Skipulagsnefnd

307. fundur 19. júní 2019 kl. 11:01 - 11:01 Eldri-fundur

307. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 18. júní 2019 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson, Hermann Ingi Gunnarsson, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Sigurgeir B Hreinsson, Vigfús Björnsson og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.

Dagskrá:

1. Selhjalli ehf. - Umsókn um byggingarreit fyrir íbúðarhús að Öngulsstöðum 1 - 1905021
Fyrir fundinum liggur erindi frá Jónasi Vigfússyni sem fyrir hönd Selhjalla ehf. óskar samþykkis sveitarstjórnar fyrir breyttri staðsetningu byggingarreits fyrir íbúðarhús í landi Öngulsstaða 2. Sveitarstjórn hafði áður samþykkt hnit byggingarreitsins á fundi sínum 23. febrúar 2015, en samkvæmt uppdrætti sem fylgir erindinu nú dags. 26. maí 2019 hefur reitnum verið hliðrað til suðurs.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

2. Heimavöllur ehf. - Ósk um leyfi fyrir lóð úr jörðinni Hvammi og lóðarnafninu Hvammur 2 - 1906009
Fyrir fundinum liggur erindi frá Herði Snorrasyni sem fyrir hönd Heimavallar ehf. sækir um samþykki sveitarstjórnar við skiptingu lóðar úr landi Hvamms. Jafnframt er óskað samþykkis sveitarstjórnar við nafngiftinni Hvammur 2 á lóðina.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

3. Heimavöllur ehf. - Umsókn um tvær lóðir úr jörðinni Kroppi - 1906021
Fyrir fundinum liggur erindi frá Herði Snorrasyni sem fyrir hönd Heimavallar ehf. sækir um samþykki sveitarstjórnar við skiptingu tveggja lóða úr landi Kropps.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda verði kvöðum um aðkomu og lagnaleiðir fyrir lóðina Kroppur land (l.nr. L191457) þinglýst á umlykjandi land samhliða stofnun lóðar.

4. Háaborg - Umsókn um byggingarreit - 1906020
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ragnari Smára Ólafssyni þar sem óskað er samþykkis sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir íbúðarhús í landi Háuborgar. Erindinu fylgir uppdráttur frá Ívari Ragnarssyni dags. 10. júní 2019.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt. Hermann Ingi greiðir atkvæði gegn samþykkt erindisins með vísan til ákvæða í kafla 4.4 í greinargerð gildandi aðalskipulags, þar sem m.a. segir "þess skal gætt að bygging íbúðarhúsa eða frístundahúsa á bújörðum eigi sér almennt ekki stað á góðu landbúnaðarlandi (sjá skilgreiningu í kafla 5.5)".

5. Vegagerðin - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Eyjafjarðará - 1905025
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi vegna töku u.þ.b. 10.600 m3 af efni úr farvegi Eyjafjarðarár í landi Grænuhlíðar, Gullbrekku og Arnarsstaða, sem nýta á í malarslitlag og viðhald vega á svæðinu.
Með vísan til ákvæða um efnistöku í Eyjafjarðará í kafla 5.6 í gildandi aðalskipulagi, þar sem segir að "efnistaka eða önnur starfsemi sem valdið getur gruggi eða truflunum á vatnasvæðum Eyjafjarðarár og þverám hennar sem og ósasvæðum verður óheimil á tímabilinu frá byrjun maí til loka október ár hvert", leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að erindiu sé hafnað.

6. Finnastaðabúið ehf. - Umsókn um byggingarreit - 1905009
Fyrir fundinum liggur erindi frá Jóhanni Gunnari Jóhannessyni sem fyrir hönd Finnastaðabúsins ehf. óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir 200 fm geymslu við íbúðarhúsið að Finnastöðum 1.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu á grundvelli 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og að heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar skv. 3. mgr. sömu greinar. Ef engin andmæli berast á grenndarkynningartímabili erindisins teljist það samþykkt.

7. Brúnalaug - Ósk um nafnabreytingu í Brúnalaug 2 - 1906001
Fyrir fundinum liggur erindi frá Nönnu Baldursdóttur og Arnþóri Jónssyni þar sem óskað er samþykkis sveitastjórnar við nafngiftinni Brúnalaug 2 á fasteign þeirra.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

8. Ósk um nafnabreytingu - Uppsalir land verði breytt í Uppsalir 2 - 1905020
Fyrir fundinum liggur erindi frá Önnu Ársælsdóttur þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar við nafngiftinni Uppsalir 2 á fasteign hennar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

9. Litligarður - Ósk um nafnabreytingu í Litli-Garður - 1906007
Fyrir fundinum liggur erindi frá Stefáni B. Stefánssyni þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar við nafngiftinni Litli-Garður á fasteign hans.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

10. Öxnafell - Ósk um breytingu á nafni í Öxnafell II - 1905019
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ólafi A. Thorlacius þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar við nafngiftinni Öxnafell II á fasteign hans.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

11. Jódísarstaðir lóð 10 - Ósk um nafnabreytingu í Sóltún Jódísarstaðir 10 - 1906005
Fyrir fundinum liggur erindi frá Stefáni Stefánssyni þar sem óskað er samþykkis sveitarstjórnar við nafngiftinni Sóltún, Jódísarstaðir 10 á fasteign hans.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

12. Torfufell - Ósk um breytingu á nafni, í Torfufell 2 - 1905024
Fyrir fundinum liggur erindi frá Kristni Sigurðssyni þar sem óskað er samþykkis sveitarstjórnar við nafngiftinni Torfufell 2 á fasteign hans.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

13. Arnarhóll lóð - Ósk um nafnabreytingu í Arnarhól 2 - 1905030
Fyrir fundinum liggur erindi frá Herði Kristinssyni og Sigrúnu Björgu Sigurðardóttur þar sem óskað er samþykkis sveitarstjórnar við nafngiftinni Arnarhóll 2 á fasteign sína.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

14. Hvammur lóð - Ósk um nafnabreytingu í Hvammur 1 - 1906010
Fyrir fundinum liggur erindi frá Guðlaugu Helgadóttur þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar við nafngiftinni Hvammur 1 á fasteign hennar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

15. Akur lóð 152557 - Ósk um nafnabreytingu í Kvistás - 1905032
Fyrir fundinum liggur erindi frá Arnbjörgu Jóhannsdóttur sem fyrir hönd íbúa að Kvistási óska er eftir samþykki sveitarstjórnar við nafngiftinni Kvistás á fasteign hennar.
Skipulagsnefnd liggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

16. Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar - 1905022
Farið yfir mögulega tímalínu og verkþætti verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.
Skipulagsnefnd samþykkir að erindið sé tekið á dagskrá fundarins á afbrigðum.

17. Hleiðargarður byggingarreitur fjós 2019 - 1906024
Fyrir fundinum liggur afstöðumynd af fjósi í Hleiðargarði þar sem fram kemur byggingarreitur fyrir fyrirhugaða viðbyggingu við fjósið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingarreiturinn sé samþykktur.
Skipulagsnefnd samþykkir að erindið sé tekið á dagskrá fundarins á afbrigðum.

18. Breiðablik - byggingarreitur 2019 - 1905012
Fyrir fundinum liggur umsögn Vegagerðarinnar vegna umsóknar Jóhanns Helgasonar um byggingarreit fyrir bílskúr við Breiðablik. Umsögnin er neikvæð með vísan til nálægðar bílskúrsins við Veigastaðaveg.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað.
Skipulagsnefnd samþykkir að erindið sé tekið á dagskrá fundarins á afbrigðum.

19. Árbakki - Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar - 1906023
Fyrir fundinum liggur erindi frá Jóhannesi G. Jóhannessyni og Guðrúnu G. Svanbergsdóttur þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna 19,8 ha skógræktarverkefnis í landi Árbakka. Erindinu fylgir uppdráttur af fyrirhuguðu ræktunarsvæði dags. 7. júní 2019.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Skipulagsnefnd samþykkir að erindið sé tekið á dagskrá fundarins á afbrigðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50

Getum við bætt efni síðunnar?