Skipulagsnefnd

290. fundur 14. ágúst 2018 kl. 11:05 - 11:05 Eldri-fundur

290. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 13. ágúst 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður og Vigfús Björnsson, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.

Dagskrá:

1. Leifsstaðabrúnir 9 - Óskað eftir leyfi fyrir fastri búsetu - 1807011
Fyrir fundinum liggur erindi frá Minný Kristbjörgu Eggertsdóttur þar sem óskað er heimildar til skráningar lögheimilis að Leifsstaðabrúnum 9 (L197128), Eyjafjarðarsveit.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað með vísan til 3. mgr. 1. gr. laga um lögheimili nr. 215/1990.

2. Umsókn um nafn á hús. - 1808001
Fyrir fundinum liggur erindi frá Halldóru Magnúsdóttur þar sem óskað er samþykkis fyrir skráningu staðvísins "Hraunkot" á íbúðarhús hennar (F2277547).
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

3. Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar - 1608005
Fyrir fundinum liggja umsagnir Skipulagsstofnunar um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag Tjarnavirkjunar, sem send voru stofnuninni til staðfestingar fyrr í sumar.
Skipulagshönnuður hefur brugðist við athugasemdum Skipulagsstofnunar og liggja uppfærð skipulagsgögn fyrir fundinum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að óska eftir lausn skipulagssvæðis úr landbúnaðarnotkun við ráðherra skv. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004 og fullnusta gidistöku skipulagsins.

4. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Boðað verður til sérstaks fundar til að vinna úr innkomnum athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma aðalskipulagstillögu. Afgreiðslu málsins er frestað.

5. Ingvi Stefánsson - Svínahús á Melgerðismelum - 1806012
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ingva Stefánssyni þar sem óskað er eftir landi til umráða og breytingu á aðalskipulagi vegna byggingar svínabús á Melgerðismelum. Afgreiðslu erindisins var frestað á 289. fundar nefndarinnar.
Nefndin fjallar um gögn sem aflað hefur verið um áhrif áformanna á nágrenni sitt og ítarupplýsingar sem borist hafa frá umsækjanda.
Nefndin telur mikilvægt að af atvinnuuppbyggingu sem þessari verði í sveitarfélaginu. Nefndin telur þó mun heppilegra að uppbygging af þessu tagi eigi sér stað á svæði sem nú þegar er skipulagt sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Afgreiðslu málsins er frestað.
Sigurgeir Hreinsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

6. Kotra/Hjörleifur Árnason - Umsókn um stöðuleyfi - 1808002
Fyrir fundinum liggur erindi frá Hjörleifi Árnasyni þar sem óskað er stöðuleyfis fyrir tvo 40 feta gáma og kaffiskúr í landi Kotru. Fyrirhuguð staðsetning gáma og skúrs er gefin til kynna á meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt og að gefið verði út stöðuleyfi til eins árs, enda liggi fyrir jákvæð umsögn Landsnets um erindið með tilliti til nálægðar við Laxárlínu.
Sigurgeir Hreinsson gekk aftur inn á fundinn.

7. Kotra/Pétur Karlsson - Umsókn um stöðuleyfi - 1808003
Fyrir fundinum liggur erindi frá Pétri Karlssyni vegna umsóknar um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám og kaffiskúr í landi Kotru.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt og að stöðuleyfi verði gefið út til eins árs.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50

Getum við bætt efni síðunnar?