Skipulagsnefnd

57. fundur 11. desember 2006 kl. 21:30 - 21:30 Eldri-fundur

57. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi 19. júlí  2006 kl. 18.00. Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilia Baldursdóttir, Brynjar Skúlason, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson og  Bjarni Kristjánsson, sem skráði fundargerð.

1. Athugasemdir  við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.

Nefndin leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á texta greinargerðarinnar.

Greinarg. I, bls. 22, "Markmið vegna íbúðarsvæða, skilgreiningar:"
Setningin "Byggingar stakra íbúðarhúsa verða ekki leyfðar ... o. s. frv. orðist svo:
Bygging stakra íbúðarhúsa/frístundahúsa verður ekki leyfð á jörðum þar sem skilgreind íbúða- eða frístundasvæði hafa verið heimiluð."

Greinarg. I, bls. 50-51,  Verklagsreglur um deiliskipulag á vegum einkaaðila" kafli 7.2., viðbótarákvæði.

 - þegar heimild er veitt til deiliskipulagsvinnunnar skal sveitarstjórn kynna það eigendum aðliggjandi jarða/lóða með skriflegum hætti.

 - áður en sveitarstjórn veitir framkvæmdaleyfi vegna íbúðar- eða frístundabyggðar getur hún krafist þess að framkvæmdaaðilinn sýni fram á að hann hafi fjárhagslegt bolmag til að standa undir þeim skuldbindingum, sem af framkvæmdinni leiða.

 - ítarlegri kröfur verði gerðar til framkvæmdaaðila um frágang gatna og holræsa til samræmis við ákvæði í "Samningi um deiliskipulag á vegum einkaaðila , forsendur frankvæmdaleyfis" sem lá fyrir á fundinum.


2. Fjarlægðarmörk milli svæða þar sem gert er ráð fyrir ólíkri landnýtingu.

þrjár tillögur sbr. fsk. komu til umræðu og voru skoðanir mjög skiptar um nauðsyn þess að setja sérstakar reglur um þetta atriði. Umræðu frestað.


3. Stærðarmörk frístundahúsa.

Emilia Baldursdóttir lagði fram eftirfarandi tillög:

Húsin verði 50 - 150 fm að flatarmáli á einni hæð en með möguleika á svefnlofti með undanþágumöguleikum um stærð og fjölda hæða ef sýnt er fram á að það fari vel í landslagi."

Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn einu.


4. Fjörubyggð.

Emilia Baldursdóttir lagði fram rökstudda tillögu sbr. fsk. um að þessi byggð verði felld út úr skipulagstillögunni.

Tillagan var felld með fjórum atkvæðun gegn einu.

Nefndin beinir hins vegar þeim tilmælum til sveitarstjórnar að hún taka til skoðunar hvort ekki væri rétt að takmarka fyrirhugaðan íbúafjölda á svæðinu verulega frá því sem fram kemur í tillögunni (94 íbúðir).


5. Tillaga að Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2005 - 2017, beiðni um umsögn.

Nefndin bendir á að hún hefur lagt til að reiðleið Eyjafjarðarsveitarmegin meðfram Veigastaðavegi verði færð upp fyrir byggðina og tengist þar Bíldsárskarðsleiðinni. Endurskoða þarf því legu leiðarinnar þegar kemur út fyrir sveitarfélagamörkin.


ákveðið að næsti fundur nefndarinnar verði 9. ágúst kl. 19.00.


 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.55.

Getum við bætt efni síðunnar?