14 - 21:14 Eldri-fundur

26. fundur skipulagsnefndar er haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 26. ágúst 2003 kl. 17.15.

Mættir: Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Sigurður Eiríksson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri sem skráði fundargerð.

 


Dagskrá:

1. Tillaga að deiliskipulagi í Reykárhverfi, íbúðarbyggð og athafnasvæði.
2. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014 til samræmis við nýtt deiliskipulag sbr. lið 1.
3. Umsókn Egils Jónssonar um leyfi til að láta skipuleggja lóðir fyrir þrjú íbúðarhús í landi Syðri-Varðgjár.
4. Umsókn Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar um leyfi til að breyta vélageymslu á öngulsstöðum I í íbúðarhús ásamt vinnuaðstöðu. Húsið fái sjálfstæða lóð. Einnig að íbúðarhúsi á jörðinni verði með formlegum eignaskiptasamningi breytt í tvær íbúðir með sameiginlegri lóð.
5. Umsókn Guðmundar Lárussonar um leyfi til að skipta lóð Ekru í landi Ytri-Varðgjár í tvær lóðir. Jafnframt að samþykkt verði lóð fyrir einbýlishús á milli Austurbergs og Ekru sbr. meðf. afstöðumynd dags. í júní 2003 og að breyta landi Reinar III í íbúðarhúsalóðir.
6. Umsókn þórs Hjaltasonar um leyfi til að stækka fjóshlöðu á Akri.
7. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Brúnahlíðarhverfinu. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur nýjum lóðum.

 

Afgreiðsla.

 

1. Tillaga að deiliskipulagi í Reykárhverfi, íbúðarbyggð og athafnasvæði.
Tekið hefur verið tillit til athugasemda sem gerðar voru við tillögu að íbúðarbyggðinni eins og hún var kynnt á fundi nefndarinnar þann 13. ágúst s.l. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt eins og hún nú liggur fyrir. þá leggur nefndin til að tillaga að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði verði einnig samþykkt.


2. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014 til samræmis við nýtt deiliskipulag sbr. lið 1.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveiar 1994 - 2014 í samræmi við tillögu að deiliskipulagi sbr. lið 1. Nefndin samþykkir tillöguna.

 

3. Umsókn Egils Jónssonar um leyfi til að láta skipuleggja lóðir fyrir þrjú íbúðarhús í landi Syðri-Varðgjár.
Nefndin leggur til að erindinu verði frestað en leitað verði upplýsinga um fyrirætlanir Vegagerðarinnar hvar varðar legur þjóðvegar 828 og/eða endurbyggingu hans.

 

4. Umsókn Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar um leyfi til að breyta vélageymslu á öngulsstöðum I í íbúðarhús ásamt vinnuaðstöðu. Húsið fái sjálfstæða lóð. Einnig að íbúðarhúsi á jörðinni verði með formlegum eignaskiptasamningi breytt í tvær íbúðir með sameiginlegri lóð.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.

 

5. Umsókn Guðmundar Lárussonar um leyfi til að skipta lóð Ekru í landi Ytri-Varðgjár í tvær lóðir. Jafnframt að samþykkt verði lóð fyrir einbýlishús á milli Austurbergs og Ekru sbr. meðf. afstöðumynd dags. í júní 2003 og að breyta landi Reinar III í íbúðarhúsalóðir.
Nefndin leggur til að staðfest verði skipting lóðar Ekru í tvær lóðir en frestar að taka afstöðu til byggingar á þeirri lóð, sem til verður við skipinguna og frestar afgreiðslu á umsókn um nýja íbúðarhúsalóð á milli Austurbergs og Ekru með vísan til afgreiðslu 3. liðar. þá legur nefndin til að erindi um íbúðarhúsalóðir í landi Reinar III verði vísað til endurskoðunar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014.

 

6. Umsókn þórs Hjaltasonar um leyfi til að stækka fjóshlöðu á Akri
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.

 

7. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Brúnahlíðarhverfinu. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur

nýjum lóðum
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?