Skipulagsnefnd

305. fundur 31. maí 2019 kl. 15:30 - 15:30 Eldri-fundur

305. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 20. maí 2019 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson, Hermann Ingi Gunnarsson, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Sigurgeir B Hreinsson og Vigfús Björnsson.
Fundargerð ritaði: Jóhannes Ævar Jónsson formaður.

Dagskrá:

2. Kotra - deiliskipulag íbúðarsvæðis Íb13 - 1901019
Auglýsingartímabil deiliskipulagstillögu fyrir Kotru í landi Syðri-Varðgjár var frá 1. mars til 13. maí s.l. og bárust fimm erindi vegna tillögunnar. Nefndin fjallar um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer.
1. erindi, sendandi Landsnet.
Athugasemd a) Sendandi leggur til að í greinargerð deiliskipulags komi fram að gert sé ráð fyrir greiðu aðgengi til niðurrifs Laxárlínu 1 og lóðhöfum sé gerð grein fyrir því.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að Laxárlína 1 liggi alfarið utan skipulagssvæðisins og að fyrirhugaðar vegtengingar á skipulagssvæðinu veiti fullnægjandi aðgengi vegna niðurrifs línunnar. Skipulagsnefnd telur að athugasemd sendanda gefi ekki tilefni til breytingar á auglýstri tillögu.
Athugasemd b) Sendandi bendir á að í greinargerð deiliskipulags standi að endurskoðun á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar sé á lokastigi, en í reynd hafi endurskoðað skipulag tekið gildi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að texti greinargerðar verði lagfærður í samræmi við athugasemd sendanda.

2. erindi, sendandi Vegagerðin.
Sendandi gerir ekki athugasemd við auglýsta skipulagstillögu.

3. erindi, sendandi Umhverfisstofnun
Athugasemd a) Sendandi bendir á að öll fráveita skuli vera skv. reglugerð um fráveitu og skólp nr. 798/1999 og mikilvægt sé að það komi fram í greinargerð.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að texti greinargerðar verði lagfærður í samræmi við athugasemd sendanda.
Athugasemd b)Sendandi bendir á að austan við skipulagssvæðið sé afmarkað 28 ha svæði fyrir skógrækt, en ríkulegt fuglalíf sé á því sama svæði. Umhverfisstofnun leggur áherslu á að vistgerðum með hátt verndargildi verði ekki raskað með skógrækt.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að umrædd skógræktaráform liggi utan skipulagsmarka auglýstrar skipulagstillögu. Skipulagsnefnd tekur því ekki afstöðu til skógræktaráformanna við svo búið.

4. erindi, sendandi Veðurstofa Íslands
Athugasemd a) Sendandi telur að ofanflóðahætta á svæðinu sé ásættanleg og ekki líklegt að byggingun stafi hætta af því.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

5. erindi, sendandi Minjastofnun
Athugsemd a) Sendandi bendir á að hluti vegar ((fornleid 2028-01) er
innan framkvæmdasvæðis en hér með er veitt heimild til að rjúfa þann veg þar sem nauðsynlegt er en á móti er gerð gerð krafa um að valda ekki raski á þeim hluta vegarins sem liggur utan framkvæmdasvæðins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi sé samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem tilgreinar eru í afgreiðslu nefndarinnar á athugasemdum 1 b) og 3 a).

3. Hólafell - Ósk um leyfi fyrir byggingarreit - 1809017
Fyrir fundinum liggur skýrsla Veðurstofu Íslands um staðbundið hættumat með tilliti til ofanflóða vegna umsóknar Örnólfs Eiríkssonar um þrjá byggingarreiti í landi Hólakots. Erindinu var frestað á 294. fundi skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt með því skilyrði að byggingarreitir 1 og 2 verði færðir í samræmi við tilmæli í skýrslu Veðurstofu.

4. Sóknarnefnd Saurbæjarkirkju - Skráning á lóð Saurbæjarkirkju - 1905005
Fyrir fundinum liggur erindi frá Óskari Páli Óskarssyni hdl. sem fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við landamerkjum lóðar undir Saurbæjarkirkju. Landeignin er nú þegar skráð í fasteignagrunn Þjóðskrár (L152759) en lóðarmörk og stærð eru ekki skilgreind. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni á Búgarði dags. 2018-04-13 þar sem tillaga að lóðarmörkum kemur fram.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

5. Arnarholt deiliskipulag - 1810018
Auglýsingartímabil deiliskipulagstillögu fyrir Arnarholt í landi Leifsstaða var frá 1. mars til 13. maí s.l. og bárust þrjú erindi vegna tillögunnar. Nefndin fjallar um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer:
1. erindi, sendandi Vegagerðin.
Sendandi gerir ekki athugasemd við auglýsta skipulagstillögu.

2. erindi, sendandi Umhverfisstofnun
Athugasemd a) Sendandi bendir á að öll fráveita skuli vera skv. reglugerð um fráveitu og skólp nr. 798/1999 og mikilvægt sé að það komi fram í greinargerð.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að að texti greinargerðar verði lagfærður í samræmi við athugasemd sendanda.
Athugasemd b) Sendandi telur að framkvæmdin geti haft neikvæð áhrif á trjágróður á skipulagssvæðinu og tekur undir mikilvægi þess að staðsetning á byggingum og vegum verði til þess fallin að raska gróðri sem minnst.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

3. erindi, sendandi Bergsteinn Gíslason
Athugasemd a) Sendandi leggst gegn því að aflögð heimreið að Arnarholti verði nýtt sem aðkoma að skipulagssvæði.
Afgreiðlsa skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að landeiganda verði gert að útfæra aðkomu að vestari lóðum á annan hátt en fram kemur í auglýstri skipulagstillögu og uppfæra skipulagsgögn í samræmi við það.
Athgasemd b) Sendandi gerir athugasemd við að í auglýstri skipulagstillögu sé gert ráð fyrir siturlögn á landeing í sinni eigu (Leifsstaðalandi).
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að landeiganda verði gert að staðsetja fráveitumannvirki alfarið innan landeignar sinnar og uppfæra skipulagsgögn í samræmi við það.

Minjastofnun hefur farið fram á frest til mánaðamóta maí/júní til að skipa umsögn.

Með vísan til athugasemda 2 a), 3 a) og 3 b) frestar skipulagsnefnd afgreiðslu erindisins.

6. Svönulundur - Ósk um byggingarreit - 1801045
Auglýsingartímabil deiliskipulagstillögu fyrir Svönulund í landi Holtsels var frá 1. mars til 13. maí s.l. og bárust tvö erindi vegna tillögunnar. Nefndin fjallar um innkomin erindi í eftirfarandi röð:

1. erindi, sendandi Vegagerðin
Athugasemd a) Sendandi upplýsir að hann muni ekki taka þátt í kostnaði við hljóðvarnir ef þeirra gerist þörf.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

2. erindi, sendandi Umhverfisstofnun
Athugasemd a) Sendandi bendir á að byggingarreitur íbúðarhúss sé staðsettur nær vegi en heimilt er skv. skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aflað verði undanþáguheimildar frá ráðherra vegna staðsetningar byggingarreits, enda má gera ráð fyrir að lítið áreiti verði af veginum vegna þess hve lítil umferð er um hann auk þess sem trjágróður mun skýla húsinu.
Athugsemd b) Sendandi bendir á að öll fráveita skuli vera skv. reglugerð um fráveitu og skólp nr. 798/1999 og mikilvægt sé að það komi fram í greinargerð.
Afgreiðsla skipulagsnefdnar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að texti greinargerðar verði lagfærður í samræmi við athugasemd sendanda.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan sé samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem fram koma í afgreiðslu nefndarinnar á athugasemd 2 b).

7. Ytri-Varðgjá, landnr. 152838 - Umsókn um landskipti - 1904004
SOLMAR int ehf. sækir um samþykki sveitarstjórnar fyrir stofnun lóðar undir rofastöð vegna 33 kV háspennustrengs milli Hólsvirkjunar í Fnjóskadal og Rangárvalla á Akureyri. Afgreiðslu erindisins var frestað á 304. fundi skipulagsnefnar vegna þess að umsögn Vegagerðarinnar vantaði. Umsögn Vegagerðarinnar liggur nú fyrir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

8. Deiliskipulag Stokkahlöðum - 1706002
Vilberg Rúnar Jónsson leggur fram skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag athafnasvæðis AT4 og fer fram á að lýsingin fari í formlegt kynningarferli skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afgreiðslu erindisins var frestað á 304. fundi skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingunni sé vísaði í kynningarferli skv. 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9. Finnastaðabúið ehf. - Umsókn um byggingarreit - 1905009
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

10. Þjóðskrá Íslands - Almannaskráning - 1902003
Þjóðskrá vinnur að leiðréttingu misræmis milli húsaskrár (lögheimilisskráningar einstaklinga) og fasteignaskrár. Yfirlit yfir misræmi í skráningu innan Eyjafjarðarsveitar lagt fram til kynningar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að bréf verði sent til þeirra landeigenda sem í hlut eiga þar sem kallað er eftir tillögu þeirra um breytt heiti landeignar ef vilji þeirra stendur til þess.

11. Breiðablik - byggingarreitur 2019 - 1905012
Fyrir fundinum liggur erindi frá Jóhanni F Helgasyni þar sem óskað er samþykkis sveitarstjórnar fyrir byggingarreit fyrir bílskúr við Breiðablik. Með erindinu fylgir afstöðumynd frá Teiknistofu Norðurlands dags. 2019-04-30.
Skipulagsnefnd bendir á að af afstöðumynd að ráða sé fyrirhugaður bílskúr innan veghelgunarsvæðis Veigastaðavegar. Skipulagsnefnd kallar eftir umsögn Vegagerðarinnar um málið og frestar afgreiðslu erindisins.

12. Árbær - Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr - 1905013
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ármanni Ketissyni sem óskar eftir samþykki við byggingarreit fyrir bílskúr við íbúðarhús í Árbæ. Erindinu fylgja uppdrættir frá Kollgátu dags. 2019-04-29.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grennsdarkynningu á grundvelli 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og að heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar skv. 3. mgr. sömu greinar. Ef engin andmæli berast á grenndarkynningartímabili erindisins teljist það samþykkt.

13. Reykhus 4 landskipti - 1905014
Eyjafjarðarsveit fer fram á heimild til landskipta á landeigninni Reykhús 4. Erindinu fylgir afstöðumynd frá Hákoni Jenssyni á Búgarði dags. 2019-05-17.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda verði kvöðum um aðkomu og lagnaleiðir þinglýst á umlykjandi land samhliða stofnun lóðar.

1. Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í landi Kropps - 1901018
Nefndin samþykkir að boða til aukafundar til að ræða deiliskipulag í landi Kropps mánudaginn 27. maí n.k.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15

Getum við bætt efni síðunnar?