Skipulagsnefnd

60. fundur 11. desember 2006 kl. 21:31 - 21:31 Eldri-fundur

60. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi miðvikudaginn 27. sept. 2006 kl. 18.00.
Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilia Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og  Bjarni Kristjánsson, sveitartjóri, sem skráði fundargerð.


1. Skipulag ölduhverfis (Kroppur).

Erindinu frestað þar sem fulltrúar eigenda komust ekki á fundinn.


2. Tillaga að deiliskipulagi í landi Leifsstaða, umfjöllun frestað á fundi nefndarinnar 9. ágúst 2006

Tillagan samræmist ekki ákvæðum um fjarlægðarmörk frá landamerkjum sbr. kafla 2.3.1.   í Greinargerð 1 með  tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025. Til þess að svo megi verða þarf að fella burt 5 hús næst landamerkjum ferðaþjónustunnar að Leifsstöðum. Fyrirvari er gerður við lausn á frárennslismálum og aðgæta þarf nánar fjarlægð lóða nyrst og neðst á svæðinu frá háspennilínu norðan þeirra sbr. reglur. þá bendir nefndin á ákvæði í 5. tl. í kafla 2.2.1. í fyrrnefndri greinargerð þar sem segir að sveitarstjórn geri látið fresta framkvæmdum á skipulögðum íbúðar- eða frístundasvæðum ef viðkomandi tengivegur er ekki talinn anna þeirri auknu umferð, sem af framkvæmdunum leiðir. Nefndin lýsir sig reiðubúna til að eiga fund með umsækjanda til að ræða frekari vinnu við skipulagsgerðina.


3. Erindi Fallorku ehf. dags. 14. ág. 2006, vísað til umfjöllunar skipulags-nefndar á 305. fundi sveitarstjórnar.

í erindinu er lýst áformum um tvær virkjanir í Hraunárdal og tvær í Hvassa-fellsdal. Einnig áformum um frárennslisvirkjun í Eyjafjarðará í landi Tjarna. Farið er fram á að tekið verði tillit til þessara áforma í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar2005-2025.
Nefndin telur ekki ástæðu til að leggjast gegn virkjunaráformum í Hraunárdal og Hvassafellsdal, en telur að nánari grein þurfi að gera fyrir virkjun í Eyjafjarðará sérstaklega hvað varðar áhrif á bleykjustofninn í ánni. Formleg afgreiðsla getur þó ekki farið fram fyrr en samhliða afgreiðslu á þeim athugasemdum, sem kunna að berast við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025.


4. Erindi Heiðbjartar Kirstinsdóttur, dags. 19. sept. 2006 um skipulag 30.5 ha. svæðis í landi Miklagarðs 1.

Farið er fram á að svæðið verð skipulagt fyrir lögbýli eða frístundahús.
Nefndin frestar afgreiðslu erindisins og felur fveitarstjóra af afla frekari upplýsinga um nýtingu landsins.


5.  Erindi ísleifs íngimarssonar dags. 24. ágúst 2006 um leyfii til að staðsetja gám á lóð álfabrekku.

Skv. erindinu er fyrirhugað að grafa gáminn inn í brekku þannig að eingöngu framhlið hans verði sýnileg. Hún verði viðarklædd til samræmis við útlit íbúðarhússins.
Nefndin leggu til að erindið verði samþykkt.

6. Erindi Landsnets dags. 15. ág. 2006 um leyfi til lagningar ljósleiðara.

óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara frá Akureyri með gamla þjóðveginum austur yfir flatlendið og upp í Bíldsárskað. Ljósleiðarinn á að liggja að tengivikjum við Laxárstöð, Bjarnarflag, Kröflu og allt austur í Fljótsdal. Nefndin getur ekki fallist á óbreytta legu strengsins miðað við meðfylgjandi uppdrátt og telur að eðlilegra sé að lega hans haldi beint áfram upp með Bíldsánni til að koma í veg fyrir rask á þingmannaleiðinni.


7. Erindi Jónatans Tryggvasonar dags. 19. sept. um leyfi til að flytja hús á byggingarreit í landi Kvíabóls.

Um er að ræða 103. ferm. stálgrindarhús, 16,6 m langt og 6,2 m breitt. Mænishæð er ca. 4 m. á afstöðumynd kemur fram að húsinu er ætlaður staður fast við landarmerki Kambs.
þrátt fyrir þessa nálægð leggur meirihluti nefndarinnar til að erindið verði samþykkt af landfræðilegum ástæðum. Umsækjandi leggi fram skriflega staðfestingu þess að eigendur Kambs geri ekki athugasemd við staðfestinguna. Emilía Baldursdóttir greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni þar sem hún telur fjarlægð frá landamerkjum ekki næga.


8. Erindi Vegagerðarinnar dags. 19. sept. 2006 um framkvæmdaleyfi vegna lagningar heimreiðar að Skjólgarði og útgarði.

Erindinu fylgir uppdráttur sem sýnir staðsetningu vegarins.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.


9. Erindi Helga örlygssonar dags. 21. sept. 2006 um skipulagssvæði í landi þórustaða 7.

Erindinu fylgir uppdráttur, sem sýnir 2.3 ha spildu sunnan heimreiðar að þórustöðum 7 sem nær að landamerkjum áttunnar að sunnan og afmarkast af Eyjafjarðarbraut eystri að vestan. Að austan afmarkast svæðið með beinni línu frá eystri landamerkjum áttunnar og norður ca. miðju vegu milli útihúsa og íbúðarhúss þórustaða 7.
Nefndin telur ekki ástæðu til að leggjast gegn erindinu. Formeg afgreiðsla getur þó ekki farið fram fyrr en samhliða afgreiðslu á þeim athugasemdum, sem kunna að berast við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025.


10. Erindi Gísla Hallgrímssonar um leyfi til að stækka gróðurhús í Brúnalaug.

Húsið verður byggt að hluta á grunni eldra húss, sem verður rifið. Nýtt hús verði um 600 ferm með ca. 6.2 m mænishæð. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.


11. Erindi Greiðrar leiðar dags. 31. ág. 2006, vísað til umfjöllunar skipulags-nefndar á 305. fundi sveitarstjórnar.

í erindinu er farið fram á afstöðu sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar til þess að umframefni úr væntanlegum jarðgöngum, sem hugsanlega nýtist ekki á framkvæmdatíma ganganna, í vegi eða aðrar framkvæmdir, verði til bráðabyrgða haugsett í krikanum milli Eyjafjarðarbrautar Eystri og Leiruvegar.
Nefndin lýsir fullum stuðningi við gangagerðina en leggst alfarið gegn því að erindið verði samþykkt þar sem um er að ræða mjög viðkvæmt svæði sem auk þess nýtur hverfisverndar. Hún telur að finna verði annan og hentugri stað í þessu skyni.Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.25

Getum við bætt efni síðunnar?