Skipulagsnefnd

227. fundur 05. febrúar 2015 kl. 08:14 - 08:14 Eldri-fundur

227. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 4. febrúar 2015 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurgeir B Hreinsson.

Dagskrá:

1. 1412041 - Háaborg - Bryndís Símonardóttir - umsókn afmörkun og skipulagningu lóðar nyrst í landi Háuborgar
Samkvæmt skipulagsreglugerð gr. 5.3.2.5.d, er ekki heimilt að staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m.
Skipulagsnefnd óskar eftir skriflegum rökstuðningi frá umsækjanda fyrir staðsetningu fyrirhugaðs byggingarreits innan skilgreindra fjarlægðamarka skv. fyrrgreindri reglugerð.

2. 1409007 - Landsskipulagsstefna
Lagt fram til kynningar.

3. 1410017 - Álfaklöpp - Þórður Harðarson - sækir um leyfi til að byggja gestahús á eignarlóð sinni
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem umsóknin er ekki samkvæmt deiliskipulagi Brúarlands-Leifsstaða frá sept. 2005.
Umsækjandi getur óskað eftir breytingu á gildandi deiliskipulagi.

4. 1411025 - Öngulstaðir 1 - Hákon Hákonarson - ósk um að breyta sumarhúsalóð í íbúðarhúsalóð
Ef breyta á lóðinni úr frístundalóð í íbúðarlóð kallar það á breytingu á aðalskipulagi þar sem ekki er heimilt að hafa íbúðarlóð á skilgreindu svæði fyrir frístundabyggð. Þessi breyting á aðalskipulagi er ekki heimil þar sem það er tekið fram í gildandi aðalskipulagi að ekki verði heimiluð fleiri íbúðarsvæði.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu.

5. 1501009 - Landsnet - Matslýsing vegna kerfisáætlunar 2015-2024
Lagt fram til kynningar.

Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur sat fundinn.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35

Getum við bætt efni síðunnar?