Skipulagsnefnd

270. fundur 15. ágúst 2017 kl. 15:10 - 15:10 Eldri-fundur

270. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 14. ágúst 2017 og hófst hann kl. 14:00.


Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður og Vigfús Björnsson, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.

Í upphafi fundar fóru fundarmenn í vettvangsferð í Kaupangsland vegna skipuagstillögu landeigenda.
Dagskrá:

1. Breyting á byggingarlínu við Bakkatröð 10-18 og 20-24 - 1708002
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu, í samræmi við 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tímabil grenndarkynningar verði stytt.

2. Helgi Már Pálsson - Beiðni um hærri gólfkóta í Bakkatröð 52 - 1707006
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að beiðni um hækkun gólfkóta um alls 25 sm frá hönnunarkóta verði samþykkt.

3. Deiliskipulag Stokkahlöðum - 1706002
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði veitt heimild til að vinna deiliskipulag í samræmi við grein 2.9.8. í gildandi aðalskipulagi Eyjafjarðar. Í ljósi misvísandi texta aðalskipulags verði farið fram á að umsækjandi leggi fram skipulagslýsingu skv. 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

4. Espigerði - Breytingartillaga á deiliskipulagi - 1706026
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði veitt heimild til að vinna breytingartillögu á deiliskipulagi og kallar eftir skipulagslýsingu skv. 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

5. Viðauki við lóðarsamninga í Brekkutröð - 1706027
Skipulagsnefnd tekur ekki afstöðu til erindisins og vísar málinu til sveitarstjórnar.

6. Ásgeir Högnason - Ósk um kaup á lóð, Bakkatröð 21 og um stækkun byggingarreits - 1706014
Umsækjandi dró erindið til baka eftir boðun fundar og því tekur skipulagsnefnd ekki afstöðu til erindisins.

7. Steinn Jónsson - Framkvæmdaleyfi á lóð 216576, Grásteinn - 1704001
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu, í samræmi við 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tímabil grenndarkynningar verði stytt.

9. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Ákveðið var að fundarmenn lesi greinargerð skipulagsráðgjafa fyrir næsta nefndarfund.

10. Beiðni um að lóð nr. 234-8174 falli aftur undir jörð - 1708004
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

11. Lóð í landi Fellshlíðar - 1708006
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

12. Beiðni um að kröfu um bundna byggingarlínu sé aflétt að hluta við Bakkatröð 10-18. - 1708007
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

8. Kári Erik Halldórsson - Umsókn um byggingu á sumarhúsi í landi Guðrúnarstaða - 1611040
Lagt fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00


Anna Guðmundsdóttir Jóhannes Ævar Jónsson
Hermann Ingi Gunnarsson Sigurgeir B Hreinsson
Sigurlaug Hanna Leifsdóttir Vigfús Björnsson

Getum við bætt efni síðunnar?