Skipulagsnefnd

279. fundur 18. janúar 2018 kl. 08:59 - 08:59 Eldri-fundur

279. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 15. janúar 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Ómar Ívarsson og Vigfús Björnsson, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.

Dagskrá:

1. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Skipulagsnefnd tekur til umfjöllunar athugasemdir sem borist hafa á kynningartíma tillögu að aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Afgreiðsla nefndarinnar á einstökum erindum er sem hér fer á eftir. Númeraröð erinda vísar í umfjöllun í greinargerð skipulagsfulltrúa sem dreift var til fundarmanna.
1 - Erindi frá Páli Snorrasyni:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið sé úr skugga um að aðveitulögn úr Grísarárbotnum sé rétt staðsett á skipulagsuppdrætti.
2 - Erindi frá Ingva Stefánssyni:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skógræktarsvæði skv. uppdrætti verði fært inn á skipulagsuppdrátt sem skógræktar og landgræðslusvæði.
3 - Erindi frá Kristínu Kolbeinsdóttur:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að verslunar og þjónustusvæði VÞ16 að Vökulandi verði fellt út úr skipulagstillögu.
4 - Erindi frá Herði Snorrasyni:
Erindi sendanda (ræsi í hjóla- og göngustíg) varðar ekki skipulagsskyldar ráðstafanir og gefur því ekki tilefni til bókunar af hálfu skipulagsnefndar.Erindinu er vísað til sveitarstjórnar.
5 - Erindi frá Herði Snorrasyni:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að sendanda verði gefið færi á að setja fram breytingartillögu á landnotkun í landi Kropps, þar sem gert er ráð fyrir mun umfangsminni íbúðarbyggð en gert er í gildandi skipulagi. Fullmótuð tillaga að landnotkun skal lögð fram á auglýsingartíma ASK tillögu skv. 31. gr. skipulagslaga.
6 - Erindi frá Herði Snorrasyni:
Sendandi upplýsir að hann hafi gert kauptilboð í jörðina Kropp í Eyjafjarðarsveit. Erindi sendanda gefur ekki tilefni til bókunar.
7a - Erindi frá Herði Snorrasyni:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að verslunar- og þjónustusvæði við efnistökusvæði í Hvammslandi verði ekki fært inn í aðalskipulag við svo búið. Eðlilegra er að sendandi óski eftir aðalskipulagsbreytingu að efnistöku lokinni ef áhugi er enn til staðar.
7b:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að landnýtingu og umfangi hverfisverndarsvæðis Óshólma verði ekki breytt í skipulagi að svo búnu. Skylt erindi er til umfjöllunar hjá Óshólmanefnd og mun hún skera úr um umrædda framkvæmd.
8a - Erindi frá Emílíu Baldursdóttur:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svæði sem tilgreind eru sem "möguleg hverfisverndarsvæði" verði hverfisverndarsvæði í skipulagstillögu.
8b:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að bæjarrústir í Helgárseli og Helgárgili verði ekki færðar inn í skipulagsgreinargerð við svo búið, en geta má þess að umræddra bæjarrústa er getið í gögnum um fornleifaskráningu í sveitarfélaginu.
8c:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að upplýsingar um efnistökusvæði verði uppfærðar í skipulastillögu og skuli sú vinna fara fram á auglýsingartíma skipulagstillögu.
8d:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fjarlægðarmörkum nýbygginga frá landmerkjum skipulagtillögu verði haldið óbreyttum í skipulagstillögu.
8e:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að texti um mörk Kaupangssveitar og notkun forsetninga í umfjöllun um Staðarbyggð verði leiðréttur í samræmi við ábendingu sendanda.
9 - Erindi frá Emilíu Baldursdóttur:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að texti um að ekki sé ráðgert að stækka kirkjugarða annarsstaðar en á Grund verði felldur úr skipulagstillögu.
10 - Erindi frá Emilíu Baldursdóttur:
Áform um íbúðarsvæði í Fjörubyggð hafa frá upphafi verið mjög umdeild meðal íbúa sveitarfélagsins og sterk rök hníga að því að halda svæðinu óbyggðu. Er þar vísað til verndargildis svæðisins í núverandi mynd, sem og að bæði aðalskipulag og landsskipulagsstefna leggja áherslu á að efla núverandi þéttbýliskjarna fremur en að byggja upp nýja kjarna. Á kynningartíma aðalskipulagstillögu barst áskorun frá fimmtán íbúum sveitarfélagsins um að fella út íbúðarsvæðið í samræmi við fyrri ákvörðun skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að íbúðarsvæðið í Fjörubyggð verði fellt úr skipulagstillögu og strandlengjan verði þess í stað skilgreind sem opið svæði til sérstakra nota.
11 - Erindi frá Andra Teitssyni:
Ekki skal gera grein fyrir rannsóknarleyfi í aðalskipulagi og því gefur erindið ekki tilefni til bókunar.
12a - Erindi frá Jónasi Vigfússyni:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fjarlægðarmörk nýbygginga frá landamerkjum haldist óbreytt í skipulagstillögu, enda er gert ráð fyrir undanþáguheimild sveitarstjórnar þar.
12b:
Skipulagsnefnd bendir á að reiðleið frá vegi yfir Bíldsárskarð norður að gömlu þverbraut er inni á skipulagsuppdrætti. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að héraðsleið frá Miðbrauð vestan Eyjafjarðarbrautar eystri að "Stíflubrú" verði bætt inn á skipulagsuppdrátt.
12c:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að bann við hrossarekstri á héraðsleiðum haldist óbreytt í skipulagstillögu.
13 - Erindi frá Aðalsteini Hallgrímssyni:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vegur frá Eyjafjarðarbraut eystri að fjallsgirðingu á Staðarhóli verði ekki færður inn á skipulagsuppdrátt við svo búið, heldur verði kallað eftir ítarlegri upplýsingum frá sendanda um legu vegarins.
14a - Erindi frá Þóri Níelssyni
Sendandi upplýsir um áformaðar framkvæmdaleyfisumsóknir venga efnistöku í landi Torfa. Gefur ekki tilefni til bókunar.
14b:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að efnistökusvæði ES21 í gildandi skipulagi verði kennt við Torfur í skipulagstillögu.
15 - Erindi frá Einari Jóhannessyni:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að efnistökusvæði í landi Eyrarlands verði ekki fært inn í skipulagstillögu.
16 - Erindi frá Jóhanni Eysteinssyni:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að landnýtingarflokki svæðis ofan fjallsgirðingar í Eyrarlandi verði breytt í skógræktar- og landgræðsluland í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt.
16b:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að íbúðarsvæði ÍB13 haldist óbreytt í skipulagstillögu, enn eru fyrir hendi ónýttar heimildir til íbúaðrbyggðar í landi Eyrarlands.
16c:
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að frístundasvæði F3 verði lengt um 50 m til norðurs í samræmi við ósk sendanda.
17 - Erindi frá hestamannafélaginu Funa: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnleið verði meðfram Eyjafjarðarbraut vestari frá Hrafnagili að Melgerðismelum, og unnar verði reglur um hrossarekstur og umferðaröryggi í sveitarfélaginu.
Svo breytt tillaga að aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 er samþykkt til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - Fundargerð 1. fundar, 3. janúar 2018 - 1801001
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3. Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning - Hólasandslína - 1603035
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4. Ósk um leyfi til uppbyggingar á landinu Fífilgerði land nr. 152597 - 1709001
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5. Hranastaðir - Beiðni um leyfi til að reisa hænsnahús í landi Hranastaða - 1711006
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6. Vökuland II - Beiðni um heimild til að skipta tveimur spildum út úr Vökulandi - 1801004
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7. Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar - 1608005
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

8. Öngulsstaðir 2 - Ósk um samþykki sveitarstjórnar fyrir þinglýsingu á landspildu út úr jörðinni - 1712012
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

9. Hleiðargarður - Beiðni um að lóð verði tekin út úr jörðinni Hleiðargarður - 1712013
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið eftir afgreiðslu 1. liðar kl. 18:20.
Öðrum liðum frestað til næsta fundar. Allir aðalmenn skipulagsnefndar samþykkja að næsti fundur nefndarinnar verði þriðjudaginn 16. janúar 2018 kl. 19:30.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.

Getum við bætt efni síðunnar?