Skipulagsnefnd

246. fundur 06. september 2016 kl. 09:57 - 09:57 Eldri-fundur

246. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 5. september 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður  og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Starfandi skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsveitar, Ómar Ívarsson, hefur lögmæt forföll á fundinum.
Dagskrá:

1. 1603034 - Deiliskipulagstillaga að efnisnámu í landi Hvamms
1502027 - Hvammur - Heimavöllur ehf. - Ósk eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag vegna efnistöku í Hvammi (ES31)
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 15. júní til og með 27. júlí 2016.
Sex umsagnir bárust við tillöguna en engin almenn athugasemd.

Skipulagsstofnun, 28. júlí 2016.
Skipulagsstofnun bendir á að gera þarf grein fyrir núverandi byggingum innan skipulagssvæðisins en gerir ekki að öðru leyti ekki athugasemd við tillöguna og umhverfismat hennar.
Svar: Gerðar verða lagfæringar á gögnum deiliskipulags þar sem gerð verður grein fyrir núverandi byggingum innan skipulagssvæðisins.

Minjastofnun Íslands, 22. júlí 2016.
Minjastofnun Íslands ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir.
Svar: Umsögn gefur ekki tilefni til svars.

Umhverfisstofnun, 15. júlí 2016.
Umhverfisstofnun telur umrædda tillögu til fyrirmyndar og til eftirbreytni.
Svar: Umsögn gefur ekki tilefni til svars.

Skógræktin, 5. júlí 2016.
Skógræktin setur sig ekki á móti framkvæmd þessari eins og hún er kynnt í tillögu að deiliskipulagi og umhverfisskýrslu frá 18. maí 2016, en vekur athygli á að þegar skógi er eytt á samningsbundnu skógræktarsvæði ber landeigenda að endurgreiða (Norðurlandsskógum) Skógræktinni þau framlög sem þegin voru til ræktunarinnar í samræmi við 15 gr. samnings um nytjaskógrækt, lið b.
Skógræktin leggur til að áður en deiliskipulag og umhverfisáætlun verði samþykkt af sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og gefið út framkvæmdaleyfi verði tjónið metið og gengið frá uppgjöri í samræmi við 15. gr. nytjaskógasamnings frá 11.11.2005.
Svar sveitarstjóra 6. júlí 2016.
Eyjafjarðarsveit á ekki aðild að samningnum. Þá eru engin ákvæði eða kvaðir um íhlutun sveitarfélagsins viðvíkjandi framkvæmd samningsins eða breytingum á honum. Samningurinn er einkaréttarlegs eðlis.
Með vísan til þess, telur undirritaður að sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar eigi ekki aðild að umræddum samningi. Við afgreiðslu málsins mun sveitarfélagið því ekki gæta hagsmuna Skógræktarinnar, svo sem lagt er til. Er því beint til Skógræktarinnar að snúa sér beint til viðsemjanda síns vegna þessa.
Svar: Umsögn gefur ekki tilefni til svars.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, 30. ágúst 2016.
HNE óskar eftir nánari upplýsingum um fyrirhuguð mannvirki innan námunar, þ.e. hvaða mannvirki um ræðir, áætlað magn olíu á staðnum og hvort díselrafstöð verði starfrækt á svæðinu. Einnig óskar HNE eftir að upplýsingar um fráveitu og neysluvatnsöflun verði sendar embættinu ef starfsmannaaðstaða verður sett upp í námunni. Þá mun HNE setja skilyrði í starfsleyfi um vöktunarkröfur vegna rykmengunar.
Svar: Umsögn gefur ekki tilefni til svars en tekið verður tillit til umsagnar við útgáfu starfsleyfis.

Akureyrarbær, 24. ágúst 2016.
Akureyrarbær leggur áherslu á að tryggt verði að ryk- og hávaðamengun af námuvinnslu og efnisflutningum hafi ekki neikvæð áhrif á útivistarsvæðið í Kjarnaskógi.
Svar: Umsögn gefur ekki tilefni til svars en tekið verður tillit til umsagnar við útgáfu starfsleyfis.

Niðurstaða:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi efnistökusvæðis í Hvammi verði samþykkt með þeim lagfæringum sem getið er um í bókun við svari Skipulagsstofnunar og skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra falið að annast gildistöku hennar.

2. 1603033 - Umsókn um nafnabreytingu
Endurupptekið mál. Í afgreiðslu skipulagsnefndar á 241. fundi þann 4. apríl 2016, var ranglega greint að sótt hefði verið um breytingu á nafni Grænagarðs, sem skyldu verða Garður 1 og Garður 2. Jörðin Grænigarður er ekki til og bókun því röng. Að beiðni málsaðila er óskað eftir endurupptöku málsins og afgreiðslu þess í samræmi við upphaflegt erindi, þar sem Grænigarður ehf. eigandi jarðarinnar Garðs, óskar eftir því að lóð og hús (fastanr. 215-8596-03, íbúðarhús Garðars) heiti eftirleiðis Garður 1, og að lóð nr. 179209 og hús fastanr. 223-1298 (íbúðarhús Aðalsteins) heitir eftirleiðis Garður 2.
Ekki eru aðrir aðilar máls. Með vísan til heimildar í 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku máls, leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að afgreiðsla málsins á 241. fundi, sem staðfest var á 479. fundi sveitarstjórnar 6. apríl. 2016, verði felld úr gildi. Jafnframt leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að samþykkja erindi Grænagarðs ehf. um nafnabreytingu tilgreindra eigna, sem nú falla undir heitið Garður, fái heitin Garður 1 og Garður 2, í samræmi við umsókn Grænagarðs ehf.

3. 1609001 - Brúnir - umsókn um stækkun byggingarreits
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ekki er talið að fyrirhuguð framkvæmd varði hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda.

4. 1608017 - Norðurorka - Endurnýjun kaldavatnslagna á Grísarársvæði
Umsókn Norðurorku um framkvæmdaleyfi til að leggja nýja kaldavatnslögn til norðurs frá Hrafnagilshverfi og ennfremur umsókn um framkvæmdaleyfi til að leggja nýtt hitaveituinntak í Íslandsbæinn að ósk eiganda.
Fyrirliggjandi gögn gefa til kynna að ekki liggi fyrir samþykki allra landeigenda sem endurnýjun kaldavatnslagnar varðar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn um endurnýjun kaldavatnslagnar frá Hrafnagilshverfi til norðurs að Kroppi verði samþykkt, með fyrirvara um að skriflegt samþykki allra hlutaðeigandi landeigenda liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjist.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið um nýtt hitaveituinntak í Íslandsbæinn, en framkvæmdin fari fram í samráði við hlutaðeigandi lóðareiganda.

5. 1604034 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi vegna vegtengingar að Fosslandi.
Umsókn felur í sér óverulegar breytingar á deiliskipulagi, að mati skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tímabil grenndarkynningar verði stytt að uppfylltum skilyrðum 3. mgr. 44. gr. sömu laga.

6. 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Lagt fram vinnuskjal i drögum, Aðalskipulagstillaga í vinnslu 31. ágúst 2016. Eftir yfirferð er frekari umræðu frestað.

7. 1608007 - Akureyrarbær auglýsir útivistarsvæði, á svæði sem er í eigu og leigu Tómasar Inga Olrich
Lagt fram til kynningar. Erindið gefur ekki tilefni við viðbragða að svo stöddu. Sveitarstjóra falið að taka saman upplýsingar um málið og fylgjast með framvindu þess.
Í tengslum við yfirferð málsins kemur fram að Eyjafjarðarsveit hefur aðeins tilnefnt einn fulltrúa í Óshólmanefnd í stað tveggja samkvæmt samkomulagi um skipan nefndarinnar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipa annan mann við hlið núverandi fulltrúa í Óshólmanefnd.

8. 1607007 - Landsskipulagsstefna 2015-2026 - Skipulag á miðhálendi Íslands
Með erindi Skipulagsstofnunar dags. 16. júní 2016, er óskað eftir tilnefningu tengiliðar á samráðsvettvang um framfylgd landsskipulagsstefnu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að verkefnið verði falið skrifstofu sveitarfélagsins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

Getum við bætt efni síðunnar?