Skipulagsnefnd

274. fundur 18. október 2017 kl. 09:31 - 09:31 Eldri-fundur

274. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 16. október 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Jón Stefánsson, varamaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri og Vigfús Björnsson, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Beiðni um land undir bílastæði við Kristnes - 1609016
Anna Guðmundsdóttir vék af fundi við undir þessum lið vegna hæfisreglna og sæti hennar tók varamaður, Jón Stefánsson, oddviti.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á erindi umsækjanda, enda náist samningar um nauðsynlegar breytingar á kvöðum um nýtingu landsins sem sveitarfélagið getur fellt sig við og aðrir eðlilegir fyrirvarar verði á ráðstöfun lóðarhlutans.

2. Hugmynd að safni um sögu berklanna og kaffihúsi í Kristnesi - 1604024
Anna Guðmundsdóttir vék af fundi við undir þessum lið vegna hæfisreglna og sæti hennar tók varamaður, Jón Stefánsson, oddviti.

Unnið er að tillögu að nýju aðalskipulagi fyrir Eyjafjarðarsveit og gert er ráð fyrir að nýtt skipulag öðlist gildi vorið 2018. Sveitarfélagið hefur samþykkt að umrætt svæði, þar sem umsækjandi ráðgerir safnstarfsemi, skuli merkt með hringtákni sem "verslun- og þjónusta". Fyrirhuguð starfsemi safns er því í samræmi við tillögu að aðalskipulagi.

3. Reykhús - Ósk um framkvæmdaleyfi fyrir sandtöku úr Eyjafjarðará, fyrst 3.000 rúmmetra og síðan 11.000 rúmmetra fyrir hjóla- og göngustíginn - 1710011
Erindi frá Páli Ingvarssyni þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir annars vegar 3.000 rúmmetra af sandi og hins vegar allt að 11.000 rúmmetra af sandi úr Eyjafjarðará í landi Reykhúsa og Klúkna.

Anna Guðmundsdóttir vék af fundi við undir þessum lið vegna hæfisreglna og sæti hennar tók varamaður, Jón Stefánsson, oddviti.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa Eyjafjarðar verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi til umsækjanda fyrir hvorri framkvæmd um sig, enda liggi þá fyrir viðhlýtandi umsagnir og önnur gögn, og þau gefi ekki tilefni til að hafna umsóknum. Framkvæmdaleyfi gildi ekki lengur en tvo mánuði, en heimilt verði að framlengja leyfið í áföngum allt að einu ári.Við útgáfu framkvæmdaleyfis verði sett skilyrði um vinnslu og frágang á svæðinu.

4. Aðalskipulag Eyjafj.sv. 2018-2030 - Kafli 1.1 Samfélagsþjónusta, svæði fyrir stofnanir og fyrirtæki - 1705001
Nefndin heldur áfram vinnu sinni við tillögu að aðalskipulagi, þar sem frá var horfið.

Kl. 17:30 er fundi frestað til 17. október 2017 kl. 19.30 á sama stað.

Ár 2017, 17. október kl. 19:30 er fundi fram haldið. Mætt eru AG, JÆJ, HIG, SBH og SHL. Einnig VB.

Eftir umræður og vinnslu samþykkir skipulagsnefnd að senda sveitarstjórn fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagi fyrir Eyjafjarðarsveit 2018-2030 ásamt minnisblaði. Skipulagsráðgjafa er falið að flétta athugasemdir í minnisblaði inn í tillöguna áður en sveitarstjórn tekur hana til þeirrar meðferðar sem lög og reglur gera ráð fyrir.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. kl. 20:45 17.10.2017

Getum við bætt efni síðunnar?