Skipulagsnefnd

288. fundur 16. maí 2018 kl. 10:13 - 10:13 Eldri-fundur

288. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 15. maí 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður og Vigfús Björnsson, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.

Dagskrá:

1. Kotra - Vegtenging, fyrstu 50m - 1805003
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við að gleitt horn sé milli fyrirhugaðs vegar og heimreiðar að Stekkjarlæk, en slíkt býður upp á að ekið sé greitt gegnum vegamótin auk þess sem misskilningur getur orðið milli aðvífandi ökumanna um það hver eigi réttinn. Með tilliti til umferðaröryggis gerir nefndin því kröfu um að umræddur vegur tengist hornrétt inn á heimreið Stekkjarlækjar. Að þessu skilyrði uppfylltu leggur skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fram fari grenndarkynning á erindinu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að heimilt sé að stytta tímabil grenndarkynningar að viðeigandi skilyrðum uppfylltum.

2. Umhverfisstofnun - Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn í Glerárdal - 1705021
Lagt fram til kynningar

3. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Vísað er til afgreiðslu 6. fundarliðar.

4. Espigerði - Breytingartillaga á deiliskipulagi - 1706026
Skipulagsnefnd fer fram á að umsækjandi færi inn í skipulagslýsingu tímaáætlun vegna skipulagsvinnunar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna skipulagslýsingu skv. 2. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Einnig bendir skipulagsnefnd á að innan sveitarfélagsins séu tvær samliggjandi jarðir og hús þeim tengd sem beri staðvísi með forskeytinu "Espi". Æskilegt sé að ný örnefni í sveitarfélaginu séu valin þannig að ekki valdi misskilningi.
Jóhannes Ævar Jónsson vék af fundi undir þessum lið.

5. Þórustaðir II - Ósk um heimild til stækkunar á núverandi kartöfluvinnslu - 1803006
Fyrir skipulagsnefnd liggur uppfærð teikning af kartöfluvinnslu og tímabundnu íbúðarhúsi að Þórustöðum 2, þar sem færanlegu íbúðarhúsi hefur verið hliðrað lítillega en kartöfluvinnslu breytt töluvert og byggt á nýjum stað miðað við uppdrátt sem fjallað var um á 284. fundi nefndarinnar þann 26. mars 2018.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ný staðsetning færanlegs íbúðarhúss sé samþykkt og að grenndarkynning fari fram í samræmi við fyrri ákvörðun sveitarstjórnar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ný staðsetning kartöfluvinnslu verði samþykkt en að grenndarkynning fari ekki fram fyrr en fullnægjandi teikningar af kartöfluvinnslunni hafi borist.

6. Svönulundur - Ósk um byggingarreit - 1801045
Skipulagsnefnd fellst á röksemdir umsækjanda og leggur til við sveitarstjórn að samþykkt sé að skipulagssvæðið afmarkist við skógarreitinn Svönulund. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillaga á vinnslustigi verði kynnt skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar nýtt aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 hefur tekið gildi.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:55

Getum við bætt efni síðunnar?