Skipulagsnefnd

38. fundur 11. desember 2006 kl. 21:20 - 21:20 Eldri-fundur

38. fundur skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 27. jan. 2005 kl. 16.00.
Mættir: Hólmgeir Karlsson. Gunnar Valur Eyþórsson, Sigurður Eiríksson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.


1. Erindi Gunnars Th. Gunnarssonar, Leifsstöðum, dags. 17. jan. 2005 um leyfi til að stækka húsnæði Gistihússins Leifsstaða
Sótt er um leyfi til að stækka núverandi veitingaaðstöðu í norðurenda gistihúss-ins um ca. 28 ferm til austurs. Gert er ráð fyrir að byggingin verði á tveimur hæðum og hringstigi á milli. Efri hæðin er stækkun á veitingaaðstöðu en á neðri hæðinni er gert ráð fyrir snyrtingum, sem þjóni bæði veitingastofunni og golfvelli, sem liggur umhverfis gistihúsið.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.

2. Erindi Laugarlands ehf., dags. 7. jan. 2005, um leyfi til byggingar mjaltafjóss  á jörðinni Hrafnagili
Fyrirhugað mjaltafjós er áætlað ca. 350 ferm. sem viðbygging til suðurs og austurs frá núverandi fjóshlöðu. Mænishæð verður sú sama og á fjósi.
Nefndin leggur til að erindinu verði frestað og að sveitarstjóra verði falið að afla frekari gagna frá umsækjanda.

3. Erindi/greinargerð (ódags.) Bergsteins Gíslasonar um skipulag íbúðarbyggðar í landi Leifsstaða
Með erindinu fylgir uppdráttur sem sýnir tvö lítillega aðgreind  skipulagssvæði fyrir 15 og 22 íbúðarhús. í greinargerð eru skipulagshugmyndir og forsendur skýrðar. þar kemur m. a. fram að lóðir verði stórar eða að meðaltali um 2000 ferm. í frumdrögum að skipulagi svæðisins eru hins vegar einungis sýndar 4 lóðir sem ná þeirri stærð. þær minnstu eru tæpir 1500 ferm. og virðist meðalstærð vera 16 - 1700 ferm. Yrðu lóðir stækkaðar í 2000 - 2500 ferm. yrði húsafjöldi 25 - 30 í stað 37. á fundi skipulagsnefndar þann 28. maí 2004 voru á dagskrá málefni íbúðarbyggðar í landi Brúarlands og Leifsstaða. þá var eftirfarandi bókað:

"Nefndin leggur til að ekki verði leyfð ný íbúðargata austan núverandi íbúðarbyggðar í landi Brúarlands. Hins vegar telur nefndin ásættanlegt að skipulögð verði byggð fyrir nokkur íbúðarhús sunnan og vestan núverandi bæjarhúsa jarðarinnar. þá telur nefndin hugmyndir að 42ja húsa byggð í Leifsstaðalandi of stóra í sniðum og ekki í takti við þær  áætlanir, sem til umfjöllunar eru í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins."
 
Nefndin leggur til að erindinu verði frestað og nánari upplýsinga verði aflað um fyrrikomulag á fyrirhuguðu skipulagssvæði s. s. stærð lóða, frárennsli o. fl.
Jafnframt þarf að hafa samráð við Vegagerð um endurbætur á Leifsstaðavegi.


4. Erindi Guðmundar Lárussonar dags. 15. nóv. 2004 um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóð úr landi Ytri-Varðgjár og að skipuleggja lóð fyrir ca. 6 íbúðarhús í landi Reinar
Tillaga að breytingum á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014 var til umfjöllunar á 34. fundi skipulagsnefndar þann 8. júlí 2004. þá var eftirfarandi bókað varðandi lóðina úr landi Syðri-Varðgjár:


"Engar athugasemdir bárust við þessa tillögu en í 27. fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 6. júlí er á það bent að lóðin sunnan Ekru geti vart talist byggingarhæf. Nefndin fellst á þessa ábendingu og mælir með að ekki verði samþykkt bygging á umræddri lóð."

Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til að falla frá fyrri afgreiðslu og telur að hafna eigi erindinu. í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins er hins vegar gert ráð fyrir íbúðarsvæðis fyrir 4 - 6 einbýlishús í landi Reinar.


5. Erindi Stefáns Helgasonar um leyfi til byggingar einbýlishúss á lóð úr landi "áttunnar."
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt og því vísað til afgreiðslu í þeirri endurskoðun sem nú fer fram á gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.


6. Deiliskipulag íbúðarsvæðis í landi Syðri-Varðgjár  
Skipulagsstofnun hefur gert athugasemd við þá gjörð að afgreiða deiliskipulagstillögu á sama fundi og afgreidd er tillaga að breytingu á aðalskipulagi, sem deiliskipulagstillaga  byggir á (bréf dags. 28. okt. 2004). Nefndin afgreiddi tillöguna með þeim hætti á 34. fundi sínum þann 8. júlí 2004. Auk þessi gerði Skipulagsstofnun í sama bréfi þá athugasemd við deiliskipulagið að fjarlægðarmörk frá þjóðvegi væru ekki virt sbr. skipulagsreglugerð. Umhverfisráðuneytið, sem skv. lögum getur veitt undanþágu frá þessu ákvæði reglugerðarinnar, hefur nú veitt slíka undanþágu varðandi umrætt svæði sbr.  bréf ráðuneytisins dags. 7. jan. 2005. 
Með vísan til framanskráðs leggur nefndin til að sveitarstjórn staðfesti að nýju deiliskipulag íbúðarsvæðis fyrir þrjú hús í landi Syðri Varðgjár.


7. Athugasemdir við auglýsta tillögu að skipulagi óshólmasvæðis Eyjafjarðarár

Frestur til að skila athugasemdum við tillöguna rann út þann 19. jan. 2005. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum 12 aðilum:

Herði Snorrasyni og Helgu Hallgrímsdóttur, Hvammi Eyjafjarðarsveit.
Einari Jóhannssyni og Sólveigu Jóhannsdóttur, Eyrarlandi, Eyjafjarðarsveit.
Sigríði Harðardóttur og Svavari Harðarsyni, Ytri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit.
Agli Jónssyni, Syðri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit.
Jóni G. Benjamínssyni, Ytri-Tjörnum 2, Eyjafjarðarsveit.
Kristjáni Hannessyni og Olgu ágústsdóttur, Kaupangi, Eyjafjarðarsveit.
Hannesi Kristjánssyni, Kópavogi.
Helgu Kristjánsdóttur, Reykjavík.
Valgerði Kristjánsdóttur, Hvammstanga.
ágústi Kristjánssyni, Reykjavík.
Sigríði Kristjánsdóttur, Kópavogi.
Jóhannesi árnasyni, Akureyri.


þá barst greinargerð frá Umhverfisstofnun eftir að athugasemdafrestur var útrunninn. Greinargerðin er dags. 24. jan. 2005.


Umsjónarnefnd óshólmasvæðisins, sem skipuð er skv. ákvæði í samningi milli Akureyrarbæjar og Eyjafjarðarsveitar sbr. samþykkt um hverfisvernd svæðisins, hefur fylgst með vinnslu deiliskipulagstillögunnar. Með vísan til þess leggur skipulagsnefnd til að afgreiðslu á athugasemdunum verði frestað en þeim þess í stað vísað til umsagnar umsjónarnefndarinnar.



Fundi slitið kl 17.05.

Getum við bætt efni síðunnar?