Skipulagsnefnd

286. fundur 26. apríl 2018 kl. 09:39 - 09:39 Eldri-fundur

286. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 16. apríl 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Ómar Ívarsson og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Fyrir fundinum liggur erindi með ábendingum Skipulagsstofnunar dags. 6. apríl 2018. Í erindinu eru athugasemdir um einstök efnisatriði í tillögu að aðalskipulagi fyrir Eyjafjarðarsveit, sem sent var stofnuninni með erindi dags. 26. janúar 2018.

Í umsögn Skipulagsstofnunar kemur fram að stofnunin geri ekki athugsemdir við að aðalskipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga, þegar brugðist hefur verið verið athugasemdum stofnunarinnar.

Nefndin fór fyrir yfir einstök atriði í umsögn Skipulagsstofnunar og naut við það aðstoðar Ómars Ívarssonar skipulagsfræðings. Viðeigandi lagfærningar gerðar á skipulagstillögunni eftir umræður.

2. Svönulundur - Ósk um byggingarreit - 1801045
Fyrir fundinum lá erindi frá eigendum Holtsels, með tillögu að deiliskipulagi sem takmarkast við Svönulund.
Skipulagsnefnd telur að nauðsynlegt sé að skipulagssvæði deiliskipulagstillögunnar taki yfir allan húsakost á jörðinni Holtseli, þar með talið spildunnar Svönulund, sem skipt er út úr Holtseli, enda er þar að mati skipulagsnefndar um að ræða skipulagslega heild, sbr. bókun í 8. lið á 281. fundi skipulagsnefndar 5. febrúar 2018, vegna sama máls.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55

Getum við bætt efni síðunnar?