Skipulagsnefnd

310. fundur 30. september 2019 kl. 15:00 - 18:40 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson formaður
  • Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður
  • Anna Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

 

1.  Laugartröð bráðabirgðarlokun - 1909024

Tilraunaverkefni um tímabundna lokun Laugatraðar stóð yfir síðasta sumar og í kjölfarið var kallað eftir athugasemdum frá íbúum vegna tilraunarinnar. Bæði bárust jákvæðar og neikvæðar athugasemdir frá íbúum. Skipulagsnefnd fjallar um erindi sem borist hafa vegna málsins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði tilraun með að þrengja akbraut Laugartraðar tímabundið á tveimur stöðum við götuna. Ennfremur leggur nefndin til að bót verði gerð á lýsingu við innkeyrslu leikskóla.

 

2.  Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019 - 1909004

Skipulagsnefnd fjallar um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Fyrir fundinum liggur tillaga að skipulagslýsingu sem unnin er af Ómari Ívarssyni, dags. 2019-09-26.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsing sé samþykkt í kynningu skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með eftirtöldum breytingum: Skilgreint verði að efnistökutímabil í Eyjafjarðará verði frá 1. okt. til 1. apríl og í veiðihléi á vorin, ákvæði verði sett í aðalskipulag um að gengið verði að fullu frá efnistökusvæði í lok efnistökutímabils í veiðihléi þannig að hvorki séu haugsett efni eða tæki á efnistökusvæði, ákvæði um að aðeins verði unnið á einum stað í einu á efnistökusvæðum E14, E24 A, B, C og D verði fellt en þess í stað verði sett í aðalskipulag ákvæði um að gildistími framkvæmdaleyfa verði ekki lengri en 1 ár í senn. 

Einnig verði vegtengingu milli núverandi Eyjafjarðarbrautar vestri og nýs vegar austan Hrafnagilshverfis bætt við skipulagsuppdrátt.

 

6.  Ólafíugarður - umsókn um byggingarreit fyrir bílgeymslu 2019 - 1909036

Sigurður Jón Sigurbjörnsson og Geirþrúður Sigurðardóttir, Ólafíugarði, sækja um samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti frá TGS teiknistofu, dags. 2019-09-01. Fyrirhuguð staðsetning bílgeymslu er utan byggingarreits lóðarinnar skv. gildandi deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð í landi Hólshúsa, dags. 2003-03-24.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað, enda sé fyrirhuguð staðsetning bílgeyumslu utan skilgreinds byggingarreits á deiliskipulagi og nær landamerkjum en kveðið er á um í kafla 4.4 í gildandi aðalskipulagi.

 

7.  Arnarholt deiliskipulag - 1810018

Auglýsingartímabil deiliskipulagstillögu fyrir Arnarholt í landi Leifsstaða var frá 1. mars til 13. maí s.l. og frestaði nefndin afgreiðslu málsins á 305. fundi sínum þann 2019-05-20. Nú liggur fyrir umsögn Minjastofnunar um deiliskipulagstillögu sem ekki hafði borist við fyrri umfjöllun auk þess sem samband hefur verið haft við landeiganda um efni annarra athugasemda sem fram komu.

Skipulagsnefnd telur að umsögn Minjastofnunar gefi ekki tilefni til breytinga á auglýstri skipulagstillögu. 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að landeiganda verði falið að leggja fram skipulagsgögn sem uppfærð hafa verið í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar á 305. fundi. 

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

 

9.  Deiliskipulagsbreyting í Bakkatröð - 1909032

Skipulagsnefnd fjallar um erindi frá J.S. trésmíði þar sem farið er fram á hliðrun byggingarreits Bakkatraðar 26-30 til austurs um u.þ.b. 10 m. Erindinu fylgir skissa af fyrirhugaðri breytingu frá Árna Ólasyni arkitekt í tölvupósti, dags. 2019-09-24.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnin verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við tillögu, með þeirri breytingu þó að lóð nr. 32 verði ekki skert heldur verði stígur milli húsa felldur út úr skipulagi.

 

10.  Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í landi Kropps - 1901018

Nefndin fjallar um áform um skipulag íbúðarsvæðis í landi Kropps.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

 

3.  Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Æsustaðavegar nr. 8382 af vegaskrá - 1909033

Lagt fram til kynningar.

 

4.  Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Eyrarlandsvegar nr. 8494-01 af vegaskrá - 1909026

Lagt fram til kynningar.

 

5.  Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Sölvadalsvegar nr. 827-01 af vegaskrá - 1909025

Lagt fram til kynningar.

 

8.  Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning - Hólasandslína - 1603035

Álit Skipulagsstofnunar vegna umhverfismatsskýrslu Landsnets fyrir Hólasandslínu 3 lagt fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40

 

Getum við bætt efni síðunnar?