Skipulagsnefnd

247. fundur 27. september 2016 kl. 14:06 - 14:06 Eldri-fundur

247. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 26. september 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Anna Guðmundsdóttir formaður.

Dagskrá:

1. 1609016 - Beiðni um land undir bílastæði við Kristnes
Anna Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna hæfisreglna.

Fyrirspyrjandi kveðst eiga í viðræðum við SAK um að fá til ráðstöfunar hluta húsnæðis Kristnesspítala fyrir þjónustu- og/eða safnastarfsemi.

Afgreiðslu frestað til frekari gagna- og upplýsingaröflunar.

2. 1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins og framvindu síðustu vikna.

3. 1608005 - Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Erindi dags. 22. september 2016, þar sem Brynja Dögg Ingólfsdóttir f.h. Tjarnarvirkjunar ehf. óskar eftir að skipulags- og matslýsing deiliskipulags Tjarnarvirkjunar og breytingar á aðalskipulagi vegna deiliskipulags verði afgreidd í kynningarferli, serm er í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 15. ágúst 2016.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og matslýsing deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar, veiðifélags Eyjafjarðarár og annarra umsagnaraðila um hana.

4. 1609008 - Teigur land ehf. - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar og/eða veitinga
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu leyfis til sölu gistingar samkvæmt fyrirliggjandi umsókn.

5. 1609021 - Pálína frá Grund ehf. - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í Grund II
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu leyfis til sölu gistingar samkvæmt fyrirliggjandi umsókn.

6. 1606012 - Endurnýjun á rekstrarleyfum Öngulsstaða 3 sf.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu leyfis til sölu gistingar og veitinga samkvæmt fyrirliggjandi umsókn.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45

Getum við bætt efni síðunnar?