Skipulagsnefnd

306. fundur 04. júní 2019 kl. 13:49 - 13:49 Eldri-fundur

306. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 26. maí 2019 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, Sigurgeir B Hreinsson, Jón Stefánsson, Emilía Baldursdóttir, Vigfús Björnsson og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Jóhannes Ævar Jónsson formaður.

Dagskrá:

1. Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í landi Kropps - 1901018
Landeigendur Kropps ásamt skipulagshönnuði koma á fund skipulagsnefndar og kynna tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði sem í vinnslu er.
Drög að skipulagslýsingu og skipulagstillaga á vinnslustigi lögð fram til kynningar. Nefndin gerði athugasemd við skipulag við gamla Kroppshúsið með tilliti til útsýnis og ásýndar til austurs og áréttaði að deiliskipulagstillaga skyldi rúmast innan heimildar gildandi aðalskipulags varðandi fjölda íbúða og stærð skipulagssvæðis. Nefndin lýsir áhyggjum af umferðarálagi á fyrirhugaðri vegtengingu við Jólahúsið og óskar eftir að hagkvæmasta vegtenging til norðurs niður á Eyjafjarðarbraut verði kostnaðarmetin. Nefndin ræddi ennfremur úrfærslu fráveitu frá hverfinu.
Fulltrúar landeigenda, Sigurður Einarsson arkitekt, Helgi Snorrason, Páll Snorrason, Hörður Snorrason sátu fund nefndarinnar undir þessum dagskrárlið.

2. Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar - 1905022
Nefndin ræðir fyrirhugaða umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins. Fyrir fundinum liggur rit Vegagerðarinnar Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga, Leiðbeiningar.
Formanni skipulagsnefndar er falið að vinna ásamt sveitarstjóra verkáætlun vegna gerðar umferðaröryggisáætlunar með hliðsjón af leiðbeiningarriti Vegagerðarinnar.
Sigurgeir Hriensson vék af fundi nefndarinnar að lokinni umfjöllun um þennan fundarlið.

3. Stefna um stöðuleyfi - 1905023
Nefndin ræðir um stefnu sveitarfélagsins varðandi stöðuleyfi fyrir lausafjármuni og fyrirhugað átak í þeim málum.
Skipulagsnefnd ræddi málið en frestaði afgreiðslu þess.

4. Efnistaka á vatnasvæði Eyjafjarðarár - reglur - 1905018
Nefndin ræðir um framkvæmd leyfisveitinga vegna efnistöku á vatnasvæði Eyjafjarðarár.
Skipulagsnefnd ræðir skilmála vegna efnistöku á vatnasvæði Eyjafjarðarár. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15

Getum við bætt efni síðunnar?