Skipulagsnefnd

284. fundur 28. mars 2018 kl. 11:53 - 11:53 Eldri-fundur

284. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 26. mars 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Ósk um leyfi til uppbyggingar á landinu Fífilgerði land nr. 152597 - 1709001
Tekið fyrir erindi sem lýtur að tengingu lóðarinnar Fífilgerðis við Leifstaðarveg.

Fyrir fundinum liggur umsögn Vegagerðarinnar, þar sem kemur fram að Vegagerðin geri ekki athugasemdir við tengingu við Leifstaðaveg 8210-01, samkvæmt uppdrætti. Vegagerðin áréttar að í umsögn sinni felist ekki samþykki fyrir því að vegslóðinn verði tekin á skrá yfir héraðsvegi, enda þurfi að hafa um það sérstakt samráð við Vegagerðina fyrirfram.

Fyrirhuguð vegtenging fer um eignarland annars aðila og hefur samþykki landeiganda ekki verið lagt fyrir nefndina.

Með vísan til umsagnar Vegagerðarinnar, leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt, þó með þeim fyrirvara að leyfi landeigandan vegna vegalagningar liggi fyrir áður en framkvæmdaleyfi verði gefið út.

2. Þórustaðir II - Ósk um bráðabirgðastöðuleyfi fyrir íbúðarhús - 1803005
Erindi frá Ívari Ragnarssyni, byggingafræðing f.h. Helga Örlygssonar, að Þórustöðum II, þar sem óskað er eftir stöðuleyfi til bráðabirgða til eins árs fyrir færanlegt 100 fm íveruhús, með það í huga að leyfið verið framlengt ár í senn, að hámarki í tvö skipti. Tíminn verði nýttur til deiliskipulagsgerðar. Erindinu fylgdi afstöðumynd.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu með vísan til 1. mgr. 44. skipulagslaga nr. 123/2010. Tímabil grenndarkynningar verði stytt að uppfylltum skilyrðum 3. mgr. sömu lagagreinar.

3. Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar - 1608005
Lagt fram til kynningar. Málið gefur ekki tilefni til ályktunar nú og er áfram til vinnslu hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00

Getum við bætt efni síðunnar?