Skipulagsnefnd

308. fundur 19. ágúst 2019 kl. 15:00 - 17:00 Fundarstofu 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
  • Eiður Jónsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

 

1. Skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna Hólasandslínu 3 - 1908002

Skipulagsnefnd fjallar um umsagnarbeiðni vegna skipulagslýsingar fyrir breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar, þar sem fyrirhuguð Hólasandslína 3 er færð inn á skipulag.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við skipulagslýsinguna.

 

2. Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í landi Kropps - 1901018

Skipulagsnefnd fjallar um erindi frá Heimavelli ehf. þar sem sótt er um heimild til aðalskipulagsbreytingar vegna aukins byggingarmagns í Kroppslandi. Erindinu fylgir skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsverkefni.

Skipulagsnefnd fjallar um erindið og samþykkir að fara fram á fund með Skipulagsstofnun og Vegagerðinni um málið áður en lengra er haldið. Erindinu er frestað.

 

3. Árbakki lóð - Ósk um nafnabreytingu í Árbakki - 1908006

Jóhannes Jóhannesson og Guðrún Svanbergsdóttir fara fram á að nafni lóðar undir húsi sínu sé breytt úr Árbakki lóð í Árbakki.

Skipulagsnefnd bendir á að lóð undir íbúðarhúsi má ekki heita sama nafni og land bújarðarinnar. Skipulagsnefnd frestar erindinu.

 

4. Syðri- Varðgjá ehf. - Umsókn um framkvæmdarleyfi til skógræktar - 1906028

Stefán Vilberg Leifsson sækir fyrir hönd Syðri-Varðgjár ehf. um framkvæmdaleyfi vegna 22,8 ha skógræktar í landi Syðri-Varðgjár. Erindinu fylgir uppdráttur frá Skógræktinni dags. 13. júní 2019.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt. 

 

5. Páll Ingvarsson - Ósk um breytingu á þeim tíma sem sandtaka er leyfð í Eyjafjarðará - 1908004

Páll Ingvarsson fer fram á að efnistökutímabil í Eyjafjarðará sé lengt frá því sem nú er. 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skilmálar gildandi aðalskipulags um efnistöku í Eyjafjarðarár séu endurskoðaðir.

 

6. Reykhús - Umsókn um framkvæmdaleyfi til sandtöku í Eyjafjarðará í landi Reykhúsa - 1908003

Páll Ingvarsson sækir um framkvæmdaleyfi vegna 20.000 rúmmetra efnistöku í Eyjafjarðará á efnistökusvæði E24C í gildandi aðalskipulagi frá hausti 2019 út árið 2020. Erindinu fylgir jákvæð umsókn Fiskistofu og Veiðifélags Eyjafjarðarár.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

 

7. Brúnir lóð - Ósk um nafnabreytingu í Brúnir - 1906025

Einar Gíslason, Hugrún Hjörleifsdóttir, Guðbjörg Einarsdóttir og Þórhildur Einarsdóttir sæka um að nafni lóðar sinnar sé breytt úr Brúnir lóð í Brúnir.

Skipulagsnefnd bendir á að lóð undir íbúðarhúsi má ekki heita sama nafni og land bújarðarinnar. Skipulagsnefnd frestar erindinu.

 

8. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna reiðvegagerðar - 1907001

Freyr Ragnarsson sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar reiðvegar frá miðbraut til suð-vesturs að Eyjafjaðarbraut eystri skammt frá heimreið að Brúnum. Erindinu fylgir uppdráttur.

Skipulagsnefnd kallar eftir skriflegri heimild landeigenda og Vegagerðarinnar vegna framkvæmdarinnar. Erindinu frestað.

 

9. Deiliskipulag Stokkahlöðum - 1706002

Skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir athafnasvæði AT4 á Stokkahlöðum var kynnt fyrr í sumar og fjallar nefndin um erindi sem bárust á kynningartíma.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að dregið verði úr sjónrænum áhrifum nýbygginga með að koma upp hljóðmön líkt og fram kemur í umsögn HNE, sem og að reglur um umgengni og vinnutíma séu sett í deiliskipulag. Að öðru leyti leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði sé falið að hafa hliðsjón af erindum við vinnslu skipulagstillögu.

 

10. Kotra - umsókn um tengingu rafmagns - 1908008

Stallur ehf. fer fram á samþykki sveitarstjórnar fyrir tengingu rafmagns inn á svæði þar sem fyrirhugað er að skipuleggja lóðina Kotra 7.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

 

11. Jódísarstaðir - byggingarreitur 2019 - 1908011

Helgi Þór Ingason sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á spildu við Jódísarstaði þar sem skipulagt var íbúðarsvæði á eldra aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Með hliðsjón af aðstæðum vísar skipulagsnefnd áformunum í grenndarkynningu á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir með undirskrift að þeir andmæli ekki áformunum. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningatímabili telst erindið samþykkt.

 

12. Kotra - heimild landskipta - 1908010

Pétur Karlsson sækir fyrir hönd Stalls ehf. um heimild til landskipta í landi Kotru skv. meðfylgjandi uppdrætti frá Búgarði.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

 

13. Kotra - leyfi til að grafa grunn - 1908009

Pétur Karlsson sækir um heimild til að grafa grunn fyrir íbúðarhús á lóðinni Kotru 6.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?