Skipulagsnefnd

285. fundur 10. apríl 2018 kl. 12:10 - 12:10 Eldri-fundur

285. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 9. apríl 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Jón Stefánsson, varamaður, Hákon Bjarki Harðarson, varamaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri og Vigfús Björnsson, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Anna Guðmundsdóttir formaður.

Í upphafi fundar er óskað eftir afbrigðum um að fá mál nr. 1608005, Breyting á aðalskipulagi v. Tjarnavirkunar. Tillagan er samþykkt og verður málið tekið á dagskrá sem dagskrárliður nr. 1, aðrir liðir færast samsvarandi.
Dagskrá:

1. Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar - 1608005
Undir þessum lið mætti Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi og gerði grein fyrir vinnslu málsins.

Þann 28. janúar sl. var tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 vegna Tjarnavirkjunar send Skipulagsstofnun tll yfirferðar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsögn Skipulagsstofnunar barst 28. febrúar sl. og setti stofnunin fram nokkrar athugasemdir við tillöguna. Breytt skipulagstillaga liggur nú fyrir og er viðbrögðum sveitarfélagsins við athugsemdum Skipulagsstofnunar lýst í erindi skipulagsfulltrúa sem lagt er fyrir fundinn og yfirfarið.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að auglýsa svo breytta skipulagstillögu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

2. Svertingsstaðir - Ósk um leyfi fyrir stækkun á byggingarreit við fjós - 1804001
Undir þessum lið vék Hákon Bjarki af fundi.

Erindi frá Hákoni Bjarkja f.h. eigenda Svertingsstaða, þar sem óskað er eftir heimild til að stækka byggingareit við fjós til að byggja mjólkurhús. Erindið yfirfarið.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

3. Íslandsbærinn - Óskað umsagnar Eyjafjarðarsveitar - 1803013
Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna umsóknar rekstraraðila Íslandsbæjarins, Old Farm ehf. - Hreiðar B Hreiðarsson.

Óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi í Flokki III, Gististaður með veitingum, þó ekki áfengisveitingum.

Starfsemin fellur að skipulagsskilmálum og leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að veitt verði jákvæðu umsögn um að rekstrarleyfi verði gefið út í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

4. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Heimavöllur ehf. óskar eftir því að íbúðarsvæði í landi Kropps verði skilgreint í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt og að mögulegt verði að byggja allt að 100 íbúðir á svæðinu.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt, svæðið verði skilgreint sem íbúðabyggð og skilmálar um að heimilt verði að byggja allt að 100 íbúðir á svæðinu. Uppdrættir verði aðlagaðir miðað við þessa afgreiðslu.

Ekki er tekin afstaða til fyrirkomulags húsa og húsagerða, enda bíður slíkt deiliskipulags, ef til kemur.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:25

Getum við bætt efni síðunnar?