Skipulagsnefnd

50. fundur 11. desember 2006 kl. 21:25 - 21:25 Eldri-fundur

50. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 27. feb  2006 kl. 17.00.

Mættir voru Hólmgeir Karlsson, Brynjar Skúlason, Gunnar Valur Eyþórsson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.


1.  Erindi Hreiðars Eiríkssonar, dags. 31. jan. 2006, um leyfi til að skipuleggja íbúðarbyggð á skika úr landi Kropps norðan Sléttu.

Nefndin leggur til að erindinu verði vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsinns.


2.  Erindi Hreiðars Sigfússonar, dags. 21. feb. 2006, um leyfi til að stofna leigulóð fyrir frístundahús úr landi  Ytri-Hóls II.

Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt með þeim fyrirvara að hús á lóðinni verði staðsett að lágmarki 50 m frá landamerkjum að Syðra-Hóli.


3.  Erindi Baldurs Haukssonar, dags. 12. feb. 2006, um leyfi til að reisa 6 sumar-hús á lóð í Leifsstaðalandi (Arnarholti).

Nefndin leggur til að samþykkt verði bygging fjögurra húsa á reitnum og að fjarlægð frá byggingarreit að norður- og austurmerkjum hans verði að lágmarki 25 m og að lágmarki 50 m að landamerkjunum að sunnan. Grunnflötur húsa verði að hámarki 100 ferm. eins og fram kemur í erindinu.


4. Erindi Vaðlabyggðar ehf., dags. 15. feb. 2006, um skipulag í landi Ytri-Varðgjár.

Erindinu vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins.


5.  Erindi Bjarna Sigurjónssonar og Sigríðar M. Jóhannsdóttur, dags. 9. feb. 2006, um leyfi til að byggja íbúðarhús á frístundalóð úr landi Syðri-Varðgjár.

Erindið hefur áður verið á dagskrá (46. fundur, 10. okt. 2005)  og var þá frestað. Nefndir frestar erindinu enn og felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um vilja og afstöðu landeiganda og lóðarhafa til breytinga á nýtingu svæðisins.

6.  Erindi Karls Karlssonar, dags. 24. feb. 2006, um skiptingu á lóð Karlsbergs.

Erindinu frestað og sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga


7.  Endurskoðun á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994- 2014.

Fyrirliggjandi tillaga rædd og sveitarstjóra falið að færa inn í greinargerð nokkrar breytingar og leiðréttingar.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.50

Getum við bætt efni síðunnar?