Skipulagsnefnd

65. fundur 11. desember 2006 kl. 21:34 - 21:34 Eldri-fundur

65. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 28. nóv. 2006 kl. 19.00. Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilia Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.


1. Deiliskipulag íbúðarbyggðar fyrir 4 íbúðarhús í landi Leifsstaða, afgreiðslu frestað á síðasta fundi.

Fyrir liggur erindi frá Bergsteini Gíslasyni, eiganda Leifsstaðalands, dags. 28. nóv. 2006, þar sem hann fylgir eftir þeim hugmyndum, sem hann kynnti á síðasta fundi nefndarinnar. Um er að ræða nýtingu vestasta hluta Leifsstaðalands ofan Leifsstaðavegar fyrir 4 íbúðarhús á stórum lóðum. Sú tillaga er byggð á gildandi aðalskipulagi. Bergsteinn fer fram á að  samþykkt verði tillaga hans að deiliskipulagi fyrir þessa íbúðarbyggð.

 Nefndin telur ekki ástæðu til að leggjast gegn erindinu en beinir því til umsækjanda og hönnuðar svæðisins að gaumgæfa betur, í samráði við Vegagerðina,  tengingu við Leifsstaðaveg. Nefndin bendir á að hugsanlega væri eðlilegra að tengja svæðið  frekar til suðurs þar sem tenging til  vesturs yrði brött. Sömuleiðis bendir nefndin á að æskilegt væri að samnýta rotþróarsvæði með íbúðarsvæði úr landi Brúarlands.


2. Athugasemdir við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025, flokkur E, ýmsar athugasemdir (athugasemdir E-1 til E-6 voru til umfjöllunar á síðasta fundi).

E-7 Tillaga um að skilgreiningum á fjarlægðarmörkum sbr. bls. 29 í greinargerð 1 með skipulagstillögunni verði breytt. Undirrituð af 13 íbúum í Eyjafjarðarsveit.

 Emilia Baldursdóttir óskar eftir að afgreiðslu verði frestað og var það samþykkt.

E-8 Tillaga um sömu breytingu og E-7, Anita Jónsdótir og Sigurður Magnússon, Syðra-Laugalandi.

 Emilia Baldursdóttir óskar eftir að afgreiðslu verði frestað og var það samþykkt.

E-9 Tillaga að sömu breytingu og E-7, Rögnvaldur Símonarson og Kirsten Godsk, Björk.

 Emilia Baldursdóttir óskar eftir að afgreiðslu verði frestað og var það samþykkt.


E-10 Valgerður Jónsdóttir, Espihóli, leggur til að setningin "Til þess að vernda náttúrulega fjölbreytni lífríkis íslands er æskilegt að nota ekki "erlendar" trjátegundir til skógræktar"  verði felld brott. Greinargerð I, bls. 48.

 Nefndin leggur til að umrædd setning verði felld brott.


E-11 JP Lögmenn, f. h. WVS-verkfræðiþjónustunnar ehf., mótmæla harðlega friðlýsingu stærsta hluta jarðarinnar Leynings.

 Nefndin telur athugasemdina byggða á misskilningi þar sem ekki er gert ráð fyrir friðlýsingu svæðisins í skipulagstillögunni. Hins vegar er stór hluti Leyningssvæðisins á náttúruminjaskrá eins og verið hefur. þannig er svæðið auðkennt á uppdrætti og einnig sem "opið svæði til sérstakra nota" þ. e. hinir eiginlegu Leyningshólar. það er ekki á valdi nefndarinnar eða sveitarstjórnar að breyta þeirri skráningu.


E-12 Kristján Hannesson, Kaupangi, óskar eftir að 36 ha spilda úr landi jarðarinnar verði skilgreind sem íbúðarsvæði.

 Meirihluti nefndarinnar leggur til að erindinu verði hafnað á þeirri forsendu að samþykki þess leiði til endurauglýsingar á skipulagstillögunni.  þá bendir nefndin á að þegar liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir 10 íbúða byggð í landi Kaupangs, sem ekki hefur enn komið til framkvæmda. óli þór ástvaldsson lætur bóka eftirfarandi: "Beiðni vegna umrædds svæðis er innan þess hluta Kaupangshverfis sem hugsað er fyrir þéttingu byggðar og því lýsi ég mig jákvæðan gagnvart erindinu."
 

E 13 Sigríður Kristjánsdóttir, Kópavogi, óskar eftir að 1.2 ha. spilda úr landi Kaupangs verði skilgreind fyrir íbúðarhús.

 Nefndin leggur til að orðið verði við ósk Sigríðar.


E-14 Karl Karlsson og Sigríður örvarsdóttir, Karlsbergi, gera athugasemd við þéttingu byggðar í landi Brúarlands og benda á að gera þurfi nánari grein fyrir fráveitumálum. þau vekja einnig athygli á að ígrunnda þurfi Fjörubyggðina betur sem og heimildir til efnistöku á óshólamsvæðinu.

 Nefndin frestar afgreiðslu athugasemdarinnar.

 

 

Næsti fundur verði fimmtudaginn 30. nóv. kl. 19.00

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.20.

Getum við bætt efni síðunnar?