Skipulagsnefnd

280. fundur 18. janúar 2018 kl. 09:11 - 09:11 Eldri-fundur

280. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 16. janúar 2018 og hófst hann kl. 19:30.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður og Vigfús Björnsson, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.

Dagskrá:

1. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - Fundargerð 1. fundar, 3. janúar 2018 - 1801001
Lagt fram til kynningar.

2. Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning - Hólasandslína - 1603035
Lagt fram til kynningar.

3. Ósk um leyfi til uppbyggingar á landinu Fífilgerði land nr. 152597 - 1709001
Þrenn andmæli bárust frá hagsmunaaðilum í grenndarkynningu á byggingaráformum í Fífilgerði. Afgreiðsla skipulagsnefndar á einstökum erindum er sem hér fer á eftir. Númeraröð erinda vísar í umfjöllun í greinargerð skipulagsfulltrúa sem dreift var til fundarmanna.
1 - Erindi frá Hauki Berg, Fífilgerði:
Skipulagsnefnd leggur til að byggingaraðila sé gert að tengja hús sitt við Leifsstaðaveg með öðrum hætti en sýnt er á uppdrætti í kynningargögnum, og skuli skila inn uppfærðum uppdrætti áður en erindið er samþykkt.
2 - Erindi frá Kristjáni Þór Víkingssyni, eigandi landsspildu vestan við umrædda lóð:
Skipulagsnefnd leggur til að byggingaraðila verði gert að færa rotþró þannig að hún verði hvergi nær lóðarmörkum en 10 m, í samræmi við viðmið HNE um fjarlægð rotþróa frá íbúðarhúsum.
3 - Erindi frá Gunnari Th. Gunnarssyni, eigandi Leifsstaða II:
Skipulagsnefnd leggur að byggingaraðila verði ekki gert að falla frá byggingarafomum á lóð við Fífilgerði að ósk sendanda.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

4. Hranastaðir - Beiðni um leyfi til að reisa hænsnahús í landi Hranastaða - 1711006
Fyrir fundinum liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 2018-01-08 um að varphænsnahús að Hranastöðum skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Á grundvelli þess leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

5. Vökuland II - Beiðni um heimild til að skipta tveimur spildum út úr Vökulandi - 1801004
Fyrir fundinum liggur erindi um að skipta tveimur lóðum út úr Vökulandi og stækka lóð undir íbúðarhúsi að Vökulandi II samkvæmt uppdráttum sem erindinu fylgja. Syðri spildan sem skipt er úr landi Vökulands skal fylgja íbúðarhúsi að Ytra-Laugalandi, en ytri spildan skal sameinast bújörðinni Ytri-Laugalandi. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

6. Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar - 1608005
Kynning á aðalskipulagstillögu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er yfirstaðin og ekki bárust athugasemdir sem gefa tilefni til breytinga. Fyrir fundinum liggur umsögn fiskifræðings um áhrif framkvæmdarinnar á fiskgengd í ánni. Á grundvelli þessa leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að samþykkt verði að auglýsa skipulagstillöguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7. Öngulsstaðir 2 - Ósk um samþykki sveitarstjórnar fyrir þinglýsingu á landspildu út úr jörðinni - 1712012
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

8. Hleiðargarður - Beiðni um að lóð verði tekin út úr jörðinni Hleiðargarður - 1712013
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

9. Þverá fasteign ehf - byggingarreitur fyrir tjaldskemmu í landi Þverár - 1801015
Fyrir fundinum liggur uppdráttur sem sýnir tvær tillögur að byggingarreit fyrir tjaldskemmu við bæjarhús að Þverá. Skipulagsnefnd kallar eftir ítarlegra erindi frá umsækjanda. Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:15

 

Getum við bætt efni síðunnar?