Skipulagsnefnd

56. fundur 11. desember 2006 kl. 21:30 - 21:30 Eldri-fundur

56. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi 13. júlí  2006 kl. 20.00. Mættir voru Arnar árnason, Emilia Baldursdóttir, Brynjar Skúlason, Karel Rafnsson, óli þór ástvaldsson, Einar G. Jóhannsson og  Bjarni Kristjánsson, sem skráði fundargerð.


1. Greinargerð með tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025.
Nefndin leggur til að reiðleið sem fyrirhuguð var norður með Veigastaðavegi verði færð upp fyrir byggðina og liggi frá Bíldsárskarðsleið ofan Kaupangs og þaðan norður á Vaðlaheiðarveg.
Kynnt var tillaga Emiliu Baldursdóttur um fjarlægðarmörk miðað við ólíka landnýtingu. Formanni nefndarinnar, ásamt Karel Rafnssyni og sveitarstjóra falið að fara yfir tillöguna og meta með hvaða hætti þessum málum verði best skipað. Jafnframt er þeim falið að fjalla um niðurfellingu Fjörubyggðar sbr. tillögu Emiliu sem og tillögu hennar að ákvæðum um grenndarkynningu og hámarksstærð frístundahúsa.

2. Erindi Skógræktarfélags Eyfirðinga dags. 10. júlí 2006, tillaga að deiliskipulagi skógræktarsvæðis úr landi Saurbæjar og beiðni um framkvæmdaleyfi vegna lagningar vegslóða um svæðið dags. 11. júlí.

Nefndin gerir ekki athugasemd við meginhugmynd tillögunnar en telur  að lega reiðleiða þarfnist frekari skýringa. Jafnframt beinir nefndin þeim tilmælum til umsækjanda að hann kanni hvort önnur tengin við svæðið en um heimreiðina að Saurbæ komi til álita. þá telur nefndin einnig æskilegt að á fyrirhuguðu skipulagssvæði verði gert ráð fyrir sameiginlegu aðstöðuhúsi þar sem verði snyrting og aðgangur að vatni.


3.  Erindi Matthíasar Frímannssonar dags. 1. júní 2006, um leyfi til að byggja bílgeymslu á frístundalóð nr. 7 í Leifsstaðabrúnum.

Nefndin getur ekki mælt með erindinu þar sem þegar hafa verið byggð tvö smáhýsi á lóðinni og deiliskipulagið leyfir ekki fleiri byggingar.

4. Erindi Björn Einarssonar og Margrétar árnadóttur dags. 7. júní um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi á frístundalóð úr landi Bjarkar.

Nefndin telur það ekki í sínum verkahring að fjalla um málið og vísar þar til 71. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998.


5. Erindi Benedikts Hjaltasonar dags. 1. júní 2006, um leyfi til að útbúa plan fyrir vinnuvélar á lóð úr landi Hrafnagils.

Nefndin leggur til að erindinu verði hafnað þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.


6. Akstursíþróttabraut í landi Háagerðis.

Nefndin felur sveitarstjóra að láta fara fram grenndarkynningu vegna málsins sbr. samþykkt sveitarstjórnar frá 11. apríl 2006.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 23.05.

Getum við bætt efni síðunnar?