Skipulagsnefnd

222. fundur 08. september 2014 kl. 08:36 - 08:36 Eldri-fundur

222. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, föstudaginn 5. september 2014 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Sigurgeir B. Hreinsson.

Dagskrá:

1.  1205031 - áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
Ein athugasemd barst við grein 2.9.8 í Viðauka með skýringum og viðbótum við staðfest skipulag frá Garðari Má Birgissyni þann 27. ágúst 2014.

þar er áhyggjum lýst af hugsanlegri nýtingu þess svæðis sem liggur norðan ár sem skilur að Stokkahlaðir 1 og Stokkahlaðir 2 og er austan Eyjafjarðarbrautar vestari. í texta viðaukans gr. 2.9.8 segir að skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar hafi samþykkt að það þjónustusvæði sem nú er á Stokkahlöðum 2 verði útvíkkað og heimilt verði ,,að reisa allt að tveim byggingum norðan ár undir geymslu- og þjónustusvæði“. Fram koma áhyggjur af því að þar verði reist gámasvæði eða komið á fót annarskonar starfsemi sem eykur umferð eða hefur veruleg áhrif á útsýni frá íbúðarhúsinu á Stokkahlöðum 1.

Svæðið sem um ræðir er merkt með gulum lit og skilgreint í skipulagsreglugerð 90/2013, gr. 6.2 c-lið sem ,,Verslun og þjónusta (Vþ)“. Grein 6.2 fjallar um stefnu um landnotkun og þar segir um verslun og þjónustu að það sé svæði ,,þar sem gert er ráð fyrir verslun og þjónustu, þ.m.t. hótelum, gistiheimilum, gistiskálum, veitingahúsum og skemmtistöðum.“ önnur landnotkun er ekki skilgreind í skilmálum gildandi aðalskipulags.

í ljósi ofangreindra skilyrða þá er ekki heimilt að hafa þá starfsemi á reit Vþ13 sem bréfritari lýsir áhyggjum af í erindi sínu. Jafnframt bendir skipulagsnefnd á að eftir er að deiliskipuleggja svæðið og ekki liggur fyrir hvers konar þjónusta eða starfsemi muni verða á svæðinu.
þar sem ekki er um eiginlegar tillögur bréfritara að ræða tekur skipulagsnefnd ekki frekari afstöðu til málsins.

Skipulagsnefnd samþykkir, Viðauka með skýringum og viðbótum við staðfest aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005-2025, sem auglýst var 7. júli 2014.
   
2.  1408009 - Umsókn um leyfi f. frístundahús
Vilberg Jónsson, Kommu, sækir um leyfi til að byggja frístundahús í landi Kommu. Með umsókninni fylgja uppdrættir skv. greinargerð 1 með aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
  

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:44

 


 

Getum við bætt efni síðunnar?