Skipulagsnefnd

52. fundur 11. desember 2006 kl. 21:26 - 21:26 Eldri-fundur

52. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 27. mars. 2006 kl. 17.15.

Mættir voru Hólmgeir Karlsson, Brynjar Skúlason, Gunnar Valur Eyþórsson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.


1. Erindi Vaðlabyggðar mótt. 13. mars 2006.

í erindinu er farið fram á að lóð á milli Ekru og Austurbergs verði skipt í tvær lóðir og þar leyft að byggja tvö íbúðarhús í stað eins.
Skipulagsnefnd leggur til að erindið verði samþykkt og því vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins.


2. Erindi Stefáns Ingólfssonar f. h. Stefáns Stefánssonar eiganda lóðar nr. 10 úr landi Jódísarstaða, dags. 26. mars 2006.

Farið er fram á að byggingarreiturinn verði stækkaður til austurs um 60 sm.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.


3. Erindi Snæbjörns Sigurðssonar um frístundasvæði úr landi Höskuldsstaða, ódags.

Farið er fram á að 48.5 ha spildu úr landi jarðarinnar verði breytt í svæði fyrir frístundabyggð.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt og því vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins.


4. Erindi Egils Jónssonar, Syðri-Varðgjá, um breytingu á nýtingu lands úr jörðinni, dags. 14. mars 2006.

Farið er fram á að svæði við brekkuræturnar neðan Veigastaðavegar verði breytt í íbúðarsvæði  en það er nú skilgreint sem frístundasvæði. í erindinu kemur fram að breytingin hafi ekki áhrif á gildandi leigusamninga um lóðir á svæðinu, nema leiguhafar óski þess.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt og því vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins.


5. Erindi KKA, akstursíþróttafélags, um leyfi til að starfrækja akstursbraut í landi Háagerðis fyrir torfæruhjól.

Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt enda verði notkun brautarinnar bundin þeim reglum, sem meðfylgjandi voru erindinu að viðbættu eftirfarandi:
a. æfingatími verði bundinn við tímabilið frá kl. 12.00 - 22.00.
b. Brautin verði lokuð á stórhátíðardögum.
Leyfið verði í fyrstu veitt til eins árs til reynslu.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.45.

Getum við bætt efni síðunnar?