Skipulagsnefnd

36. fundur 11. desember 2006 kl. 21:19 - 21:19 Eldri-fundur

36. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 11. okt. 2004 kl. 17.25.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð
.


1. Breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar  1994 - 2014 og Svæðisskipulagi  Eyjafjarðar 1998 - 2018 vegna þverár I
Breytingin, sem gerir ráð fyrir tveimur svæðum undir frístundabyggð í landi þverár I, var auglýst eins og lög gera ráð fyrir og rann athugasemdafrestur út 7. júlí s. l. Skipulagsnefnd afgreiddi svör við athugasemdum á fundi sínum þann 8. júlí og  mælti með að  sveitarstjórn samþykkti breytingarnar sem og tillögu að deiliskipulagi annars svæðisins. Sú tillaga var staðfest af sveitarstjórn á fundi hennar 13. júlí s. l. þegar óskað var eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar á tillögunum kom í ljós að í maí s. l. hafði úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála, sem starfar skv. ákvæði í skipulags- og byggingarlögum, fellt úr gildi samþykkt deiliskipulag á þeim forsendum að óheimilt væri að samþykkja deiliskipulag í sveitarstjórn fyrr en samsvarandi aðalskipulagsbreyting hefði verið staðfest af umhverfisráðherra, hafi deiliskipulagstillagan verið auglýst samhliða auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi sbr. 2. ml. 2. mgr. 23. gr. skipulags- og byggingarlaga,  eins og segir í bréfi Skipulagsstofnunar frá 17. ág. s. l.  í bréfinu er það lagt fyrir skipulagsnefnd/sveitarstjórn að taka málið aftur upp til afgreiðslu og samþykkja að nýju breytingu á Svæðisskipulaginu og Aðalskipulaginu, sem má gera á sama fundi, og deiliskipulagstillöguna þegar ráðherra hefur staðfest fyrrnefndu breytingarnar. Skipulagsnefnd beinir því þeim tilmælum til sveitarstjórnar að hún taki að nýjun til afgreiðslu tillögu að breytingu á  Svæðisskipulagi Eyjafjarða 1998 - 2018 og Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014 vegna þverár I. Svæðisskipulagstillagan var auglýst sem óveruleg. 7 af þeim 10 sveitarfélögum (Eyjafjarðarsveit meðtalin), sem aðild eiga að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998 - 2018, hafa lýst því yfir skriflega að þau geri ekki athugasemd við tillöguna.Tillaga að deiliskipulagi frístundasvæðisins, sem auglýst var samhliða, verði tekin til afgreiðslu að nýju í sveitarstjórn þegar ráðherra hefur staðfest svæðis- og aðalskipulagsbreytingarnar.


2. Tillaga að deiliskipulagi Djúpadalsvirkjunar 1 og Djúpadalsvirkjunar 2
Tillagan hefur verið auglýst eins og lög gera ráð fyrir og rann athugasemdafrestur út  22. sept. 2004. Engar athugasemdir voru gerðar við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna með vísan til 3. tl. ákvæða til bráðabirgða í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.
 
3. óveruleg breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998 - 2018 vegna nýrrar legu reiðvegar (stofnleiðar) framan Miðbrautar
Tillagan var kynnt sem óveruleg og rann athugasemdafrestur út 22. sept. s. l. Sjö af þeim tíu sveitarfélögum (Eyjafjarðarsveit meðtalin), sem aðild eiga að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998 - 2018, hafa lýst því yfir að þau geri ekki athugasemd við tillöguna.  Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillöguna óbreytta.

 

4. Breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014 vegna nýrrar legu reiðleiðar (stofnleiðar) frá Akureyri að Melgerðismelum
Tillagan hefur verið auglýst með þeim hætti, sem lög ákveða, og rann athugasemdafrestur út þann 22. sept. 2004.  Fyrir liggja athugasemdir frá lögmannsstofunni Lögviti ehf. f. h. Jóns Stefánssonar, kt. 291019-3829, og önnu Aðalheiðar Guðmundsdóttur, kt. 100529-4409, eigenda og ábúenda á Munkaþverá. í þeim er andmælt legu leiðarinnar yfir nytjalönd ábúenda, þeirri skerðingu á landgæðum, sem af mun leiða, auk þess sem vísað er til  áralangrar armæðu, sem þau hjón hafi haft af umferð hestamann um land sitt með tilheyrandi jarðraski o. fl.  Umsögn er fyrirliggjandi frá Vegagerðinn (dags. 20. sept. 2004), þar sem  því er lýst að stofnunin telji mjög jákvætt að færa eigi reiðleiðina frá Eyjafjarðarbraut eystri  á bakka Eyjafjarðarár. Landgræðsla ríkisins bendir á (bréf dags. 16. sept. 2004), að reiðvegur á bökkum Eyjafjarðarár við Stóra-Hamar og Grund verði í hættu nema ráðist verði í fyrirhleðsluframkvæmdir í Eyjafjarðará. Að öðru leyti hefur stofnunin ekkert við tillöguna að athuga.  Veiðimálastjóri  leggur á það áherslu í bréfi dags. 30. ág. 2004 að reiðleið verði staðsett þannig að sem minnstu ónæði valdi veiðiskap og því sé æskilegt að leiðin verði a. m. k. 50 m frá ánni. þá bendir veiðimálastjóri á nauðsyn samstarfs við Veiðifélag Eyjafjarðarár um útfærslur. Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár fagnar því í bréfi dags. 20. sept. 2004 ?að nú hylli undir lausn á reiðvegamálum í Eyjafjarðarsveit á leiðinni frá Akureyri fram á Melgerðismela.? þá er í bréfinu bent á nokkur atriði, sem félagið telur að hafa verði í huga komi til framkvæmda við lagningu leiðarinnar s. s. að nákvæm verklýsing liggi fyrir áður en framkvæmdir eru hafnar o. fl.  Skipulagsnefnd telur að í umsögnum/erindum Vegagerðarinnar, Landgræðslu ríkisins, Veiðimálastjóra og stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár komi ekki fram bein andmæli við hugmyndir að legu reiðleiðarinnar heldur fyrst og fremst ábendingar og óskir um samstarf. Með vísan til þess mælist nefndin til að náið samstarf og samráð verði haft við alla þá sem hagsmuna eiga að gæta gagnvart hugsanlegum framkvæmdum. Athugsasemdum Lögvits ehf. f. h. eigenda og ábúenda Munkaþverár þarf að svara með formlegum hætti. Nefndin felur sveitarstjóra að taka saman drög að svari við athugasemdum Lögvits ehf. á  grundvelli umræðu á fundinum og þeirrar stefnumótunar, sem fram kemur í skýrslu reiðveganefndar frá því mars 2000.
 
5. Erindi Sveinbjörns Sigurðssonar ehf. dags. 22. sept. 2004
Sótt er um leyfi til að láta skipuleggja frístundabyggð fyrir 15 hús á 6.0 ha. svæði í landi  Syðri-Varðgjár. ófullgerður uppdráttur fylgir með erindinu. Skipulagsnefnd leggur til að erindi þessu verði vísað til þeirrar endurskoðunar, sem nú stendur yfir á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014, enda ber þar að móta stefnu um landnotkun á viðkomandi svæði.

6. Erindi óskars Kristjánssonar, Grænuhlíð, dags. 27. sept. 2004
í erindinu er sótt um leyfi til að byggja vélaskemmu á jörðinni Grænuhlíð. Yfirlits- og afstöðumyndir fylgja með erindinu. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.

7. Erindi Harðar Edvinssonar, Fífilgerði, dags. 14. sept. 2004
í erindinu er sótt um leyfi til að byggja íbúðarhús á leigulóð úr landi Fífilgerðis. Yfirlits- og afstöðumyndir fylgja með erindinu. Nefndin leggur til að erindinu verði vísað til þeirrar endurskoðunar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014, sem nú stendur yfir, enda ber þar að móta stefnu um landnotkun á viðkomandi svæði.


8. Tillaga að deiliskipulagi Kroppslands
Fyrir liggur uppdráttur dags. í júlí 2004 ásamt með greinargerð.  Tillagan gerir ráð fyrir umfangsmikilli byggð íbúðar- og frístundahúsa  á ca 100  ha. svæði í brekkunum vestan Eyjafjarðarbrautar vestri milli Grísarár og öldulækjar. Gert er ráð fyrir að byggðin deilist í nokkur svæði sem aðskilin verða með skógrækt. Frístundasvæðin eru í meginatriðum 5 með samtals 144 húsum, en íbúðarhúsasvæðin eru 3 með 41 húsi þar af 37 á tveimur hæðum. þá er gert ráð fyrir tveimur verslunar- og þjónustuhúsum á flöt austan Eyjafjarðarbrautar vestri. þar er einnig gert ráð fyrir tjald- og fellihýsasvæði. Skipulagsnefnd hefur áður lýst yfir stuðningi við fyrirhugaða byggð af þessum toga í landi Kropps. Hún telur hins vegar að gera þurfi nánari grein fyrir eftirfarandi atriðum áður en tillagan fer til lokaafgreiðslu:

Hvort fráveita verði sameiginleg fyrir allt svæðið eða hluta þess?
Ef fráveitan verður aðgreind eftir svæðum þarf að sýna hvert fráveitusvæði fyrir sig.
Gera þarf grein fyrir staðsetningu fráveitulagna á uppdrætti.

Nefndin bendir jafnframt á, að í umfjöllun um endurskoðun á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 ? 2014 hefur sú hugmynd verið rædd að Eyjafjarðarbraut vestri færðist austur fyrir Reykárbyggðina og fari á bakka Eyjafjarðarár. Nefndin gerir þann fyrirvara við framlagða tillögu að fullt tillit verði tekið til þeirrar hugmyndar.


9. Drög að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi  Brúarlands
Tillöguuppdráttur og stutt greinargerð frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og Teiknistofunni Form fylgir erindinu. Uppdrátturinn sýnir 5 lóðir fyrir íbúðarhús á tveimur hæðum sunnan núverandi heimreiðar að Brúarlandi. Nefndin gerir í sjálfu sér ekki athugasemd við hugmynd að nýtingu þess skika, sem sýndur er á uppdrættinum en mælir með að  litið verði á svæðið sunnan Brúnahlíðar, sem eitt skipulagssvæði og hönnuðum því gert að gera grein fyrir nýtingu þess í heild. Slík tillaga taki mið af því, að háspennulína, sem liggur yfir svæðið verði jarðsett eða færð út fyrir skipulagsreitinn. þá bendir nefndin á að íhuga þarf gaumgæfilega staðsetningu rotþróar, sem skv. uppdrættinum er mjög nálægt vegsvæði og hugsanlega yrði siturlögnin öll innan þess. Hönnuðum/landeiganda verði gert að leggja fram umsögn heilbrigðiseftirlitsins við þessa staðsetningu. þar komi fram áætlun um mótvægisaðgerðir, ef þessi staðsetning kæmi til að valda vandræðum í umhverfinu s. s. vegna lyktarmengunar eða ef mengað vatn leitaði upp á yfirborðið þegar neðar kemur í brekkurnar.  þá þarf jafnframt að liggja fyrir umsögn Vegagerðarinnar. Tillögunni er að öðru leyti vísað til þeirrar endurskoðunar, sem nú fer fram á gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.


10. Tímaáætlun og lokavinnsla endurskoðunar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún eigi ásamt skipulagsnefnd fund með Benedikt Björnssyni, arkitekt, þar sem farið verði yfir atriði sem lúta að landnýtingu og annari stefnumótun í endurskoðuðu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Janfnframt verði á fundi með Benedikt farið yfir drög að greinargerð með skipulagstillögunni. Að lokinni þess konar yfirferð og kynningu verði sett upp tímaáætlun um áframhald verksins, sem við það miðist að tillagan hafi öðlast gildi í síðasta lagi í lok maí 2005.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.10.

Getum við bætt efni síðunnar?