Skipulagsnefnd

301. fundur 06. mars 2019 kl. 09:54 - 09:54 Eldri-fundur

301. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 4. mars 2019 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson, Hermann Ingi Gunnarsson, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, Sigurgeir B Hreinsson, Anna Guðmundsdóttir, Emilía Baldursdóttir, Vigfús Björnsson og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.

Dagskrá:

1. Fallorka ehf. - Hækkun stíflu Djúpadalsvirkjun 2 - 1902013
Fyrir fundinum liggur erindi frá Fallorku ehf. þar sem fjallað er um fyrirhugaða hækkun á stíflu og yfirfalli Djúpadalsvirkjunar 2. Fyrirhugað er að hækka yfirfall um 1,5 m í 138,5 m.y.s. og jarðvegsstíflu um 2,0 m. Hækkunin er innan ramma deiliskipulags fyrir virkjunarsvæðið dags. 2004 og eru framkvæmdirnar byggingarleyfisskyldar.
Skv. erindinu er þörf á um 700 rúmmetrum af efni í kjarna og fer málshefjandi fram heimild til að taka efnið í landi Árbakka.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við hækkun á stíflu þar sem hækkunin rúmast innan gildandi deiliskipulags fyrir svæðið. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins með vísan til þess að umbeðinn efnistökustaður er ekki á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.

2. Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn vegna umsóknar S&A eignir ehf. um rekstrarleyfi til sölu gistingar - 1902007
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að jákvæð umsögn sé veitt rekstarleyfisumsóknarinnar.

3. Umsókn um uppbyggingu svínahúss í landi Torfna - 1809034
Skipulagsnefnd fjallar um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma deiliskipulagstillögu fyrir svínabú í landi Torfa, en athugasemdafrestur rann út 14. febrúar síðastliðinn. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.
Sigurgeri, Finnur og Jóhannes véku af fundi undir þessum fundarlið. Anna Guðmundsdóttir tók sæti Jóhannesar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15

 

Getum við bætt efni síðunnar?