Skipulagsnefnd

62. fundur 11. desember 2006 kl. 21:32 - 21:32 Eldri-fundur

62. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 14. nóv. 2006 kl. 20.00.
Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilia Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og  Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.


1. Erindi WVS verkfræðiþjónustunnar ehf. dags. 8. nóv. 2006.
óskað er leyfis til byggingar geldneytahúss að Leyningi. Húsið er fyrirhugað sem viðbygging við núverand fjós og eru stærðir áætlaðar sem hér segir:

Kjallari:  328,9 ferm.   937,4 rúmm.
Fjós:      320,5 ferm.  1202,0 rúmm. 

Með erindinu fylgir afstöðumynd.

Skipulagsnefnd mælir með að erindið verði samþykkt.


2. Erindi Egils Jónssonar, Syðri-Varðgjá, dags. 23. okt. 2006.

í erindinu er farið fram á að sveitarstjórn samþykki að spilda úr landi jarðarinnar fá sérstakt landnúmer. Spildan er neðan Vaðlareits og talin 34.600 ferm. sbr. meðf. afstöðumynd.

Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki erindið.


3. Athugasemdir við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025.

Athugasemdunum hefur verið raðað eftir efni þeirra í 6 flokka A - B - C - D - E og F.  Teknar voru fyrir athugasemdir í B flokki, Leifstaðaland, en móttekin erindi í þeim flokki eru 8.

B-1 Athugasemdir frá eiganda Leifsstaðalands, Bergsteini Gíslasyni, í 4 liðum. Mótmælt er nýtingar-hlutfall í fyrirhugaðri íbúðarbyggð, fjarlægðarmörkum og skilgreiningu á reit OS8 neðan Leifstaðabrúna; þar verði gert ráð fyrir íbúðarbyggð. þá er störfum skipulagsnefndar mótmælt þar sem ákveðins ójafnræðis er talið gæta um ákvarðanir um deiliskipulag og bent á Brúarland til samanburðar.

  Afgreiðslu frestað og samþykkt að boða viðkomandi  til fundar.

B-2 Eigandi lóðarinnar Arnarholts í Leifsstaðabrúnum, Baldur Heiðar Hauksson, fer fram á að leyfð verði bygging 4 íbúðarhúsa á lóðinni sem er 1.3 ha. Með athugasemdinni fylgir yfirlýsing frá eigendum tveggja aðlægra lóða þess efnis að þeir mótmæli ekki umbeðinni breytingu.

B-3 Eigendur lóðanna nr. 8, 9 og 10 í Leifsstaðabrúnum, Ari Edvaldsson, Bylgja Aradóttir og ólöf Dagmar úlfarsdóttir,  fara fram á að þeim verði breytt úr frístundalóðum í íbúðarlóðir.

B-4 Eigandi lóðarinnar nr. 13a í Leifsstaðabrúnum, Heimir Magnússon,  fer fram á að lóðin verði skilgreind sem lóð fyrir íbúðarhús og styður breytingu sbr. B-3.

B-5 Umboðsmaður eigenda lóðanna nr. 1, 2 og 5 í Leifsstaðabrúnum, ívar J. Arndal f. h. þuríðar Björnsdóttur,  fer fram á að þær verði samþykktar sem íbúðarlóðir, a. m. k. ef athugasemd B-2 verður tekin til greina..

  Eins og fram kemur í athugasemdunum B-2 til B-5 lúta þær allar að því að hluta frístundasvæðisins í Leifsstaðabrúnum verði breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Fram kom tillaga frá óla þ. ástvaldssyni um að athugasemdirnar yrðu samþykktar þar sem hann taldi það ávinning fyrir sveitarfélagið. þá benti hann á að búið væri að samþykkja íbúðarbyggð í næsta nágrenni norðan, austan og sunnan þessa svæðis. 
Tillagan var felld með 4 atkvæðum annarra nefndarmanna á þeirri forsendu að endurskipuleggja þyrfti svæðið í heild sinni áður en unnt væri að fallast á breytta nýtingu þess.

B-6 Sami umboðsmaður sbr. B-5 bendir á að aðkoma að lóðunum sé ekki tryggð nema að hluta til í deiliskipulagi svæðisins og óskar eftir að tenging verði tryggð um lóð Arnarholts (deiliskipulagsmál?)
  Nefndin leggur til að erindinu verði hafnað enda um að ræða málefni sem heyrir undir deiliskipulagsgerð.

B-7 Athugasemd frá áðurnefndum umboðsmanni sbr. B-5 um vegtengingu á lóðir nr. 1 og 2, væntanlega frekar málefni deiliskipulagsins sbr. B-6.

  Nefndin leggur til að erindinu verði hafnað enda um að ræða málefni sem heyrir undir deiliskipulagsgerð.

B-8 Nokkrar ábendingar og athugasemdirfrá ívari J. Arndal með vísan til B-5 - B-7.
  Nefndin leggur til að erindinu verði hafnað enda um að ræða málefni sem heyrir undir deiliskipulagsgerð.


4. Næstu fundir.

Næstu fundir verði fimmtudaginn 16. nóv. og fimmtudaginn 23. nóv. kl. 20.00.

  
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.10.

Getum við bætt efni síðunnar?