Skipulagsnefnd

243. fundur 12. maí 2016 kl. 09:53 - 09:53 Eldri-fundur

243. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 9. maí 2016 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Stefán Árnason embættismaður, Ómar Ívarsson embættismaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason .

Dagskrá:

1. 1604034 - Ósk um breytingu á vegtengingu að Fosslandi.
Skipulagsnefnd heimilar bréfritara að leggja fram breytingu á deiliskipulagi Fosslands sem felst í því að núverandi vegtenging verður sett inn í deiliskipulag sem framtíðartenging að Fosslandi. Skv. upplýsingum frá Vegagerðinni er núverandi tenging vegtæknilega betri en sú tenging sem gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi vegna fjarlægðar frá næstu vegtenginu.

2. 1605006 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju fjósi að Stekkjarflötum
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ekki er talið að fyrirhuguð framkvæmd varði hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda.

3. 1605005 - Umsókn um stofnun lóða úr landi Lækjarbrekku og úr landi Kálfagerðis. Kynning
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið.

4. 1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 var auglýst frá 9. mars til og með 20. apríl 2016. Auglýst var í Lögbirtingarblaðinu, Fréttablaðinu, Dagskránni Akureyri, heimasíðu sveitarfélagsins og fréttabréfi útgefnu af sveitarfélaginu. Skipulagsgögn voru aðgengileg á skrifstofu sveitarfélagsins, á heimasíðu sveitarfélagsins og hjá Skipulagsstofnun.
Þrjár umsagnir bárust:
1. Minjastofnun Íslands (MI), 21. mars 2016.
Bent er á að fyrirliggjandi fornleifaskráning uppfyllir ekki þær kröfur sem MI gerir vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Þá er bent á að áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út skal skráning fara fram á vettvangi í samráði við MI.

Svar: Þegar til þess kemur að gefa út framkvæmdaleyfi verður samráð haft við MI sem mun taka svæðið út á vettvangi. Ef niðurstaða þeirrar skoðunar verður sú að frekari minjaskráningar sé þörf verður sú skráning gerð.

2. Akureyrarbær, 31. mars 2016.
Bent er á misræmi á milli skipulagsuppdráttar og skýringaruppdráttar varðandi hvort reiðleiðin eða gönguleiðin er nær þjóðvegi, og að réttara sé að hafa reiðleiðina fjær þjóðvegi.

Svar: Aðeins er verið að breyta legu leiðana á hluta leiðarinnar en í gildandi aðalskipulagi er reiðleiðin sýnd nær þjóðvegi og ekki er gerð breyting á því. Misræmi á milli uppdrátta verður lagfært.

3. Vegagerðin, 14. apríl 2014.
Eins og fram kemur í skipulagstillögunni þarf að sækja um leyfi til Vegagerðarinnar, þar sem stígarnir eru á kafla innan veghelgunarsvæðis Eyjafjarðarbrautar vestri.
Ítrekað er að hafa þarf samráð við Vegagerðina varðandi hæðarsetningu á stígunum, breiddir og aðskilnað milli stíga.
Einnig er ítrekað að æskilegt er að stígar séu sem fjærst vegi, utan vegsvæðis þar sem því verður við komið.

Svar: Haft verður samráð við Vegagerðina og óskað eftir leyfi Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

Niðurstaða:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting á aðalskipulagi verði samþykkt og skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra falið að annast gildistöku hennar.

5. 1404010 - Kröflulína, Akureyri-Krafla - frá Kífsá að Bíldsárskarði
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50

Getum við bætt efni síðunnar?