Skipulagsnefnd

239. fundur 26. janúar 2016 kl. 13:15 - 13:15 Eldri-fundur

239. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 25. janúar 2016 og hófst hann kl. 15.00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Ómar Ívarsson.
Fundargerð ritaði: Sigurgeir B Hreinsson .

Leitað var afbrigða að taka nýtt mál inn á fundinn. Auglýsingu um breytingu á aðalskipulagi, stígur milli Hrafnagils og Akureyrar.
Dagskrá:

1. 1601016 - Athugasemdir við kynningu á breytingu á aðalskipulagi

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi er í samræmi við athugasemdir í erindi Jóhanns.

2. 1601027 - Athugasemdir við kynningu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi er í samræmi við athugasemdir í erindi Eiríks.

3. 1601032 - Athugasemd við kynningu á breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar
Bókunin gefur ekki tilefni til ályktunar.

4. 1601034 - Athugasemdir við kynningu á breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar
Bókunin gefur ekki tilefni til ályktunar.

5. 1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6. 1601022 - Gilsá 1 - Ósk um stækkun lóðar
Erindið samþykkt.

7. 1601023 - Gilsá 1 - Sótt er um að lóðin (nr. 192623)undir íbúðarhúsinu verði tekin undan landi Gilsár 1 (nr. 152600)
Erindið samþykkt.

8. 1601024 - Umsókn um sameiningu jarðanna Gilsár 1 og Ness
Nefndin gerir ekki athugasemdir við áform um sameiningu jarðanna.

9. 1512013 - Norðurlandsskógar óska eftir heimild til að hefja framkvæmdir við skógrækt í Laugarengi
Skipulagsnefnd telur að framkvæmd við skógrækt í Laugarengi muni ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í Laugarengi.

10. 1601030 - Sandtaka í Eyjafjarðará í landi Reykhúsa
Undir þessum lið vék formaður skipulagsnefndar Anna Guðmundsdóttir af fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Við útgáfu framkvæmdaleyfis verða sett skilyrði um vinnslu og frágang á svæðinu.

11. 1601031 - Umsókn um rekstrarleyfi fyrir Holtsel kaffihús
Erindið samþykkt, enda í samræmi við gildandi aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar.

12. 1601033 - Breyting á byggingarlínu við Bakkatröð
Skipulagsnefnd fellst á rök umsækjanda fyrir breytingu á byggingarlínu og leggur til við sveitarstjórn um umsækjenda verði veitt heimild til að láta vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,
enda liggi fyrir samþykki eigenda umræddra lóða.

13. 1601018 - Samræming á verklagi um afmörkun lóða innan sveitarfélaga þar sem er að finna mannvirki á vegum orkufyrirtækja
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.

14. 1510035 - Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005 -2025 - verk-, kostnaðar- og tímaáætlun
Erindinu frestað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.10

Getum við bætt efni síðunnar?