Skipulagsnefnd

63. fundur 11. desember 2006 kl. 21:33 - 21:33 Eldri-fundur

63. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 16. nóv. 2006 kl. 20.00. Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilia Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson og  Brynjar Skúlason, sem skráði fundargerð.

Fjallað um athugasemdir við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025 , flokk C, reið- og gönguleiðir.

C-1 Gerð er athugasemd við að reiðleið fari á austurbakka Eyjafjarðarár frá Núpufelli að Vatnsenda. í staðinn er lagt til að leiðin fari meðfram Hólavegi.
Einnig er bent á nauðsyn úrbóta í vegamálum í innanverðu sveitarfélaginu. Athugasemdin er undirrituð af 10 landeigendum, sem eiga land að Hólavegi.
 
Nefndin liggur til að tekið verði tillit til athugasemdarinnar og reiðleiðin fari með Hólavegi en ekki á árbakkanum. Um leið verði leiðin meðfram Eyjafjarðarbraut vestri færð ofar í Saurbæjarlandið (með túnjaðrinum) frá Stiflubrú og upp með heimreiðinni að Saurbæ, þar upp fyrir bæjarhúsin og aftur niður að þjóðvegi á landamerkjum Saurbæjar og Sandhóla. Sá kafli skilgreinist sem stofnleið. Jafnframt falli út leið yfir Núpáreyrar.

C-2  Eigandi þverár 1 og 2 mótmælir legu stofnreiðleiðar 4 á syðri bakka þverár ytri og reiðleið meðfram hitaveiturörinu.

Vegurinn upp með þverá er gömul þjóðleið áfram inná Garðsárdal og ekki eðlilegt að loka fyrir þann möguleika.  Vegurinn með hitaveiturörinu er tenging Starðarbyggðarinnar við aðalreiðleið á bökkum Eyjafjarðarár og ekki heldur eðlilegt að loka fyrir þá leið.  Einnig vantar rökstuðning landeigenda fyrir að reiðleiðin skaði hagsmuni viðkomandi.


C-3  Eigandi Munkaþverár mótmælir legu reiðleiðar um land sitt á austurbakka Eyjafjarðarár. Einnig er farið fram á að gönguleiðir séu ekki skipulagðar um land Munkaþverár að sinni.

Staðsetning reiðleiðar er þegar samkvæmt samþykktu skipulagi og ekki í valdi skipulagsnefndar að breyta því. 


C-4  þorsteinn Hjaltason, Akureyri, mótmælir öllum áætlunum um að ?breyta  gömlum þjóðleiðum í reiðvegi/reiðleiðir.?

Skipulagsnefnd leggur til að þess sé sérstaklega getið í umfjöllun um reiðvegi í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar að þá megi einnig nýta fyrir gangandi vegfarendur.


C-5  Rafn Helgason, Stokkahlöðum,  mótmælir hugmyndum um að Eyjafjarðarbraut vestri verði færð á árbakkann frá Miðbraut og allt suður á milli Stokkahlaða og Merkigils.

Skipulagsnefnd telur að vegna öryggissjónarmiða sé æskilegt að vegurinn verði færður niður fyrir Hrafnagilsskóla og því sé eðlilegt að halda áfram með veginn með ánni suður fyrir Stokkahlaðir enda verði þessi framkvæmd ekki nema að undangengnu umhverfismati.  Einar situr hjá, Karel vék af fundi eftir að hafa lýst yfir vanhæfi.  Aðrir nefndarmenn samþykkja tillöguna.


C-6  Sigurður Eiríksson, Vallartröð 3, bendir á að spilda norðan Grísarár sé ekki úr landi jarðarinnar heldur Kropps (leiðréttist í texta). þá leggur hann til að gert verði ráð fyrir göngu/hjólreiðastíg milli Akureyrar og Reykárhverfis. Einnig að tengingar inn í Reykárhverfið verði ekki inn í hverfið að sunnan og norðan heldur til austurs á fyrirhugaðan þjóðveg á bakka Eyjafjarðarár.

Smáábending vísað áfram til skoðunar og lagfæringar til sveitarstjóra.  Skipulagsnefnd leggur til að gert verði ráð fyrir reiðhjólavegi/gönguleið milli Reykárhverfis og Akureyrar á gamla veginum.  Skipulagsnefnd leggur til að gert verði ráð fyrir tengingu inn í hverfið frá  austri.

C-7 Ingibjörg Jónsdóttir, Villingadal, fagnar því að reiðvegur sé ?kominn á pappírinn? en er ekki alls kostar sátt við legu hans í næsta nágrenni.

Athugasemdin lýtur að legu vegarins á austurbakka Eyjafjarðarár. Athugasemdinni er mætt með færslu á veginum sbr. lið C-1.


Fundi slitið kl. 21:45

Getum við bætt efni síðunnar?