Skipulagsnefnd

47. fundur 11. desember 2006 kl. 21:24 - 21:24 Eldri-fundur

47. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 2. jan.  2006 kl. 17.00.

Mættir voru Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.


1.Erindi Baldurs Heiðars Haukssonar, Hrafnagilsstræti 35, Akureyri, dags. 9. nóv. 2005, um leyfi til að byggja 4 íbúðarhús á 1,3 ha lóð á skipulögðu frístundasvæði í Leifsstaðabrúnum.

Erindi frá Baldri H. Haukssyni var áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 10. okt. 2005 en þar kynnti hann hugmynd að byggingu 6 íbúðarhúsa á umræddu landi. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu. í því erindi, sem nú er til umfjöllunar, er farið fram á að skipulagsnefnd endurskoði fyrri afgreiðslu sína og heimili byggingu fjögurra íbúðarhúsa á landskikanum. Nefndin ítrekar fyrra álit sitt þess efnis að ekki koma til álita að leyfa íbúðarbyggð á þeim stað, sem um ræðir, enda er þar fyrir  skipulögð frístundabyggð.

2. Erindi Benedikts Hjaltasonar, dags. 5. des. 2005, um breytingu á landnotkun skika úr Hrafnagilsjörðinni.
Um er að ræða 1,7 ha. lands sunnan gamalla fjárhúsa og er það sýnt á meðfylgjandi afstöðumynd. Skikanum verði skipt í tvær lóðir. Syðri lóðin yrði 0,6 ha. og þar leyft að byggja iðnaðarhúsnæði en nyrðri hlutinn yrði 1,1 ha og ætlaður fyrir íbúðarhús.
Skipulagsnefnd mælir með að erindið verði samþykkt.


3.  Erindi Bergsteins Gíslasonar, dags. 12. des. 2005, um leyfi til að hefja vega-gerð í landi Leifsstaða.
í erindinu er vísað til samþykkts deiliskipulags frá 24. okt. 1990. Skipulagið gerir ráð fyrir frístundabyggð á svæðinu milli Leifsstaðavegar og lóðar Gistheimilisins Leifsstaða og upp í brekkurnar norðan og ofan umræddrar lóðar. Umræddur vegur tengist Leifsstaðavegi að sunnan og liggur í sveig til norður og austurs.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga hjá umsækjanda.
     
4. Erindi KKA, Akstursíþróttafélags vélsleða- og vélhjólamanna á Akureyri, dags. 8. des. 2005.
Sótt er um leyfi til ísaksturs á flæðum í landi Hvamms. Eigendur Hvamms hafa fyrir sitt leyti samþykkt að félagsmenn KKA fái "að aka á mótórhjólum á landi jarðarinnar austan þjóðvegarins þegar þar er ís."
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.
    
5. Umsóknir um lóðirnar nr. 2 og 4 við Meltröð í Reykárhverfi.

Eftirfarandi umsóknir hafa borist um lóðirnar:

a. Frá Norðlenskum aðalverktökum, Kili, Aðaldal
b. Frá ívari Ragnarssyni, Gásum, Hörgárbyggð.

þá sækja Arnþór ólafsson og ómar ó. Bjarkarson, Akureyri, sameiginlega um aðra hvora lóðina til að byggja þar parhús, sem er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Skipulagsnefnd  hafnar þeirri umsókn. Dregið var á milli umsækjenda sbr. a og b lið og kom upp nafn Norðlenskra aðalverktaka.


6. Erindi frá Vaðlabyggð ehf., dags. 9. nóv. 2005, um breytingar á aðalskipulagi.

Fyrirtækið hefur keypt jörðina Ytri-Varðgjá og fer fram á að landnýtingu sbr. gildandi aðalskipulag verði breytt. Með erindinu fylgir yfirlitsmynd, sem sýnir það svæði sem um er að ræða. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur sveitarstjóra að afla nánari gagna hjá Vaðlabyggð ehf. um fyrirætlanir sínar. 


7. Erindi frá Jóni Bergi Arasyni, dags. 2. jan. 2006.

í erindinu er farið fram á breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi þverár I. Gildandi skipulag gerir ráð fyrir 7 frístundalóðum. þeim verði fjölgað um tvær skv. erindinu. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.20.

Getum við bætt efni síðunnar?