Skipulagsnefnd

294. fundur 26. september 2018 kl. 13:31 - 13:31 Eldri-fundur

294. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 24. september 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson, formaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, aðalmaður, Hákon Bjarki Harðarson, varamaður, Emilía Baldursdóttir, varamaður, Vigfús Björnsson, embættismaður og Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.

Dagskrá:

1. Torfufell 2 - Umsókn um stöðuleyfi - 1809014
Fyrir fundinum liggur umsókn frá íbúum Torfufells 2 um stöðuleyfi fyrir 40 feta flutningagám.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt og umsækjanda sé veitt stöðuleyfi til 12 mánaða í samræmi við gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð.

2. Hliðrun bundinnar byggingarlínu í deiliskipulagi Bakkatraðar - 1809032
Fyrir fundinum liggur tillaga þess efnis að bundinni byggingarlínu í byggingarreitum lóða 13, 15, 17, 19, 32, 34, 36, 38, 40 og 42 í Bakkatröð sé hliðrað um 2 m frá götu þannig að pláss sé fyrir 8 m bílastæði framan við hús. Um er að ræða samskonar breytingu og áður hefur verið framkvæmd á öðrum lóðum í götunni. Málshefjandi er sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

3. Akureyri - Beiðni um umsögn á tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Akureyrarflugvöll - 1809016
Fyrir fundinum liggur umsagnarbeiðni frá skipulagssviði Akureyrarbæjar vegna breytingartillögu á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar.
Skipulagsnefnd tekur undir bókun Óshólmanefndar frá 13. september 2018 og leggur jafnframt áherslu á umferðarleið yfir óshólmana teppist ekki meðan á framkvæmdum stendur.

4. Umsögn um uppbyggingu svínahúss í landi Torfna - 1809034
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ingva Stefánssyni þar sem hann óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir svínabú á landspildu í landi Torfa. Erindinu fylgir skipulags- og matslýsing vegna verkefnisins og óskar málshefjandi þess að skipulagsnefnd afgreiði lýsinguna í lögbundið ferli.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt og skipulagsfulltrúa sé falið að kynna skipulags- og matslýsingu skv. 2. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Emilía Baldursdóttir sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

5. Hólafell - Ósk um leyfi fyrir byggingarreit - 1809017
Fyrir fundinum liggur erindi frá Örnólfi Eiríkssyni þar sem óskað er samþykkis nefndarinnar á þremur tilgreindum byggingarreitum í landi Hólafells.
Skipulagsnefnd telur að ítarlegri upplýsingar þurfi að fylgja erindinu til að hægt sé að taka það fyrir. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

6. Umsókn um viðbyggingu Hólshúsa I - 1809018
Fyrir fundinum liggur erindi frá Kolbrúnu Ingólfsdóttur þar sem óskað er eftir byggingarreit fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið í Hólshúsum I.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tímabil grenndarkynningar verði stytt ef hagsmunaaðilar lýsa því skriflega yfir að þeir geri ekki athugasemd við áformin, og teljist erindið þá samþykkt.

7. Hólsgerði - Ósk um breytingar á aðalskipulagi í landi Hólsgerðis - 1808007
Fyrir fundinum liggur erindi frá Brynari Skúlasyni og Sigríði Bjarnadóttur í Hólsgerði þar sem óskað er eftir að þrjú verslunar- og þjónustusvæði verði skilgreind í landi Hólsgerðis og Úlfár. Erindið barst upprunalega sem athugasemd á auglýsingartíma tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar en var í staðinn vísað í formlegt breytingarferli.
Fulltrúar sveitarfélagsins hafa fundað með umsækjendum og sammælst um erindinu verði frestað um ótilgreindan tíma.

8. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Borist hefur erindi frá Vegagerðinni þar sem brugðist er við afgreiðslu sveitarfélagsins á beiðni stofnunarinnar um að efnistökustaðir séu merktir inn á skipulagsuppdrátt endurskoðaðs aðalskipulags. Vegagerðin áréttar að óskað sé eftir að fimm efnistökusvæði (Æsustaðir, Nes, Hleiðargarður, Kolgrímastaðir og norðan við Möðruvelli) séu færð inn á skipulag en ekki tvö.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kallað sé eftir tillögum að efnistökumagni frá Vegagerðinni. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

9. Íbúðalánasjóður - leitað eftir sveitarfélögum í tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni - 1809020
Lagt fram til kynningar

10. Kotra - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar 2018 - 1809035
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

11. Umferðamál - 1809030
Afgreiðslu erindisins er frestað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15

Getum við bætt efni síðunnar?