Skipulagsnefnd

37. fundur 11. desember 2006 kl. 21:20 - 21:20 Eldri-fundur

37. fundur skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi laugardaginn 4. desember 2004, kl. 17.00.
Mættir voru Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Sigurður Eiríksson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.



1. úthlutun lóða við Laugartröð, Meltröð og Skógartröð

í okt. s. l. voru auglýstar til umsóknar lóðirnar nr. 3, 5, 7 og 9 við Laugartröð, nr. 2 og 4 við Meltröð og lóðin nr. 1 við Skógartröð.
Eftirfarandi umsóknir bárust um fyrrnefndar lóðir:


Frá Sigurbirni Benediktssyni, kt. 221152-5499, Snægili 1, Akureyri, um lóð nr. 3 við Laugartröð. Nefndin mælir með að umsækjanda verði veitt lóðin.

Frá Gunnari Val Eyþórssyni, kt. 170868-5609, öngulsstöðum III, um lóðir nr. 2 og 4 við Meltröð. Gunnar Valur vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið. Nefndin leggur til að honum verði veittar lóðirnar og mælist hún til þess að við hönnun húsanna verði útlit þeirra samræmt.

Frá Ruval ehf., kt. 591200-3050, Lyngholti  6, Akureyri, og Tryggva J. Heimissyni, kt. 031271-4799, Skólatröð 4, Eyjafjarðarsveit, 
um lóðina nr. 1 við Skógartröð. Nefndin samþykkti að draga á milli umsækjenda um lóðina nr. 1 við Skógartröð og kom upp nafn Tryggva J. Heimissonar og mælir nefndin með að honum verði veitt lóðin.


2. Umsókn um byggingarleyfi

Stefán árnason og Vaka Jónsdóttir, sækja með bréfi dags. 6. nóv. 2004 um leyfi til að reisa bílgeymslu og byggja við íbúðarhús sitt í landi Punkts. Meðfylgjandi bréfinu er afstöðumynd og yfirlýsing nágranna um að þeir leggist ekki gegn umræddum framkvæmdum.
Skipulagsnefnd mælir með að erindið verði samþykkt.


3. Umsókn um undanþágu frá skipulagsskilmálum

Jón Guðmundsson, arkitekt, f. h. Björns Steinars Sólbergssonar, sækir um leyfi til að hús, sem hann hyggst reisa á lóð sinni úr landi Syðri-Varðgjár, megi vera með tvíhalla þaki í stað valmaþaks eins og skipulagsskilmálar kveða á um. Nefndin tekur undir röksemdir umsækjanda og  mælir með að erindið verði samþykkt.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.35.

Getum við bætt efni síðunnar?