Skipulagsnefnd

263. fundur 26. apríl 2017 kl. 09:25 - 09:25 Eldri-fundur

263. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 24. apríl 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Jón Stefánsson, varamaður, Benjamín Örn Davíðsson, varamaður, Emilía Baldursdóttir, varamaður, Ómar Ívarsson, Einar Grétar Jóhannsson, varamaður, Hákon Bjarki Harðarson, varamaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri og Vigfús Björnsson, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.

Dagskrá:

1. Svæðisskipulag Eyjafjarðar fundargerð 18.4.2017 - 1704012
Fundargerð lögð fram til kynningar.

2. Steinn Jónsson - Framkvæmdaleyfi á lóð 216576 - 1704001
Tillaga umsækjanda samræmist ekki gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd synjar umsókninni.

3. Gnúpufell - Umsókn um landskipti fyrir rofahús RARIK ohf. - 1704009
Skipulagsnefnd samþykkir umsókn.

4. Silva - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - 1704003
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en tekur ekki afstöðu til atriða sem heyra undir aðra umsagnaraðila.

5. Ásar 601 ehf. - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar - 1703019
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en tekur ekki afstöðu til atriða sem heyra undir aðra umsagnaraðila.

6. Kári Erik Halldórsson - Umsókn um byggingu á sumarhúsi í landi Guðrúnarstaða - 1611040
Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki ráðherra á undanþágu frá fjarlægðarkröfum skipulagsreglugerðar og að forgenginni grenndarkynningu.

7. Skipulagsmál í Kaupangi, breyting íbúðabyggðar - 1704013
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

8. Ósk um leyfi til að stofna lóð f. íbúðarhús úr landi Holtssels. - 1704014
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.00

Getum við bætt efni síðunnar?