Skipulagsnefnd

287. fundur 03. maí 2018 kl. 10:43 - 10:43 Eldri-fundur

287. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 30. apríl 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Jón Stefánsson, varamaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Anna Guðmundsdóttir formaður.

Dagskrá:

1. Leifsstaðir - Umsókn um uppsetningu og rekstur þjónustu - 1804006
Erindi þar sem óskað er eftir heimild til uppsetningar á tjöldum vegna áforma um sölu á þjónustu.
Áformin samrýmast ekki gildandi skipulagi. Skipulagsnefnd er því ófært að mæla með samþykki erindisins, án þess að jafnframt berist erindi um breytingu á aðalskipulagi, sem heimili fyrirhugaða notkun.
Með vísan til þess leggur skipulagsnefnd til að erindinu verði hafnað að svo stöddu.

2. Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning - Hólasandslína - 1603035
Erindi frá Landsneti, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til nýrra tillagna um kosti fyrir legu jarðsstrengs gegnum hverfisverndarsvæðið neðan Kaupangs, eins og sýnt er á uppdrætti.

Tillögunni fylgdi Landsnet eftir á fundi með oddvita og formanni skipulagsnefndar og skipulagsráðgjafa, mánudaginn 23. apríl.

Fyrir liggur að aðrir kostir en að fylgja aðalvalkosti felur í sér umtalsverð umhverfisspjöll. Hverfisverndarsvæðið á Óshólmum Eyjafjarðarár er viðkvæmt votlendissvæði, einstakt á heimsvísu og mikilvæg búsvæði fugla. Þá er um mýrar að fara sem yrði afar torvelt framkvæmdaland. Þá felur tillagan í sér mikil frávik frá upphaflegum tillögum sem niðurstaða hefur fengist um og færð hefur verið inn á aðalskipulagstillögu sem fengið hefur umfjöllun Skipulagsstofnunar og er til umfjöllunar síðar á yfirstandandi fundi skipulagsnefndar.

Með vísan til alls ofanritaðs, leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að Suðurkosti, 2.285 m og miðkosti, 2.675 m á framlagðri teikningu verði hafnað, en norðurkostur 2.615 m verði áfram á aðalskipulagstillögu sem ítarlega hefur verið skoðuð og sátt er um.

3. Silva hráfæði ehf. - Umsókn um rekstrarleyfi fyrir íbúðagistingu með veitingaleyfi án vínveitinga - 1804017
Erindi þar sem óskað er eftir reskstrarleyfi fyrir íbúðagistingu með veitingaleyfi án vínveitinga.

Starfsemin markast innan skipulagsáætlunar og mælir skipulagsnefnd með því að rekstarleyfi verði veitt.

4. Umsókn um malarnám við Torfur, 2018 - 1804019
Erindi frá landeigendum að Torfum, Þóri Níelssyni og Söru Maríu Davíðsdóttur, þar sem sótt er um heimild til efnistöku í landi Torfna í Finnastaðaá og Skjóldalsá.

Erindinu fylgdu uppdrættir og skýringar og tilvísun til núverandi efnistökusvæða á aðalskipulagi.

Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki erindið, en áréttar við umsækjendur að óska eftir nánari útfærslu í aðalskipulagstillögu sem er til meðferðar hjá sveitarfélaginu, á því sem tilgreint er sem Sv4.

5. Syðri-Varðgjá ehf. - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar - 1804020
Erindi frá Önnu Guðný Egilsdóttur, þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um beiðni fyrir rekstrarleyfi til gistirekstrar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að starfsleyfi verði gefið út, enda komi ekki fram í grenndarkynningu athugasemdir sem gefi tilefni til þess að slíkt leyfi fáist ekki.

Grenndarkynning skal fara fram og leyfi ekki gefið út fyrr en að henni lokinni. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar.

6. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Tillaga að aðalskipulagi hefur verið kynnt í almennri kynningu og eftir það gengið til Skipulagsstofnunar til athugunar.

Tekið hefur verið tillit til umsagnar Skipulagsstofnunnar dags. 6. apríl 2018 og leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að tillaga að Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eins og hún er nú afgreidd úr nefndinni.



7. Tillaga um að sveitarstjórn taki ákvörðun um heimild til efnistöku fyrir eigin landi á efnistökusvæði E27A - 1804025
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ákvörðun verði tekin um efnistöku í samræmi við tillögu sveitarstjóra.

Við útgáfu framkvæmdaleyfis verði sérstakur skilmáli um varúðarráðstafanir vegna umferðar barna og annarra vegfarenda og nauðsynlegt verklag og frágangur viðhafður til að koma í veg fyrir að sandbleytur og kviksyndi myndist við efnistökuna.

8. Svertingsstaðir - Ósk um leyfi fyrir byggingarreit fyrir geldneytahús - 1804018
Erindi frá eigendum Svertingsstaða 2 þar sem óskað er eftir heimild til að reisa geldneytahús áfast norðan við núverandi kálfafjós.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu með vísan til 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tímabil grenndarkynningar verði stytt að uppfylltum skilyrðum 3. mgr. sömu lagagreinar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40

Getum við bætt efni síðunnar?