Skipulagsnefnd

289. fundur 26. júní 2018 kl. 11:49 - 11:49 Eldri-fundur

289. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 25. júní 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri og Vigfús Björnsson, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Jóhannes Ævar Jónsson formaður.

Dagskrá:

1. Kosning varaformanns og ritara, - 1806023
Nefndin kaus í embætti varaformanns og ritara, en formaður er Jóhannes Ævar.

Fyrst var kosinn varaformaður.

Tillaga kom fram um að Hermann Ingi Gunnarsson yrði varaformaður. Ekki komu fram aðrar tillögur.

Hermann Ingi er þannig rétt kjörinn formaður skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar.

Þá var kosið í embætti ritara. Tillaga kom fram um að Ásta Pétursdóttir verði ritari.

Ásta Pétursdóttir er þannig rétt kjörinn ritari skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar.

2. Ingvi Stefánsson - Svínahús á Melgerðismelum - 1806012

Gestir
Ingvi Stefánsson, Teigi.
A.
Á fund nefndarinnar mætti Ingvi Stefánsson og gerir grein fyrir forsendum umsóknar sinnar, regluverki sem um starfsemi í svínarækt gildir og umfangi rekstrar svínabúisins í Teigi. Ingvi hefur sent inn erindi þar sem óskað er eftir leyfi til að vinna tillögur að uppbyggingu mannvirkja til svínaræktar á hluta Melgerðismela, en við vinnuna hefur Ingvi notið aðstoðar frá dönsku ráðgjafarfyrirtæki og fl.

Fyrir fundinum liggja fyrstu tillögudrög.

Skipulagsnefnd þakkar Ingva fyrir erindi hans, kynningu og svör við spurningum nefndarmanna.

Ingvi vék frá.

B.
Sigurgeir vék af fundi undir þessum fundarlið.
Nefndin fjallaði því næst efnislega um erindi Ingva.

Nefndin tekur jákvætt í þau áform sem umsækjandi lýsir. Nefndin telur þó ekki tímabært að taka afstöðu til erindisins að svo stöddu og felur skipulagsstjóra að rýna erindið betur og áhrif þess, m.a. á hituveitu á svæðinu, og upplýsa nefndina á næsta fundi.

Ólafur vék af fundi eftir afgreiðsli þessa liðar.


3. Háagerði - Ósk um byggingarleyfi fyrir geymsluskemmu - 1802015
Athugasemdir bárust frá þremur aðilum á grenndarkynningartíma erindisins. Nefndin fjallaði um athugasemdirnar í þeirri röð sem á eftir fer:

1. erindi, sendandi Benjamín Baldursson, kt. 220149-3669, Hulda M. Jónsdóttir kt. 011150-4469, Ytri-Tjörnum.
Athugasemd a) Sendandi lýsir andstöðu við að svo stór bygging rísi svo nærri landamerkjum (30 m). Sendandi vísar til ákvæða aðalskipulags um lágmarksfjarlægðir íbúðar- og frístundahúsa frá landamerkjum og bendir á að sveitarstjórn hafi við framfylgd þeirra ákvæða ítrekað hafnað byggingu frístundahúsa til einkanota nær landamerkjum en 50 m.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði gert að hliðra byggingarreit svo a.m.k. 50 m. séu að landamerkjum, með tilvísun í kröfu gildandi aðalskipulags um lágmarksfjarlægð íbúðarhúsa og geymsluhúsnæðis til einkanota frá landamerkjum.

Athugasemd b) Sendandi gerir athugasemd við að svo stórt hús sé samþykkt og bendir á að grunnflötur Freyvangs sé ívið minni en grunnflötur umrædds húss.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gildandi aðalskipulag gefur ekki stærðarviðmið fyrirbyggingu af þessu tagi auk þess sem byggingar af svipaðri stærð er að finna í nágrenninu. Skipulagsnefnd telur því ekki hægt að staðhæfa að byggingin samræmist ekki aðalskipulagi eða stangist á við yfirbragð byggðar með svo ótvíræðum hætti að tilefni sé til höfnunar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda sé ekki gert að minnka byggingarmagn frá því sem fram kemur í umsókn.

Athugasemd c) Sendandi telur að fyrirhuguð bygging eigi að snúa á annan hátt en fram kemur á afstöðumynd.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur að misræmi í merkinu á útlitsmyndum húss sé ekki svo þýðingarmikið að það gefi tilefni til að grenndarkynning sé endurtekin, enda er staðseting og afstaða byggingar sem sótt er um er eins og fram kemur á afstöðumynd.

Athugasemd d) Sendandi bendir á að upplýsingar um fráveitu og olíugildru vanti í kynningargögn.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Upplýsingum um fráveitu og olíugildru hefur verið komið til sendanda og hefur hann ekki gert efnislegar athugasemdir við það sem fram kom. Skipulagsnefnd telur að upplýsingamiðlun í tengslum við grenndarkynningu hafi verið fullnægjandi og leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði ekki hafnað á grundvelli ónógra upplýsinga í kynningargögnum.

Athugasemd e) Sendandi bendir á að land Háagerðis sé í landbúnaðarland í skilningi jarðalaga nr. 81/2004 og að gildandi aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar segi um slíkt land að þar skuli fyrst og fremst gera ráð fyrir byggingum sem tengjast búrekstri. Ekki verði séð að byggingin sem nú er sótt um tengist búrekstri á nokkurn hátt.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gildandi aðalskipulag gerir ekki fortakslausa kröfu um að byggingar sem reistar eru á landbúnaðarlandi skuli tengjast búrekstri, sbr. byggingarheimilildir skipulags varðandi íbúðarhúsnæði og tilheyrandi geymsluhúsnæði til einkanota. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé ekki hafnað á grundvelli athugasemdarinnar.

Athugasemd f) Sendandi bendir á að í gildandi aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar fylgi ekki byggingarheimildir fyrir íbúðar- eða frístundahús með landeignum sem eru minni en 30 ha. neðan 300 m.y.s.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að byggingarheimild fyrir eitt hús fylgi landeignum undir 30 ha. skv. grein 2.4.1. í greinargerð með aðalskipulagsbreytingu dags. 23. maí 2014.

Athugasemd g)
Sendandi bendir á að umsækjandi sé umsvifamikill vélaverktaki og því telur sendandi skýringar umsækjanda um að byggingin muni nýtast til einkanota vera ótrúverðugar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur að skýringar umsækjanda á nýtingu byggingarinnar sem umsókn snýr að séu fullnægjandi.

Athugasemd h)
Sendandi bendir á að hann eigi hlutdeild í skógræktarreit á aðliggjandi landi sem mikið er notaður til útivistar og fjölskyldusamveru. Þar séu tvö frístundahús og gögnustígar og áformað sé að fjölga göngustígum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur að byggingin sem umsókn snýr að muni ekki spilla notkun sendanda á landareign sinni og leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé ekki hafnað á grundvelli neikvæðra áhrifa á notagildi aðliggjandi landareigna.

2. erindi. Sendandi Kristján Baldursson, kt. 050145-2559, Reynimel 78, Reykjavík
Athugasemd a) Sendandi tekur undir athugasemdir sem fram koma í erindi Benjamíns Baldurssongar og Huldu Jónsdóttur.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd vísar í afgreiðslu á 1. erindi.

Athugasemd b) Sendandi telur að ekki hafi verið staðið nógu vel að skipulagi eða fyrirkomulagi fyrirhugaðrar byggingar og telur auk þess upplýsingar um nýtingu ófullnægjandi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur að upplýsingar um áformin sem fram koma í grenndarkynningargögnum séu fullnægjandi.

Afgreiðsla c) Sendandi lýsir sig andvígan byggingu stórhýsis sem lýst er í grenndarkynningargögnum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði ekki gert að laga byggingaráform að athugasemd sendanda.

3. erindi. Sendandi Snorri Baldursson, kt. 170554-5589, Ásvallagata 19, Reykjavík
Athugasemd a) Sendandi tekur undir athugasemdir sem fram koma í erindi Benjamíns Baldurssongar og Huldu Jónsdóttur.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd vísar í afgreiðslu á 1. erindi.

Athugasemd b) Sendandi telur að ekki hafi verið staðið nógu vel að skipulagi eða fyrirkomulagi fyrirhugaðrar byggingar og telur auk þess upplýsingar um nýtingu ófullnægjandi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur að upplýsingar um áformin sem fram koma í grenndarkynningargögnum séu fullnægjandi.

Afgreiðsla c) Sendandi lýsir sig andvígan byggaráform sem lýst er í grenndarkynningargögnum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði ekki gert að laga byggingaráform að athugasemd sendanda.

4. Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar - 1608005
Umsagnir og athugasemdir bárust frá fjórum aðilum á auglýsingartíma aðal- og deiliskipulagstillaga vegna Tjarnavirkjunar. Skipulagsnefnd fjallaði um erindin í þeirri röð sem á eftir fer:

1. erindi, sendandi Sigfríð L. Angantýsdóttir, Torfufelli
Athugasemd a) Sendandi lýsir áhyggjum af ónæði sem af framkvæmdum verður.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd lýsir skilningi á sjónarmiðum sendanda og bendir á að í framkvæmdaleyfi verði framkvæmdaraðila veitt aðhald varðandi vinnutíma og fleira þessa háttar.

Athugasemd b og c) sendandi lýsir andstöðu við að gerðar séu skipulagsbreytingar á landareign hennar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að ekki eru gerðar breytingar á landnotkunarflokki eða skipulagi á landareign sendanda. Skipulagsnefnd harmar ónákvæmni sem er í skýringartexta við aðalskipulagsuppdrátt sem vísað er til í athugasemdinni.

Athugasemd d) Sendandi fer fram á að loftlínur til raforkuflutninga á landareign hennar séu lagðar í jörð.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd tekur undir sjónarmið sendanda en bendir á að umræddar loftlínur eru á forræði Rarik.

2. erindi, sendandi Veiðifélag Eyjafjarðarár
Athugasemd a) Sendandi lýsir af því miklum áhyggjum af hverskonar skipulagsbreytingum og raski á svæðinu, og gerir skilyrðislausa kröfu um að sýnt verði fram á að slíkt valdi ekki neikvæðum áhrifum á bleikjustofninn á svæðinu eða annað lífríki árinnar. Sendandi óskar eftir betri rannsóknum á fiskgengd á svæðinu sérstaklega með tilliti til hrygningar og seiðaafkomu á svæðinu, einkum og sér í lagi vegna mikilvægis svæðisins fyrir innan fyrirhugaða stíflu á búskap árinnar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að fimm rannsóknir hafa farið fram á Eyjafjarðará undanfarin á og telur að þýðing virkjunarsvæðisins fyrir fiskgengd árinnar séu upplýst á fullnægjandi hátt, sbr. greinargerð skipulagshönnuðar sem er fylgiskjal fundargerðar.

Athugasemd b) Sendandi staðhæfir að ekki sé vitað til að rennsli Eyjafjarðarár þar fremra hafi til lengri tíma verið mælt. Því liggi ekki ljóst fyrir hversu lítið rennsli árinnar getur orðið og því síður hversu stór eða öllu heldur lítill hluti árinnar muni að lágmarki renna í farvegi sínum. Í ljósi þess að áin er í senn búsvæði og farvegur fisks á svæðinu og vatnsmagn því lykilbreyta verði að liggja ljóst fyrir hvert lágmarksrennslið er og hvenær.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á Sá hluti Eyjafjarðarár sem verður fyrir skertu rennsli er hvorki hentugt hrygningar-, uppeldis- né búsvæði fyrir fiskistofna árinnar, sbr. fyrirliggjandi rannsóknir Veiðimálastofnunar (nú Hafrannsóknarstofnun) og umsögn fiskifræðings.
Fyrir liggja reglulegar rennslismælingar í Eyjafjarðará við Tjarnir, frá hausti 2006 til vors 2008. Lágrennsli árinnar fyrri veturinn reyndist 4,1 m³/s (febrúar 2007) en 4,0 m³/s seinni veturinn (mars og apríl 2008).
Langtímarennslismælingar liggja ekki fyrir, en reikna má með að virkjað rennsli verði um ¾ af lágrennsli árinnar í venjulegu vatnsári. Með sérstöku yfirfalli verður tryggt að rennsli framhjá virkjun verði að lágmarki alltaf 1,0 m³/s.

Athugasemd c) Sendandi telur að framkvæmdaaðili hafi ekki gert grein fyrir áhrifum af vatsgati á stíflu, á fiskistigann - hvort hann þorni hann upp ef rennslið dettur niður. Sendandi spyr hvernig er hægt að tryggja að þau inntaksmannvirki valdi ekki afföllum á seiðum. Sendandi spyr hvernig verður byggingu fiskistiga háttað og hvernig verður far fisks um hann tryggt.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að mannvirki séu hönnuð með það fyrir augum að afföll af seiðum og áhrif á fiskgengd séu í lágmarki.

Athugasemd d) Sendandi telur að í þessu samhengi þyrfti að kanna hvenær bleikja gengur á svæðið til hrygningar og aftur niður af því
að lokinni hrygningu, ásamt því að kanna hvenær seiðin ganga niður í átt til sjávar.
Afgreiðsla skipulagsnefdar: Skipulagsnefnd bendir á á að rannsókn Erlends Steinars Friðrikssonar á sjóbleikju í Eyjafjarðará frá árinu 2014 sé göngu bleikju í ánni gerð skil.

Athugasemd e) Sendandi spyr hvaða áhrif 1,8 ha uppistöðulón hafi á vatnshita í ánni.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að inntakslón verður um 1,0 ha að stærð og telur með vísan í greinargerð skipulagshönnuðar sem fylgir fundargerð þessari að ekki sé talið mögulegt að svo lítið lón með enga miðlun hafi nokkur áhrif á hitastig árinnar.

Athugasemd f) Sendandi telur að spurningum þeim sem settar voru fram í bréfi 24. október hefur ekki verið svarað með vísan í
rannsóknir og áhrifa annarstaðar á fiskistofna, þar sem sambærileg virkjun hefur verð sett upp.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd bendir á að góð reynsla sé af fiskvegum á Íslandi, þeir finnast í ám um allt land og eru þekkt leið til að koma fisk
fram hjá hindrunum.
Reynsla af coanda inntökum í fiskgengum ám hérlendis er ekki fyrir hendi en erlendar rannsóknir benda til að virkni búnaðarins sé góð.

Athugasemd g) Sendandi bendir á mikilvægi þess að framkvæmdatími sé valinn þannig að framkvæmdir raski ekki fiskgengd.
Afgreiðsla skipulagnsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skilmálar um framkvæmdatíma verði settir í framkvæmdaleyfi sem stuðla að því að fiskgengd raskist sem minnst.

Athugasemd h) Sendandi telur að hafi verið svarað á fullnægjandi hátt hvernig fiskgengd verður tryggð og ekki gerð grein fyrir
ábyrgðum framkvæmdaraðila/rekstraraðila ef illa tekst til.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að óháður aðili fylgist með fiskgengd upp fyrir virkjun og ef í ljós kemur að fiskvegur virkar ekki sem skyldi verði rekstur virkjunar stöðvaður og botnrás opnuð þar til úr hefur verið bætt.

Athugasemd i) Sendandi bendir á að skilgreina þurfi hvert lámarksrennsli í árfarvegi þurfi að vera til að ekki bitni á bleikjustofninum eða lífríki árinnar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd vísar í umsögn Jóns Kristjánssonar hjá Fiski - Rannsóknum - Ráðgjöf, dags. 15. mars 2017, þar sem fram kemur að minnkað rennsli á árkafla sem fyrir áhrifum verður mun að öllum líkindum bæta lífsskilyrði bleikjuseiða.

3. erindi, sendandi Fiskistofa
Athugasemd a) Fiskistofa lýsir mikilvægi virkjunarsvæðisins fyrir fiskgengd Eyjafjaðrarár og vísar til rannsókna frá 2008 í því sambandi. Fiskistofa tekur fram að fallist sé á skýringar framkvæmdaraðila varðandi það að tekið sé tillit til fiski- og veiðihagsmuna við útfærslu á virkjuninni og að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif ef mótvægisaðgerðir reynast eins vel og ganglegar og stefnt er að.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

Athugasemd b) Fiskistofa bendir á að við veitingu leyfis skv. 33. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði verði gerð krafa um að staðfest verði með rannsóknum að mótvægisaðgerðir (lágmarksrennsli, fiskvegur og Coanda-inntak) muni gangast eins vel og stefnt er að.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar

4. erindi: sendandi Minjastofnun
Athugasemd a) Sendandi bendir á að sækja þurfi um leyfi Minjastofnunar til að raska túngarði sem þrýstipípa fyrirhugaðrar virkjunar liggur gegnum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að við veitingu framkvæmdaleyfis verði framkvæmdaraðili upplýstur um túngarðinn og þær kvaðir sem á honum hvíla.

Athugasemd b) Sendandi bendir á að Másstaðarúst og Granastaðir séu friðlýstir fornleifastaðir og gæta þurfi þess sérstaklega að þeir verði ekki fyrir raski á framkvæmdatíma.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að við veitingu framkvæmdaleyfis verði framkvæmdaraðili upplýstur um fornleifastaðina og þær kvaðir sem á þeim hvíla.

Athugasemd c) Sendandi bendir á ákvæði laga um menningarminjar nr. 80/2012, þar sem segir að ef ókunnar fornminjar koma í ljós við framkvæmdir beri að stöðva framkvæmdir án tafar og kalla á vettvang fornleifafræðing.
Afgreiðsla skipulagsnefnar: Gefur ekki tilefni til bókunar

5. erindi, sendandi Umhverfisstofnun
Athugasemd a) Sendandi gerir ekki athugasemd við skipulagstillögurnar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðal- og deiliskipulagstillögur séu samþykktar óbreyttar og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda þær til skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5. Kristnes - Ósk um leyfi fyrir byggingarreit - 1806015
Skipulagsnefnd leggur við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað, enda uppfyllir fjarlægð byggingarreits frá landamerkjum ekki kröfur um lágmarksfjarlægðir í kafla 2.4.3. í gildandi aðalskipulagi.

6. Klauf - Ósk um staðfestingu á vegtengingu við Litla-Hamar 2 - 1806018
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

Hermann vék af fundi undir þessum fundarlið.

7. Leifsstaðabrúnir 15 - Umsókn um uppsetningu og rekstur gistiþjónustu í landi Leifsstaða - 1806020
Skipulagsnefnd tekur vel í erindið en kallar eftir ítarlegri gögnum um skipulag starfseminnar, þar sem fram kemur staðsetning tjalda, rotþróa, fyrirkomulag aðkomu og bílastæða, staðsetning hreinlæstisaðstöðu og öflun vatns og rafmagns. Auk þess skal leggja fram skriflega heimild landeiganda fyrir afnotum af landi. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að áformin skuli grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

8. Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn vegna Iceland Yurt ehf. - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar - 1806019
Umsóknin lýtur að svæði sem er innan verslunar- og þjónustusvæðis VÞ-6 í gildandi aðalskipulagi og samræmist fyrirhuguð starfsemi því skipulagsskilmálum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að jákvæð umsögn sé veitt.

9. Umsókn um stofnun lögbýlis, Kotra - 1806021
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:50

Getum við bætt efni síðunnar?