Skipulagsnefnd

222. fundur 21. maí 2015 kl. 08:43 - 08:43 Eldri-fundur

222. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 20. maí 2015 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:
Sigmundur Guðmundsson formaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Beate Stormo aðalmaður, Þór Hauksson Reykdal aðalmaður, Lilja Sverrisdóttir aðalmaður, Gunnhildur Jakobsdóttir áheyrnarfulltrúi, Benjamín Örn Davíðsson áheyrnarfulltrúi, Rósfríður Fjóla Þorvaldsdóttir áheyrnarfulltrúi, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Hugrún Sigmundsdóttir embættismaður, Stefán Árnason embættismaður og Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Þór Hauksson Reykdal.

Dagskrá:

1. 1504019 - Vinnumat - Kynning á vinnumatsþætti kjarasamnings Félags grunnskólakennara
Lagt fram til kynningar.

2. 1503017 - Krummakot - Skóladagatal 2015-2016
Skólanefnd samþykkir skóladagatal Krummakots 2015 - 2016.

3. 1505015 - Starfsmannakönnun - Krummakot 2015 - Skólavogin
Lagt fram til kynningar.

4. 1505016 - Hrafnagilsskóli - Staða rekstrar fyrstu þrjá mánuði ársins 2015
Lagt fram til kynningar. Stefán skrifstofustjóri fór yfir stöðu fjármála. Rekstur skólans er 2% yfir áætlun tímabilsins, skýringar þess eru aðallega aukinn kostnaður vegna kaupa á ýmsum búnaði.

5. 1505017 - Krummakot - Staða rekstrar fyrstu þrjá mánuði árins 2015
Lagt fram til kynningar. Stefán skrifstofustjóri fór yfir stöðu fjármála. Rekstur leikskólans er 7% yfir áætlun tímabilsins, skýringar þess eru aðallega aukinn kostnaður vegna fjölgunar barna.

6. 1505018 - Stjórnunarfyrirkomulag í Hrafnagilsskóla skólaárið 2015-2016
Skólastjóri grunnskóladeildar lagði til breytingar á stjórnskipulagi grunnskóladeildar á þann hátt að veturinn 2015-2016 yrði skólastjóri í 100% stöðu og aðstoðarskólastjóri í 100% stöðu. Jafnfram yrði 40% staða deildarstjóra lögð niður.

Skólanefnd samþykkir tillögu skólastjóra enda sé ekki um að ræða aukinn launakostnað vegna breytinganna.

7. 1505014 - Starfsmannakönnun - Hrafnagilsskóli 2015 - Skólavogin
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?